Siðaðra þjóða háttur Benedikt Jóhannesson skrifar 6. apríl 2011 07:00 Þegar fulltrúar allra helstu flokka sameinuðust um að skipa nýja samninganefnd um Icesave vorið 2010 gátu landsmenn verið vissir um að í nefndinni væru þeir menn sem best myndu halda á málstað Íslands. Færustu lögmenn sem vöruðu við undanslætti fyrri samninga. Það er einróma álit þeirra að ekki verði lengra náð með samningum en nú. Í nóvember 2008 sagði Björn Bjarnason frá því á vefsíðu sinni að ákveðið hefði verið að semja um málið: „Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi – hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta." Þessi orð Björns eru eins og vegvísir að lokaáfanga samninganna. Samningamenn Íslands héldu svo vel á spilum að fyrir liggur samkomulag sem takmarkar mjög áhættu Íslendinga. Samkvæmt síðasta eignamati skilanefndar Landsbankans var skuldbinding ríkisins liðlega 25 milljarðar króna. Vegna þess hve varfærnislega eignir hafa verið metnar er mjög líklegt að þær verði meira virði. Sennilega munu útgjöld ríkisins verða milli 0 og 10 milljarðar króna þegar upp er staðið. Sumir telja það ríma illa við 26 milljarða króna greiðslu nú. Svo er ekki. Af þeim koma 20 milljarðar króna úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og liðlega 6 milljarðar lán úr ríkissjóði. 500 krónur á mánuðiÖllum finnst blóðugt að borga fyrir óreiðumenn. En málið snýst ekki lengur um það. Því má ekki gleyma að þeim var hleypt lausum og eftirlitsaðilar gættu þess ekki að þeir ættu eignir fyrir skuldum. Við getum litið á þetta sem sekt fyrir að óreiðumenn voru leiddir að peningum almennings. Greiðsla upp á 10 milljarða króna á fimm árum jafngildir 500 krónum á hvern einstakling á mánuði. Það jafngildir til dæmis pulsu og kókflösku á mánuði. Ef samningnum er hafnað hefur matsfyrirtæki boðað að lánshæfi Íslands fari í ruslflokk. Tryggvi Þór Herbertsson hefur reiknað það út að fjármögnunarkostnaður ríkisins verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Nei eykur áhættu Íslands af málinu sjálfu. Og lánakostnaður á ári vex meira en sem nemur heildarkostnaðinum við Icesave-samninginn. Við eigum að segja JÁ vegna þess að það er ódýrara og öruggara en nei. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi og það er skynsamra manna háttur að samþykkja góða samninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Icesave Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Þegar fulltrúar allra helstu flokka sameinuðust um að skipa nýja samninganefnd um Icesave vorið 2010 gátu landsmenn verið vissir um að í nefndinni væru þeir menn sem best myndu halda á málstað Íslands. Færustu lögmenn sem vöruðu við undanslætti fyrri samninga. Það er einróma álit þeirra að ekki verði lengra náð með samningum en nú. Í nóvember 2008 sagði Björn Bjarnason frá því á vefsíðu sinni að ákveðið hefði verið að semja um málið: „Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi – hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta." Þessi orð Björns eru eins og vegvísir að lokaáfanga samninganna. Samningamenn Íslands héldu svo vel á spilum að fyrir liggur samkomulag sem takmarkar mjög áhættu Íslendinga. Samkvæmt síðasta eignamati skilanefndar Landsbankans var skuldbinding ríkisins liðlega 25 milljarðar króna. Vegna þess hve varfærnislega eignir hafa verið metnar er mjög líklegt að þær verði meira virði. Sennilega munu útgjöld ríkisins verða milli 0 og 10 milljarðar króna þegar upp er staðið. Sumir telja það ríma illa við 26 milljarða króna greiðslu nú. Svo er ekki. Af þeim koma 20 milljarðar króna úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og liðlega 6 milljarðar lán úr ríkissjóði. 500 krónur á mánuðiÖllum finnst blóðugt að borga fyrir óreiðumenn. En málið snýst ekki lengur um það. Því má ekki gleyma að þeim var hleypt lausum og eftirlitsaðilar gættu þess ekki að þeir ættu eignir fyrir skuldum. Við getum litið á þetta sem sekt fyrir að óreiðumenn voru leiddir að peningum almennings. Greiðsla upp á 10 milljarða króna á fimm árum jafngildir 500 krónum á hvern einstakling á mánuði. Það jafngildir til dæmis pulsu og kókflösku á mánuði. Ef samningnum er hafnað hefur matsfyrirtæki boðað að lánshæfi Íslands fari í ruslflokk. Tryggvi Þór Herbertsson hefur reiknað það út að fjármögnunarkostnaður ríkisins verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Nei eykur áhættu Íslands af málinu sjálfu. Og lánakostnaður á ári vex meira en sem nemur heildarkostnaðinum við Icesave-samninginn. Við eigum að segja JÁ vegna þess að það er ódýrara og öruggara en nei. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi og það er skynsamra manna háttur að samþykkja góða samninga.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar