Óttast að um 100 manns hafi látist 23. febrúar 2011 07:00 Hera Hjartardóttir Björgunarsveitir og hermenn leituðu enn að fólki í húsarústum í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi í gærkvöldi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir um miðnætti að íslenskum tíma á mánudagskvöld. Í gærkvöldi höfðu 38 fundist látnir í rústum borgarinnar. Um tvöfalt fleiri eru taldir af og ekki útilokað að fjöldi látinna kunni að vera hærri. „Við erum í bílnum með vatn og brauð, erum að leita að bensínstöð til að fara til mömmu og pabba. En margar götur eru lokaðar og eiginlega engar bensínstöðvar opnar,“ segir tónlistarkonan Hera Hjartardóttir. Hún býr ásamt manni sínum Hirti Arasyni nálægt miðborg Christchurch. Hún segir aðstæður skelfilegar; vatn, sandur og leir hafi gosið upp úr sprungum í garðinum við hús þeirra hjóna. Húsið stendur en er rammskakkt og sprungur í veggjum. Það sama á við um borgina alla, sem Hera segir í rúst. Hún segir einn vin sinn hafa verið að snæða hádegisverð á veitingastað í borginni þegar húsið hafi hrunið niður á viðskiptavini. Hera og Hjörtur hafa heyrt í mörgum vina sinna en eiga eftir að heyra í nokkrum. Fjölskylda Heru er heil á húfi. Upptök jarðskjálftans voru um tíu kílómetrum utan borgarinnar, sem er sú næststærsta á Nýja Sjálandi, á fjögurra kílómetra dýpi. Einungis eru fimm mánuðir liðnir síðan öflugur skjálfti reið síðast yfir í nágrenni Christchurch, en um 500 hús í borginni eyðilögðust í september á síðasta ári. Sá skjálfti var öflugri, um 7,1 á Richter, en upptök hans voru fjær borginni og á mun meira dýpi en sá sem reið yfir aðfaranótt mánudags. Tugir Íslendinga búa í Christchurch, þar á meðal þrír læknar. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir ráðuneytið ekki vita til þess að nokkur Íslendingur hafi meiðst í skjálftanum. Fólk hafi verið duglegt að láta vita af sér, hvort sem það hafi verið beint frá Nýja-Sjálandi eða gegnum fjölskyldur þess hér á landi. Íbúum í Christchurch hefur verið sagt að halda sig heima við næstu þrjá sólarhringana. Margir geta það þó ekki vegna skemmda á húsum og hafa nokkur þúsund manns leitað skjóls í neyðarskýlum. sunna@frettabladid.is jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Björgunarsveitir og hermenn leituðu enn að fólki í húsarústum í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi í gærkvöldi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir um miðnætti að íslenskum tíma á mánudagskvöld. Í gærkvöldi höfðu 38 fundist látnir í rústum borgarinnar. Um tvöfalt fleiri eru taldir af og ekki útilokað að fjöldi látinna kunni að vera hærri. „Við erum í bílnum með vatn og brauð, erum að leita að bensínstöð til að fara til mömmu og pabba. En margar götur eru lokaðar og eiginlega engar bensínstöðvar opnar,“ segir tónlistarkonan Hera Hjartardóttir. Hún býr ásamt manni sínum Hirti Arasyni nálægt miðborg Christchurch. Hún segir aðstæður skelfilegar; vatn, sandur og leir hafi gosið upp úr sprungum í garðinum við hús þeirra hjóna. Húsið stendur en er rammskakkt og sprungur í veggjum. Það sama á við um borgina alla, sem Hera segir í rúst. Hún segir einn vin sinn hafa verið að snæða hádegisverð á veitingastað í borginni þegar húsið hafi hrunið niður á viðskiptavini. Hera og Hjörtur hafa heyrt í mörgum vina sinna en eiga eftir að heyra í nokkrum. Fjölskylda Heru er heil á húfi. Upptök jarðskjálftans voru um tíu kílómetrum utan borgarinnar, sem er sú næststærsta á Nýja Sjálandi, á fjögurra kílómetra dýpi. Einungis eru fimm mánuðir liðnir síðan öflugur skjálfti reið síðast yfir í nágrenni Christchurch, en um 500 hús í borginni eyðilögðust í september á síðasta ári. Sá skjálfti var öflugri, um 7,1 á Richter, en upptök hans voru fjær borginni og á mun meira dýpi en sá sem reið yfir aðfaranótt mánudags. Tugir Íslendinga búa í Christchurch, þar á meðal þrír læknar. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir ráðuneytið ekki vita til þess að nokkur Íslendingur hafi meiðst í skjálftanum. Fólk hafi verið duglegt að láta vita af sér, hvort sem það hafi verið beint frá Nýja-Sjálandi eða gegnum fjölskyldur þess hér á landi. Íbúum í Christchurch hefur verið sagt að halda sig heima við næstu þrjá sólarhringana. Margir geta það þó ekki vegna skemmda á húsum og hafa nokkur þúsund manns leitað skjóls í neyðarskýlum. sunna@frettabladid.is jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira