Framhaldsskólanemar flykkjast norður 30. mars 2011 10:00 „Það er komin rosaleg spenna í mannskapinn hér á Akureyri," segir Óli Dagur Valtýsson, formaður skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Hinn 9. apríl fer Söngkeppni framhaldsskólanna fram á Akureyri. Forsvarsmenn keppninnar reikna með því að gríðarlegur fjöldi framhaldsskólanema haldi norður til að hvetja sinn skóla og því ljóst að bærinn verður fullur af lífi. „Það verður allt að gerast á Akureyri þessa helgi," segir Tindur Óli Jensson, verkefnastjóri AM Events, en fyrirtækið skipuleggur söngkeppnina. Tindur segir að um 2000 nemendur fari á sjálfa söngkeppnina, en að þessa sömu helgi fari einnig fram snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme og því verði enn þá meira um að vera norðan heiða. Margir af bestu tónlistarmönnum landsins verða í Akureyrarbæ umrædda helgi. „Við hjá AM Events verðum með áfengislaust ball fyrir 16 ára og eldri, en þar spila Agent Fresco, Danni Deluxe og Skítamórall," segir Tindur. Á Græna hattinum verður heljarinnar tónleikadagskrá á vegum AK Extreme og eins koma tónlistarmennirnir Blaz Roca og Friðrik Dór fram í Sjallanum á föstudagskvöldinu. Það verður hins vegar ekki auðvelt að fá gistingu í bænum þessa helgi, en rúmur mánuður er síðan öll gistiheimili og hótel voru fullbókuð. „Þetta er í fyrsta skipti í þau fimm ár sem við höfum séð um keppnina, að hvert einasta gistipláss á Akureyri er uppbókað. Við vorum meira að segja í vandræðum með að redda gistingu fyrir starfsmennina okkar," segir Tindur í léttum dúr. Þeir sem ekki fara norður til að fylgjast með söngkeppninni þurfa ekki að örvænta, því keppnin verður í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 og einnig í beinni útsendingu hér á Vísi. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá keppnina í fyrra í heild sinni en einnig má horfa á hana á Vísir Sjónvarp. Lífið Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Blessunarlega ekkert stoppaður af foreldrum mínum“ Tíska og hönnun Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
„Það er komin rosaleg spenna í mannskapinn hér á Akureyri," segir Óli Dagur Valtýsson, formaður skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Hinn 9. apríl fer Söngkeppni framhaldsskólanna fram á Akureyri. Forsvarsmenn keppninnar reikna með því að gríðarlegur fjöldi framhaldsskólanema haldi norður til að hvetja sinn skóla og því ljóst að bærinn verður fullur af lífi. „Það verður allt að gerast á Akureyri þessa helgi," segir Tindur Óli Jensson, verkefnastjóri AM Events, en fyrirtækið skipuleggur söngkeppnina. Tindur segir að um 2000 nemendur fari á sjálfa söngkeppnina, en að þessa sömu helgi fari einnig fram snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme og því verði enn þá meira um að vera norðan heiða. Margir af bestu tónlistarmönnum landsins verða í Akureyrarbæ umrædda helgi. „Við hjá AM Events verðum með áfengislaust ball fyrir 16 ára og eldri, en þar spila Agent Fresco, Danni Deluxe og Skítamórall," segir Tindur. Á Græna hattinum verður heljarinnar tónleikadagskrá á vegum AK Extreme og eins koma tónlistarmennirnir Blaz Roca og Friðrik Dór fram í Sjallanum á föstudagskvöldinu. Það verður hins vegar ekki auðvelt að fá gistingu í bænum þessa helgi, en rúmur mánuður er síðan öll gistiheimili og hótel voru fullbókuð. „Þetta er í fyrsta skipti í þau fimm ár sem við höfum séð um keppnina, að hvert einasta gistipláss á Akureyri er uppbókað. Við vorum meira að segja í vandræðum með að redda gistingu fyrir starfsmennina okkar," segir Tindur í léttum dúr. Þeir sem ekki fara norður til að fylgjast með söngkeppninni þurfa ekki að örvænta, því keppnin verður í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 og einnig í beinni útsendingu hér á Vísi. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá keppnina í fyrra í heild sinni en einnig má horfa á hana á Vísir Sjónvarp.
Lífið Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Blessunarlega ekkert stoppaður af foreldrum mínum“ Tíska og hönnun Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira