Lifa bóhemlífi í München 26. febrúar 2011 14:00 Njóta lífsins Sævar og Erla njóta lífsins og búa ýmist í Reykjavík eða München. Þar er Sævar með sitt eigið stúdíó og þau hjón sækja listasöfn af kappi og skoða meistara á borð við Picasso. Sævar segist njóta þess í ystu æsar að mála á striga og meðfylgjandi er ein mynda hans. „Ég seldi fyrirtækið áður en kreppan skall á en var samt enn fullur af fjöri. Ég rak auðvitað gallerí í tuttugu ár og núna fæ ég útrás fyrir sköpunargleðina fyrir framan strigann,“ segir Sævar Karl Ólason, fyrrum kaupmaður. Hann er orðinn myndlistarmaður, málar nú form og expressjónalísk málverk og hefur enduruppgötvað sjálfan sig. „Ég fæ útrás á striganum og þetta tengist náttúrulega líka faginu. Atvinna mín var auðvitað að pæla í hlutföllum, raða saman og finna réttu samsetningarnar á litum.“ Nafn Sævars hefur yfirleitt verið tengt glæsilegum jakkafötum frá flottustu tískuhúsum heims en árið 2007 dró hann sig út úr þeim bransa og það var eins og jörðin hefði gleypt hann. Sævar og eiginkona hans, Erla Þórarinsdóttir, una sér hins vegar vel, dvelja ýmist á heimili sínu í Reykjavík eða hjá Bæjurum í München. Og þar drekkur Sævar í sig listina og þau hjónin eru dugleg að sækja söfn. „Hér er hægt að sjá allt það besta í myndlist, Picasso og alla þessa miklu meistara,“ segir Sævar sem kann ákaflega vel við sig í München, telur þetta vera fallegustu borg Þýskalands. Sævar hefur jafnframt sótt tíma hjá færum málurum í Þýskalandi og er með sitt eigið stúdíó. Ekki skemmir náttúrufegurðin í Bæjararalandi heldur fyrir og Sævar segist gera mikið af því að fara út í náttúruna og mála. En málaralistin og ástríðan fyrir að mála er ekkert ný af nálinni. Því Sævar sótti námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og var síðan gestanemandi í Listaháskóla Íslands í tvö ár í kringum aldamótin. „Ég sótti nokkrum sinnum um en komst ekki inn. Síðan var mér bara boðin innganga, þeir gera þetta oft. Ætli það hafi ekki verið fyrir viðleitni.“ Sævar segist hins vegar hafa neyðst til að leggja penslana á hilluna því listamannadraumurinn var farinn að bitna á fyrirtækinu. Það er ekki hægt að segja neitt annað en að Sævar og Erla njóti lífsins og Sævar fer að hlæja þegar hann er spurður hvort þau séu farin að lifa hálfgerðu bóhemlífi. „Jú, ætli það ekki bara.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
„Ég seldi fyrirtækið áður en kreppan skall á en var samt enn fullur af fjöri. Ég rak auðvitað gallerí í tuttugu ár og núna fæ ég útrás fyrir sköpunargleðina fyrir framan strigann,“ segir Sævar Karl Ólason, fyrrum kaupmaður. Hann er orðinn myndlistarmaður, málar nú form og expressjónalísk málverk og hefur enduruppgötvað sjálfan sig. „Ég fæ útrás á striganum og þetta tengist náttúrulega líka faginu. Atvinna mín var auðvitað að pæla í hlutföllum, raða saman og finna réttu samsetningarnar á litum.“ Nafn Sævars hefur yfirleitt verið tengt glæsilegum jakkafötum frá flottustu tískuhúsum heims en árið 2007 dró hann sig út úr þeim bransa og það var eins og jörðin hefði gleypt hann. Sævar og eiginkona hans, Erla Þórarinsdóttir, una sér hins vegar vel, dvelja ýmist á heimili sínu í Reykjavík eða hjá Bæjurum í München. Og þar drekkur Sævar í sig listina og þau hjónin eru dugleg að sækja söfn. „Hér er hægt að sjá allt það besta í myndlist, Picasso og alla þessa miklu meistara,“ segir Sævar sem kann ákaflega vel við sig í München, telur þetta vera fallegustu borg Þýskalands. Sævar hefur jafnframt sótt tíma hjá færum málurum í Þýskalandi og er með sitt eigið stúdíó. Ekki skemmir náttúrufegurðin í Bæjararalandi heldur fyrir og Sævar segist gera mikið af því að fara út í náttúruna og mála. En málaralistin og ástríðan fyrir að mála er ekkert ný af nálinni. Því Sævar sótti námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og var síðan gestanemandi í Listaháskóla Íslands í tvö ár í kringum aldamótin. „Ég sótti nokkrum sinnum um en komst ekki inn. Síðan var mér bara boðin innganga, þeir gera þetta oft. Ætli það hafi ekki verið fyrir viðleitni.“ Sævar segist hins vegar hafa neyðst til að leggja penslana á hilluna því listamannadraumurinn var farinn að bitna á fyrirtækinu. Það er ekki hægt að segja neitt annað en að Sævar og Erla njóti lífsins og Sævar fer að hlæja þegar hann er spurður hvort þau séu farin að lifa hálfgerðu bóhemlífi. „Jú, ætli það ekki bara.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira