Baltasar Kormákur kominn með hús í New Orleans 27. janúar 2011 09:00 Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur segir að tökur á endurgerð Reykjavík-Rotterdam gangi vel í New Orleans. Samstarf hans og stórstjörnunnar Mark Wahlberg hefur verið með ágætum. Fréttablaðið/Anton „Okkur hefur gengið mjög vel. Við erum komin vel inn í aðra viku og það er allt á plani, bæði hvað varðar tökur og fjárhagsáætlun, þannig að ég gæti ekki verið sáttari," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Hann er nú staddur í New Orleans þar sem tökur á Contraband, amerísku útgáfunni af Reykjavík-Rotterdam, standa yfir. Baltasar er kominn með hús í borginni enda segist hann ekki geta hugsað þá hugsun til enda að búa á hóteli í allan þennan tíma. „Og maður fer bara heim strax eftir vinnu til að sofa enda langir vinnudagar, það eru tökur í tólf tíma og svo tekur alltaf sinn tíma að undirbúa allt. Ef maður á síðan frí er maður bara að skipuleggja næstu daga." Baltasar er núna einn úti á meðan fjölskyldan er heima á Íslandi. Hann segir það vissulega erfitt. „Þau voru hérna hjá mér á meðan undirbúningurinn var í fullum gangi, fóru í skóla í New Orleans og lærðu smá ensku. Sem var bara gott," segir Baltasar. Hann ber New Orleans vel söguna. „Það er flottur „fílingur" í borginni, hún er mun nær Evrópu en aðrar amerískar borgir, það er blús í loftinu en ekki þessi vanillulykt eins og í mörgum öðrum bandarískum borgum." Þótt Baltasar sé eini Íslendingurinn á tökustað, enn sem komið er, er hann ekki alveg yfirgefinn. „Elísabet Ronaldsdóttir grófklippir efnið með mér og svo er Aron Hjartarson frá eftirvinnslufyrirtækinu Framestore að fylgjast með. Íslenska útibúið mun sjá um eftirvinnslu myndarinnar þegar þar að kemur og það er auðvitað frábært fyrir mig að geta fylgst með því heima á Íslandi." Baltasar kveðst annars ekki hafa yfir neinu að kvarta en kveðst þó sakna íslenskunnar, það geti stundum tekið á að gefa skipanir á ensku alla daga. Eins og margoft hefur komið fram leikur Mark Wahlberg aðalhlutverkið í myndinni en hann er einnig einn af framleiðendum myndarinnar. Baltasar segir samstarfið við stórstjörnuna hafa gengið vonum framar, Wahlberg hafi í einu orði sagt verið frábær. Leikarinn hefur engu að síður haft í mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð ársins því kvikmynd hans The Fighter, sem hann leikur bæði aðalhlutverkið í og framleiðir, hefur verið tilnefnd til allra helstu kvikmyndaverðlauna Bandaríkjanna: Golden Globe og nú síðast Óskarsverðlauna en þar var hún tilnefnd til sjö verðlauna, þar á meðal sem besta myndin. „Hann er búinn að vera mikið á ferðinni, flýgur til Los Angeles á föstudagskvöldum og kemur aftur á sunnudögum. En þetta er auðvitað alveg frábært fyrir hann og hann er búinn að eiga virkilega gott ár." freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Okkur hefur gengið mjög vel. Við erum komin vel inn í aðra viku og það er allt á plani, bæði hvað varðar tökur og fjárhagsáætlun, þannig að ég gæti ekki verið sáttari," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Hann er nú staddur í New Orleans þar sem tökur á Contraband, amerísku útgáfunni af Reykjavík-Rotterdam, standa yfir. Baltasar er kominn með hús í borginni enda segist hann ekki geta hugsað þá hugsun til enda að búa á hóteli í allan þennan tíma. „Og maður fer bara heim strax eftir vinnu til að sofa enda langir vinnudagar, það eru tökur í tólf tíma og svo tekur alltaf sinn tíma að undirbúa allt. Ef maður á síðan frí er maður bara að skipuleggja næstu daga." Baltasar er núna einn úti á meðan fjölskyldan er heima á Íslandi. Hann segir það vissulega erfitt. „Þau voru hérna hjá mér á meðan undirbúningurinn var í fullum gangi, fóru í skóla í New Orleans og lærðu smá ensku. Sem var bara gott," segir Baltasar. Hann ber New Orleans vel söguna. „Það er flottur „fílingur" í borginni, hún er mun nær Evrópu en aðrar amerískar borgir, það er blús í loftinu en ekki þessi vanillulykt eins og í mörgum öðrum bandarískum borgum." Þótt Baltasar sé eini Íslendingurinn á tökustað, enn sem komið er, er hann ekki alveg yfirgefinn. „Elísabet Ronaldsdóttir grófklippir efnið með mér og svo er Aron Hjartarson frá eftirvinnslufyrirtækinu Framestore að fylgjast með. Íslenska útibúið mun sjá um eftirvinnslu myndarinnar þegar þar að kemur og það er auðvitað frábært fyrir mig að geta fylgst með því heima á Íslandi." Baltasar kveðst annars ekki hafa yfir neinu að kvarta en kveðst þó sakna íslenskunnar, það geti stundum tekið á að gefa skipanir á ensku alla daga. Eins og margoft hefur komið fram leikur Mark Wahlberg aðalhlutverkið í myndinni en hann er einnig einn af framleiðendum myndarinnar. Baltasar segir samstarfið við stórstjörnuna hafa gengið vonum framar, Wahlberg hafi í einu orði sagt verið frábær. Leikarinn hefur engu að síður haft í mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð ársins því kvikmynd hans The Fighter, sem hann leikur bæði aðalhlutverkið í og framleiðir, hefur verið tilnefnd til allra helstu kvikmyndaverðlauna Bandaríkjanna: Golden Globe og nú síðast Óskarsverðlauna en þar var hún tilnefnd til sjö verðlauna, þar á meðal sem besta myndin. „Hann er búinn að vera mikið á ferðinni, flýgur til Los Angeles á föstudagskvöldum og kemur aftur á sunnudögum. En þetta er auðvitað alveg frábært fyrir hann og hann er búinn að eiga virkilega gott ár." freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira