Eðlisfræðikennari skrifaði lærða grein um Lebowski 30. mars 2011 08:00 Davíð Þorsteinsson hefur skrifað lærða grein um The Big Lebowski á síðunni Dudespaper.com. Fréttablaðið/GVA „Þessi mynd leynir alveg ótrúlega á sér. Það er ekki hægt að fá leiða á henni," segir Davíð Þorsteinsson, eðlisfræðikennari í Menntaskólanum í Reykjavík og aðdáandi bandarísku gamanmyndarinnar The Big Lebowski eftir Coen-bræður. Löng grein sem Davíð skrifaði um hin ýmsu tákn sem liggja undir yfirborðinu í The Big Lebowski birtist nýverið á bandarísku vefsíðunni Dudespaper.com sem er helguð aðalpersónunni The Dude. Greinin ber enska heitið Unspoken Messages: Notes on Lebowskian Theory. Davíð til halds og trausts við vinnslu greinarinnar var vinkona hans Sigríður Björnsdóttir og voru þau nokkrar vikur að fullvinna hana. Þar fjalla þau um tengsl myndarinnar við trúarbrögð, heimspeki og Tarot-spil. „Við erum miklir aðdáendur myndarinnar og höfum horft á hana í tugi skipta. Við höfum rætt um hana heima hjá okkur og í heitum pottum í sumarbústöðum og okkur fannst kominn tími til að ljúka þessu með þessum hætti," segir Davíð, sem rakst á síðuna þegar hann var að leita að upplýsingum um myndina. „Það er gaman að greinin skyldi vera birt og þeir voru ánægðir með hana „dúdarnir" sem sjá um síðuna."Jeff Bridges fór á kostum í hlutverki The Dude í The Big Lebowski.The Big Lebowski gerist í Los Angeles og fjallar um atvinnulausa keiluspilarann The Dude og vini hans. Frá því að myndin var frumsýnd 1998 hefur hún smám saman öðlast költ-stöðu bæði hér heima og erlendis. Í Reykjavík hefur verið haldin árleg Lebowski-hátíð og í Bandaríkjunum hafa verið haldnar ráðstefnur þar sem leikarar myndarinnar, þar á meðal aðalleikarinn Jeff Bridges, hafa látið sjá sig. Davíð segir að myndin sé margslungnari en margir halda, eins og kemur berlega í ljós þegar grein hans er lesin. „Mikið af tarot-hugleiðingunum er frá Siggu en ég hafði mestan áhuga á því sem mér sýndist vera Biblíutilvitnanir og heimspekitilvitnanir, sem eru þarna, engin spurning," segir hann. Davíð, sem verður 63 ára á þessu ári, viðurkennir að margir í kringum hann séu undrandi á þessu óvenjulega áhugamáli hans. „Ég held að fólki finnist allur áhugi sem skilar sér ekki í beinhörðum peningum frekar undarlegur. En ég hef alltaf fengið sterk áhugamál. Ég var einu sinni með áhuga á Passíusálmunum og það fannst fólki algjörlega óþolandi en á meðan maður er með áhugamál er maður í einhverjum skilningi lifandi." Davíð er einnig með ljósmyndabók í smíðum sem hann vonast til að gefa út síðar á þessu ári. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
„Þessi mynd leynir alveg ótrúlega á sér. Það er ekki hægt að fá leiða á henni," segir Davíð Þorsteinsson, eðlisfræðikennari í Menntaskólanum í Reykjavík og aðdáandi bandarísku gamanmyndarinnar The Big Lebowski eftir Coen-bræður. Löng grein sem Davíð skrifaði um hin ýmsu tákn sem liggja undir yfirborðinu í The Big Lebowski birtist nýverið á bandarísku vefsíðunni Dudespaper.com sem er helguð aðalpersónunni The Dude. Greinin ber enska heitið Unspoken Messages: Notes on Lebowskian Theory. Davíð til halds og trausts við vinnslu greinarinnar var vinkona hans Sigríður Björnsdóttir og voru þau nokkrar vikur að fullvinna hana. Þar fjalla þau um tengsl myndarinnar við trúarbrögð, heimspeki og Tarot-spil. „Við erum miklir aðdáendur myndarinnar og höfum horft á hana í tugi skipta. Við höfum rætt um hana heima hjá okkur og í heitum pottum í sumarbústöðum og okkur fannst kominn tími til að ljúka þessu með þessum hætti," segir Davíð, sem rakst á síðuna þegar hann var að leita að upplýsingum um myndina. „Það er gaman að greinin skyldi vera birt og þeir voru ánægðir með hana „dúdarnir" sem sjá um síðuna."Jeff Bridges fór á kostum í hlutverki The Dude í The Big Lebowski.The Big Lebowski gerist í Los Angeles og fjallar um atvinnulausa keiluspilarann The Dude og vini hans. Frá því að myndin var frumsýnd 1998 hefur hún smám saman öðlast költ-stöðu bæði hér heima og erlendis. Í Reykjavík hefur verið haldin árleg Lebowski-hátíð og í Bandaríkjunum hafa verið haldnar ráðstefnur þar sem leikarar myndarinnar, þar á meðal aðalleikarinn Jeff Bridges, hafa látið sjá sig. Davíð segir að myndin sé margslungnari en margir halda, eins og kemur berlega í ljós þegar grein hans er lesin. „Mikið af tarot-hugleiðingunum er frá Siggu en ég hafði mestan áhuga á því sem mér sýndist vera Biblíutilvitnanir og heimspekitilvitnanir, sem eru þarna, engin spurning," segir hann. Davíð, sem verður 63 ára á þessu ári, viðurkennir að margir í kringum hann séu undrandi á þessu óvenjulega áhugamáli hans. „Ég held að fólki finnist allur áhugi sem skilar sér ekki í beinhörðum peningum frekar undarlegur. En ég hef alltaf fengið sterk áhugamál. Ég var einu sinni með áhuga á Passíusálmunum og það fannst fólki algjörlega óþolandi en á meðan maður er með áhugamál er maður í einhverjum skilningi lifandi." Davíð er einnig með ljósmyndabók í smíðum sem hann vonast til að gefa út síðar á þessu ári. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira