Latibær nær til 360 milljóna barna í Kína 17. mars 2011 13:30 Magnús ásamt sendiherra Kína á Íslandi og Júlíusi Hafstein þegar viðurkenningin var afhent í gær. Fréttablaðið/Valli „Það verður gaman að sjá íþróttaálfinn á kínversku," segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar. Latibær undirritar á næstunni samning við kínversku sjónvarpsstöðina CCTV, sem ætlar að sýna þættina á barnastöð sinni CCTV Kids. Um 360 milljónir barna horfa á hana reglulega. Til samanburðar eru um 90 milljón heimili með sjónvarp í Bandaríkjunum. Búast má við að sýningar á Latabæ hefjist í september í Kína. Sjaldgæft er að erlent barnaefni fái aðgang að kínversku sjónvarpi og er þetta því mikill heiður fyrir Magnús Scheving og Latabæ. Þetta stóra tækifæri kom eftir að Latibær tók þátt í heimssýningunni í Sjanghæ á síðasta ári við frábærar undirtektir. Þar var sýning Latabæjar sú mest sótta af öllum, auk þess sem Magnús heimsótti skóla í borginni ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og borgarstjóra Sjanghæ. „Kínverjar eru vanir að hreyfa sig með morgunleikfimi og svo virðist sem Latibær höfði gríðarlega vel til kínverskra áhorfenda," segir Magnús, sem heimsótti CCTV-stöðina þegar Latibær tók þátt í heimssýningunni. „Þeir höfðu gríðarlegan áhuga strax þegar þeir sáu Latabæ og vildu fá að þýða hann yfir á kínversku," segir hann og reiknar með því að Latibær taki einnig þátt í heilsuátaki í Kína í framtíðinni. „Það sem er spennandi við Kínamarkað er að þetta er ört vaxandi markaður og að fá að stíga sín fyrstu skref þangað er gríðarlega mikilvægt." Latibær fékk í gær viðurkenningu frá fulltrúum heimssýningarinnar í Sjanghæ fyrir framlag sitt til hennar. Latabæ hefur einnig verið boðið á sýninguna World Leisure Expo, sem er tileinkuð heilsu og hreyfingu, í Hangzhou í Kína næsta haust. „Það er ekkert vafamál að heimssýningin hefur skipt okkur Íslendinga miklu máli því við fengum gríðarlega athygli í öllum fjölmiðlum í Kína," segir Júlíus Hafstein hjá utanríkisráðuneytinu, sem afhenti Magnúsi verðlaunin fyrir hönd heimssýningarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að þeir skuli viðurkenna Latabæ fyrir framlagið," segir hann og er ánægður með sjónvarpssamninginn. „Þetta er enginn smá markaður sem um ræðir. Það hefur örugglega hjálpað til hvað við komum skemmtilega á óvart á þessari sýningu." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
„Það verður gaman að sjá íþróttaálfinn á kínversku," segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar. Latibær undirritar á næstunni samning við kínversku sjónvarpsstöðina CCTV, sem ætlar að sýna þættina á barnastöð sinni CCTV Kids. Um 360 milljónir barna horfa á hana reglulega. Til samanburðar eru um 90 milljón heimili með sjónvarp í Bandaríkjunum. Búast má við að sýningar á Latabæ hefjist í september í Kína. Sjaldgæft er að erlent barnaefni fái aðgang að kínversku sjónvarpi og er þetta því mikill heiður fyrir Magnús Scheving og Latabæ. Þetta stóra tækifæri kom eftir að Latibær tók þátt í heimssýningunni í Sjanghæ á síðasta ári við frábærar undirtektir. Þar var sýning Latabæjar sú mest sótta af öllum, auk þess sem Magnús heimsótti skóla í borginni ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og borgarstjóra Sjanghæ. „Kínverjar eru vanir að hreyfa sig með morgunleikfimi og svo virðist sem Latibær höfði gríðarlega vel til kínverskra áhorfenda," segir Magnús, sem heimsótti CCTV-stöðina þegar Latibær tók þátt í heimssýningunni. „Þeir höfðu gríðarlegan áhuga strax þegar þeir sáu Latabæ og vildu fá að þýða hann yfir á kínversku," segir hann og reiknar með því að Latibær taki einnig þátt í heilsuátaki í Kína í framtíðinni. „Það sem er spennandi við Kínamarkað er að þetta er ört vaxandi markaður og að fá að stíga sín fyrstu skref þangað er gríðarlega mikilvægt." Latibær fékk í gær viðurkenningu frá fulltrúum heimssýningarinnar í Sjanghæ fyrir framlag sitt til hennar. Latabæ hefur einnig verið boðið á sýninguna World Leisure Expo, sem er tileinkuð heilsu og hreyfingu, í Hangzhou í Kína næsta haust. „Það er ekkert vafamál að heimssýningin hefur skipt okkur Íslendinga miklu máli því við fengum gríðarlega athygli í öllum fjölmiðlum í Kína," segir Júlíus Hafstein hjá utanríkisráðuneytinu, sem afhenti Magnúsi verðlaunin fyrir hönd heimssýningarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að þeir skuli viðurkenna Latabæ fyrir framlagið," segir hann og er ánægður með sjónvarpssamninginn. „Þetta er enginn smá markaður sem um ræðir. Það hefur örugglega hjálpað til hvað við komum skemmtilega á óvart á þessari sýningu." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira