Sýnir fyrir 400 hákarla í kvikmyndabransanum 24. febrúar 2011 09:30 Lokaspretturinn Þorvaldur Davíð þarf að standa á sviði frammi fyrir fjögur hundruð hákörlum í bransanum, bæði í New York og Los Angeles. Hann frumsýnir innan skamms óperu í Juilliard-leikhúsinu sem gerist á Íslandi.Fréttablaðið/Arnþór „Þetta er byggt upp á tveggja manna senum og er svona aðaldæmið á lokaárinu,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leiklistarnemi. Hann er á lokaári sínu í Juilliard-háskólanum í New York og fram undan eru því síðustu dagarnir í skóla. Einn hluti af náminu er sýningarvettvangur þar sem útskriftanemarnir láta ljós sitt skína frammi fyrir hákörlunum í bransanum. „Þetta er bara hluti af náminu og fylgir starfinu. Annar helmingurinn er list en hinn bisness.“ Hátt í fjögur hundruð umboðsmenn og svokallaðir „casting directors eða leikarastjórar mæta á þessar sýningar í bæði Los Angeles og New York. Þeir mæla útskriftarnemana út, meta hverjir muni eiga upp á pallborðið og hverjir ekki. „Við byrjum 4. apríl hérna í New York og fljúgum síðan til Los Angeles tveimur vikum seinna. Síðan eru einhver fundahöld í kringum þetta og annað slíkt.“ Þorvaldur vill þó ekki gera of mikið úr þessum sýningum, segir þetta svipað og aðrir háskólar geri fyrir sína nemendur; þeir reyni að mynda brú milli atvinnulífsins og skólans. „Út á þetta gengur þetta, að koma sér á framfæri og mynda tengsl.“ Þorvaldur hefur verið að leika í nokkrum sýningum á vegum skólans og segist hafa fundið fyrir smá áhuga á sér. Hann hefur átt nokkra fundi með umboðsmönnum, án þess þó að vera með neitt fast í hendi. Hann býst allt eins við því að ílengjast í New York eftir að námi lýkur, hann segir að sér líði vel í Stóra eplinu og hann er búinn að trúlofast kærustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu. Þorvaldur þarf reyndar að koma heim til Íslands á þessu ári því hann leikur Stebba sækó í kvikmyndinni Svartur á leik. Og svo er hann að fara að frumsýna óperu í Juilliard-leikhúsinu. „Hún gerist reyndar á Íslandi í kringum 1890. Ég samdi handritið og vinur minn í skólanum sér um tónlistina.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira
„Þetta er byggt upp á tveggja manna senum og er svona aðaldæmið á lokaárinu,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leiklistarnemi. Hann er á lokaári sínu í Juilliard-háskólanum í New York og fram undan eru því síðustu dagarnir í skóla. Einn hluti af náminu er sýningarvettvangur þar sem útskriftanemarnir láta ljós sitt skína frammi fyrir hákörlunum í bransanum. „Þetta er bara hluti af náminu og fylgir starfinu. Annar helmingurinn er list en hinn bisness.“ Hátt í fjögur hundruð umboðsmenn og svokallaðir „casting directors eða leikarastjórar mæta á þessar sýningar í bæði Los Angeles og New York. Þeir mæla útskriftarnemana út, meta hverjir muni eiga upp á pallborðið og hverjir ekki. „Við byrjum 4. apríl hérna í New York og fljúgum síðan til Los Angeles tveimur vikum seinna. Síðan eru einhver fundahöld í kringum þetta og annað slíkt.“ Þorvaldur vill þó ekki gera of mikið úr þessum sýningum, segir þetta svipað og aðrir háskólar geri fyrir sína nemendur; þeir reyni að mynda brú milli atvinnulífsins og skólans. „Út á þetta gengur þetta, að koma sér á framfæri og mynda tengsl.“ Þorvaldur hefur verið að leika í nokkrum sýningum á vegum skólans og segist hafa fundið fyrir smá áhuga á sér. Hann hefur átt nokkra fundi með umboðsmönnum, án þess þó að vera með neitt fast í hendi. Hann býst allt eins við því að ílengjast í New York eftir að námi lýkur, hann segir að sér líði vel í Stóra eplinu og hann er búinn að trúlofast kærustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu. Þorvaldur þarf reyndar að koma heim til Íslands á þessu ári því hann leikur Stebba sækó í kvikmyndinni Svartur á leik. Og svo er hann að fara að frumsýna óperu í Juilliard-leikhúsinu. „Hún gerist reyndar á Íslandi í kringum 1890. Ég samdi handritið og vinur minn í skólanum sér um tónlistina.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira