Óttast að um 100 manns hafi látist 23. febrúar 2011 07:00 Hera Hjartardóttir Björgunarsveitir og hermenn leituðu enn að fólki í húsarústum í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi í gærkvöldi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir um miðnætti að íslenskum tíma á mánudagskvöld. Í gærkvöldi höfðu 38 fundist látnir í rústum borgarinnar. Um tvöfalt fleiri eru taldir af og ekki útilokað að fjöldi látinna kunni að vera hærri. „Við erum í bílnum með vatn og brauð, erum að leita að bensínstöð til að fara til mömmu og pabba. En margar götur eru lokaðar og eiginlega engar bensínstöðvar opnar,“ segir tónlistarkonan Hera Hjartardóttir. Hún býr ásamt manni sínum Hirti Arasyni nálægt miðborg Christchurch. Hún segir aðstæður skelfilegar; vatn, sandur og leir hafi gosið upp úr sprungum í garðinum við hús þeirra hjóna. Húsið stendur en er rammskakkt og sprungur í veggjum. Það sama á við um borgina alla, sem Hera segir í rúst. Hún segir einn vin sinn hafa verið að snæða hádegisverð á veitingastað í borginni þegar húsið hafi hrunið niður á viðskiptavini. Hera og Hjörtur hafa heyrt í mörgum vina sinna en eiga eftir að heyra í nokkrum. Fjölskylda Heru er heil á húfi. Upptök jarðskjálftans voru um tíu kílómetrum utan borgarinnar, sem er sú næststærsta á Nýja Sjálandi, á fjögurra kílómetra dýpi. Einungis eru fimm mánuðir liðnir síðan öflugur skjálfti reið síðast yfir í nágrenni Christchurch, en um 500 hús í borginni eyðilögðust í september á síðasta ári. Sá skjálfti var öflugri, um 7,1 á Richter, en upptök hans voru fjær borginni og á mun meira dýpi en sá sem reið yfir aðfaranótt mánudags. Tugir Íslendinga búa í Christchurch, þar á meðal þrír læknar. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir ráðuneytið ekki vita til þess að nokkur Íslendingur hafi meiðst í skjálftanum. Fólk hafi verið duglegt að láta vita af sér, hvort sem það hafi verið beint frá Nýja-Sjálandi eða gegnum fjölskyldur þess hér á landi. Íbúum í Christchurch hefur verið sagt að halda sig heima við næstu þrjá sólarhringana. Margir geta það þó ekki vegna skemmda á húsum og hafa nokkur þúsund manns leitað skjóls í neyðarskýlum. sunna@frettabladid.is jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Björgunarsveitir og hermenn leituðu enn að fólki í húsarústum í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi í gærkvöldi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir um miðnætti að íslenskum tíma á mánudagskvöld. Í gærkvöldi höfðu 38 fundist látnir í rústum borgarinnar. Um tvöfalt fleiri eru taldir af og ekki útilokað að fjöldi látinna kunni að vera hærri. „Við erum í bílnum með vatn og brauð, erum að leita að bensínstöð til að fara til mömmu og pabba. En margar götur eru lokaðar og eiginlega engar bensínstöðvar opnar,“ segir tónlistarkonan Hera Hjartardóttir. Hún býr ásamt manni sínum Hirti Arasyni nálægt miðborg Christchurch. Hún segir aðstæður skelfilegar; vatn, sandur og leir hafi gosið upp úr sprungum í garðinum við hús þeirra hjóna. Húsið stendur en er rammskakkt og sprungur í veggjum. Það sama á við um borgina alla, sem Hera segir í rúst. Hún segir einn vin sinn hafa verið að snæða hádegisverð á veitingastað í borginni þegar húsið hafi hrunið niður á viðskiptavini. Hera og Hjörtur hafa heyrt í mörgum vina sinna en eiga eftir að heyra í nokkrum. Fjölskylda Heru er heil á húfi. Upptök jarðskjálftans voru um tíu kílómetrum utan borgarinnar, sem er sú næststærsta á Nýja Sjálandi, á fjögurra kílómetra dýpi. Einungis eru fimm mánuðir liðnir síðan öflugur skjálfti reið síðast yfir í nágrenni Christchurch, en um 500 hús í borginni eyðilögðust í september á síðasta ári. Sá skjálfti var öflugri, um 7,1 á Richter, en upptök hans voru fjær borginni og á mun meira dýpi en sá sem reið yfir aðfaranótt mánudags. Tugir Íslendinga búa í Christchurch, þar á meðal þrír læknar. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir ráðuneytið ekki vita til þess að nokkur Íslendingur hafi meiðst í skjálftanum. Fólk hafi verið duglegt að láta vita af sér, hvort sem það hafi verið beint frá Nýja-Sjálandi eða gegnum fjölskyldur þess hér á landi. Íbúum í Christchurch hefur verið sagt að halda sig heima við næstu þrjá sólarhringana. Margir geta það þó ekki vegna skemmda á húsum og hafa nokkur þúsund manns leitað skjóls í neyðarskýlum. sunna@frettabladid.is jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira