Foringinn fékk tvo rándýra gítara 19. apríl 2011 12:00 glæsilegar gjafir Björgvin Halldórsson alsæll með gítarana tvo sem hann fékk í afmælisgjöf á laugardaginn.fréttablaðið/anton „Ég hef alltaf verið hrifinn af fallegum gíturum,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson, eða Foringinn eins og hann er gjarnan kallaður innan bransans. Hann fékk tvo glæsilega gítara í sextugsafmælisgjöf á laugardagskvöld, annars vegar afmælisendurgerð af Fender Telecaster frá fæðingarári Björgvins, 1951, sem útgáfufyrirtækið Sena gaf honum og hins vegar Dobro-kjöltugítar sem hann fékk frá hljómsveitinni sinni. Nafn Björgvins var grafið í fyrrnefnda gítarinn og einnig í ólina sem honum fylgdi. Hann var keyptur í Hljóðfærahúsinu og var sá eini af þessari tegund sem var til sölu. Samkvæmt starfsmanni Hljóðfærahússins kostaði gítarinn um 250 þúsund krónur. „Ég á fyrir þrjá Telecastera en ég á engan svona,“ segir Björgvin, sem er mikill gítarsafnari og á vel yfir þrjátíu gítara. Hann á einnig nokkra kjöltugítara en engan órafmagnaðan eins og hann fékk um helgina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kostaði hann hátt í 100 þúsund krónur. „Þetta er náttúrlega bilun,“ segir hann um gítarsafnið sitt. Gítargjöf Senu til Björgvins er sérstaklega vegleg, sem er skiljanlegt í ljósi þess að gæfuríkt samstarf þeirra hefur staðið yfir frá árinu 1977, þegar fyrirtækið hét Hljómplötuútgáfan. „Okkur þótti það svo brjálæðislega vel við hæfi að velja eitthvað sem væri jafngamalt í hönnun og maðurinn sjálfur,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu. „Enda ljómaði hann alveg þegar hann fékk þetta.“ Björgvin segir að þrennir afmælistónleikar sínir í Háskólabíói um helgina hafi verið algjört ævintýri. „Þarna var gott fólk komið til að hlusta og hafa gaman. Við tókum þetta svolítið öðrum tökum. Við sátum á stólum, spjölluðum við fólkið og höfðum þetta kósí.“ Þrjú þúsund vinakveðjur á Facebook um helgina yljuðu honum einnig um hjartaræturnar. Til stendur að gefa tónleikana út á mynddisk fyrir jólin, auk þess sem ný plata með Björgvini og Hjartagosunum er væntanleg í sumar. Fleira er fram undan hjá Foringjanum, þar á meðal tónleikar á Blúshátíð í Reykjavík í kvöld og 200 ára afmælistónleikar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri 17. júní með Diddú. Fjörutíu ára afmæli Brimklóar á næsta ári verður einnig haldið hátíðlegt. „Ég hef aldrei verið í betra söngstuði eins og núna. Ég er svo seinþroska,“ segir Björgvin hress. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
„Ég hef alltaf verið hrifinn af fallegum gíturum,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson, eða Foringinn eins og hann er gjarnan kallaður innan bransans. Hann fékk tvo glæsilega gítara í sextugsafmælisgjöf á laugardagskvöld, annars vegar afmælisendurgerð af Fender Telecaster frá fæðingarári Björgvins, 1951, sem útgáfufyrirtækið Sena gaf honum og hins vegar Dobro-kjöltugítar sem hann fékk frá hljómsveitinni sinni. Nafn Björgvins var grafið í fyrrnefnda gítarinn og einnig í ólina sem honum fylgdi. Hann var keyptur í Hljóðfærahúsinu og var sá eini af þessari tegund sem var til sölu. Samkvæmt starfsmanni Hljóðfærahússins kostaði gítarinn um 250 þúsund krónur. „Ég á fyrir þrjá Telecastera en ég á engan svona,“ segir Björgvin, sem er mikill gítarsafnari og á vel yfir þrjátíu gítara. Hann á einnig nokkra kjöltugítara en engan órafmagnaðan eins og hann fékk um helgina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kostaði hann hátt í 100 þúsund krónur. „Þetta er náttúrlega bilun,“ segir hann um gítarsafnið sitt. Gítargjöf Senu til Björgvins er sérstaklega vegleg, sem er skiljanlegt í ljósi þess að gæfuríkt samstarf þeirra hefur staðið yfir frá árinu 1977, þegar fyrirtækið hét Hljómplötuútgáfan. „Okkur þótti það svo brjálæðislega vel við hæfi að velja eitthvað sem væri jafngamalt í hönnun og maðurinn sjálfur,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu. „Enda ljómaði hann alveg þegar hann fékk þetta.“ Björgvin segir að þrennir afmælistónleikar sínir í Háskólabíói um helgina hafi verið algjört ævintýri. „Þarna var gott fólk komið til að hlusta og hafa gaman. Við tókum þetta svolítið öðrum tökum. Við sátum á stólum, spjölluðum við fólkið og höfðum þetta kósí.“ Þrjú þúsund vinakveðjur á Facebook um helgina yljuðu honum einnig um hjartaræturnar. Til stendur að gefa tónleikana út á mynddisk fyrir jólin, auk þess sem ný plata með Björgvini og Hjartagosunum er væntanleg í sumar. Fleira er fram undan hjá Foringjanum, þar á meðal tónleikar á Blúshátíð í Reykjavík í kvöld og 200 ára afmælistónleikar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri 17. júní með Diddú. Fjörutíu ára afmæli Brimklóar á næsta ári verður einnig haldið hátíðlegt. „Ég hef aldrei verið í betra söngstuði eins og núna. Ég er svo seinþroska,“ segir Björgvin hress. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira