Handbolti

Akureyri mætir Val í úrslitum bikarsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Akureyri er komið í bikarúrslit í fyrsta skipti í stuttri sögu félagsins.
Akureyri er komið í bikarúrslit í fyrsta skipti í stuttri sögu félagsins.

Akureyri er komið í úrslit Eimskipsbikarkeppninnar eftir sanngjarnan sigur, 23-20, á FH á Akureyri í kvöld. Akureyri mætir Val í úrslitum.

Akureyri var með yfirhöndina allan leikinn og leiddi með fjórum mörkum, 13-9, í hálfleik en liðið náði samt mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik, 10-4.

Í síðari hálfleik náði Akureyri sjö marka forskoti, 20-13, en þá kom FH til baka. Með mikilli baráttu náði FH að minnka muninn í eitt mark, 21-20, en nær komst FH ekki.

Sveinbjörn Pétursson var frábær í marki Akureyringa og varði 20 skot. Hinum meginv örðu markverðir FH aðeins 7 skot.

Bjarni Fritzson gerði sínum gömlu félögum í FH lífið leitt og skoraði níu mörk í tíu skotum. Ásbjörn Friðriksson og Ólafur Guðmundsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir FH.

Akureyri-FH 23-20 (13-9)

Mörk Akureyri (skot): Bjarni Fritzson 9/2 (10/2), Heimir Örn Árnason 5 (6), Oddur Gretarsson 5 (6), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (10), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (2).

Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1.

Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2, Oddur 2).

Utan vallar: 8 mín.

Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 5/1 (11/2), Ólafur Guðmundsson 5 (12), Halldór Guðjónsson 3 (7), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Baldvin Þorsteinsson 2 (6), Ólafur Gústafsson 1 (5).

Varin skot: Daníel Andrésson 5, Pálmar Pétursson 2.

Hraðaupphlaup: 4 (Ólafur, Baldvin, Halldór, Ásbjörn).

Utan vallar: 2 mín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×