Baltasar Kormákur kominn með hús í New Orleans 27. janúar 2011 09:00 Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur segir að tökur á endurgerð Reykjavík-Rotterdam gangi vel í New Orleans. Samstarf hans og stórstjörnunnar Mark Wahlberg hefur verið með ágætum. Fréttablaðið/Anton „Okkur hefur gengið mjög vel. Við erum komin vel inn í aðra viku og það er allt á plani, bæði hvað varðar tökur og fjárhagsáætlun, þannig að ég gæti ekki verið sáttari," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Hann er nú staddur í New Orleans þar sem tökur á Contraband, amerísku útgáfunni af Reykjavík-Rotterdam, standa yfir. Baltasar er kominn með hús í borginni enda segist hann ekki geta hugsað þá hugsun til enda að búa á hóteli í allan þennan tíma. „Og maður fer bara heim strax eftir vinnu til að sofa enda langir vinnudagar, það eru tökur í tólf tíma og svo tekur alltaf sinn tíma að undirbúa allt. Ef maður á síðan frí er maður bara að skipuleggja næstu daga." Baltasar er núna einn úti á meðan fjölskyldan er heima á Íslandi. Hann segir það vissulega erfitt. „Þau voru hérna hjá mér á meðan undirbúningurinn var í fullum gangi, fóru í skóla í New Orleans og lærðu smá ensku. Sem var bara gott," segir Baltasar. Hann ber New Orleans vel söguna. „Það er flottur „fílingur" í borginni, hún er mun nær Evrópu en aðrar amerískar borgir, það er blús í loftinu en ekki þessi vanillulykt eins og í mörgum öðrum bandarískum borgum." Þótt Baltasar sé eini Íslendingurinn á tökustað, enn sem komið er, er hann ekki alveg yfirgefinn. „Elísabet Ronaldsdóttir grófklippir efnið með mér og svo er Aron Hjartarson frá eftirvinnslufyrirtækinu Framestore að fylgjast með. Íslenska útibúið mun sjá um eftirvinnslu myndarinnar þegar þar að kemur og það er auðvitað frábært fyrir mig að geta fylgst með því heima á Íslandi." Baltasar kveðst annars ekki hafa yfir neinu að kvarta en kveðst þó sakna íslenskunnar, það geti stundum tekið á að gefa skipanir á ensku alla daga. Eins og margoft hefur komið fram leikur Mark Wahlberg aðalhlutverkið í myndinni en hann er einnig einn af framleiðendum myndarinnar. Baltasar segir samstarfið við stórstjörnuna hafa gengið vonum framar, Wahlberg hafi í einu orði sagt verið frábær. Leikarinn hefur engu að síður haft í mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð ársins því kvikmynd hans The Fighter, sem hann leikur bæði aðalhlutverkið í og framleiðir, hefur verið tilnefnd til allra helstu kvikmyndaverðlauna Bandaríkjanna: Golden Globe og nú síðast Óskarsverðlauna en þar var hún tilnefnd til sjö verðlauna, þar á meðal sem besta myndin. „Hann er búinn að vera mikið á ferðinni, flýgur til Los Angeles á föstudagskvöldum og kemur aftur á sunnudögum. En þetta er auðvitað alveg frábært fyrir hann og hann er búinn að eiga virkilega gott ár." freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Sjá meira
„Okkur hefur gengið mjög vel. Við erum komin vel inn í aðra viku og það er allt á plani, bæði hvað varðar tökur og fjárhagsáætlun, þannig að ég gæti ekki verið sáttari," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Hann er nú staddur í New Orleans þar sem tökur á Contraband, amerísku útgáfunni af Reykjavík-Rotterdam, standa yfir. Baltasar er kominn með hús í borginni enda segist hann ekki geta hugsað þá hugsun til enda að búa á hóteli í allan þennan tíma. „Og maður fer bara heim strax eftir vinnu til að sofa enda langir vinnudagar, það eru tökur í tólf tíma og svo tekur alltaf sinn tíma að undirbúa allt. Ef maður á síðan frí er maður bara að skipuleggja næstu daga." Baltasar er núna einn úti á meðan fjölskyldan er heima á Íslandi. Hann segir það vissulega erfitt. „Þau voru hérna hjá mér á meðan undirbúningurinn var í fullum gangi, fóru í skóla í New Orleans og lærðu smá ensku. Sem var bara gott," segir Baltasar. Hann ber New Orleans vel söguna. „Það er flottur „fílingur" í borginni, hún er mun nær Evrópu en aðrar amerískar borgir, það er blús í loftinu en ekki þessi vanillulykt eins og í mörgum öðrum bandarískum borgum." Þótt Baltasar sé eini Íslendingurinn á tökustað, enn sem komið er, er hann ekki alveg yfirgefinn. „Elísabet Ronaldsdóttir grófklippir efnið með mér og svo er Aron Hjartarson frá eftirvinnslufyrirtækinu Framestore að fylgjast með. Íslenska útibúið mun sjá um eftirvinnslu myndarinnar þegar þar að kemur og það er auðvitað frábært fyrir mig að geta fylgst með því heima á Íslandi." Baltasar kveðst annars ekki hafa yfir neinu að kvarta en kveðst þó sakna íslenskunnar, það geti stundum tekið á að gefa skipanir á ensku alla daga. Eins og margoft hefur komið fram leikur Mark Wahlberg aðalhlutverkið í myndinni en hann er einnig einn af framleiðendum myndarinnar. Baltasar segir samstarfið við stórstjörnuna hafa gengið vonum framar, Wahlberg hafi í einu orði sagt verið frábær. Leikarinn hefur engu að síður haft í mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð ársins því kvikmynd hans The Fighter, sem hann leikur bæði aðalhlutverkið í og framleiðir, hefur verið tilnefnd til allra helstu kvikmyndaverðlauna Bandaríkjanna: Golden Globe og nú síðast Óskarsverðlauna en þar var hún tilnefnd til sjö verðlauna, þar á meðal sem besta myndin. „Hann er búinn að vera mikið á ferðinni, flýgur til Los Angeles á föstudagskvöldum og kemur aftur á sunnudögum. En þetta er auðvitað alveg frábært fyrir hann og hann er búinn að eiga virkilega gott ár." freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Sjá meira