Hurts-drengir vilja tíu hvítar rósir 18. mars 2011 11:00 sérstakar kröfur Tíu hvítar rósir, straujárn, póstkort og rakatæki fyrir andlit er á meðal þess sem strákarnir í Hurts fara fram á að bíði þeirra í búningsherberginu. Tíu hvítar rósir eru á meðal þess sem meðlimir hljómsveitarinnar Hurts fara fram á að bíði þeirra í búningsherberginu á tónleikum þeirra á Íslandi. Hurts kemur fram í Vodafonehöllinni á sunnudaginn. Dikta og Retro Stefson hita upp fyrir bresku drengina, en í gær var tilkynnt að um 400 miðar væru eftir. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins láta meðlimir Hurts sér ekki nægja að biðja um rósabúntið. Þeir fara einnig fram á að þrjár myndir af frægum súpermódelum hangi á vegg í búningsherberginu. Þeir taka sérstaklega fram að myndirnar megi ekki vera klámfengnar. Hurts-drengirnir eru annáluð snyrtimenni og því ætti ekki að koma á óvart að þeir biðja um straujárn, straubretti og stóran spegil. Þá verður sérstakt rakatæki fyrir andlit að vera í búningsherberginu ásamt fimm íslenskum póstkortum með frímerkjum, tilbúin til póstlagningar. Áfengiskröfur hljómsveita komast oft í fréttirnar. Hurts-drengir eru tiltölulega hógværir, en biðja þó um lítilræði af gini, vodka og viskíi. Hurts nýtur vaxandi vinsælda í Evrópu, en hljómsveitin kom fyrst fram á Íslandi á Iceland Airwaves-hátíðinni í fyrra. Hurts var nýlega valin nýliði ársins á tónlistarhátíð breska tímaritsins NME og hefur átt góðu gengi að fagna á öldum ljósvakans með lögunum Sunday og Wonderful Life. Miðasala fer fram á Midi.is. - afb Lífið Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
Tíu hvítar rósir eru á meðal þess sem meðlimir hljómsveitarinnar Hurts fara fram á að bíði þeirra í búningsherberginu á tónleikum þeirra á Íslandi. Hurts kemur fram í Vodafonehöllinni á sunnudaginn. Dikta og Retro Stefson hita upp fyrir bresku drengina, en í gær var tilkynnt að um 400 miðar væru eftir. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins láta meðlimir Hurts sér ekki nægja að biðja um rósabúntið. Þeir fara einnig fram á að þrjár myndir af frægum súpermódelum hangi á vegg í búningsherberginu. Þeir taka sérstaklega fram að myndirnar megi ekki vera klámfengnar. Hurts-drengirnir eru annáluð snyrtimenni og því ætti ekki að koma á óvart að þeir biðja um straujárn, straubretti og stóran spegil. Þá verður sérstakt rakatæki fyrir andlit að vera í búningsherberginu ásamt fimm íslenskum póstkortum með frímerkjum, tilbúin til póstlagningar. Áfengiskröfur hljómsveita komast oft í fréttirnar. Hurts-drengir eru tiltölulega hógværir, en biðja þó um lítilræði af gini, vodka og viskíi. Hurts nýtur vaxandi vinsælda í Evrópu, en hljómsveitin kom fyrst fram á Íslandi á Iceland Airwaves-hátíðinni í fyrra. Hurts var nýlega valin nýliði ársins á tónlistarhátíð breska tímaritsins NME og hefur átt góðu gengi að fagna á öldum ljósvakans með lögunum Sunday og Wonderful Life. Miðasala fer fram á Midi.is. - afb
Lífið Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira