Teitur: Erfitt að lenda á móti KR-ingunum á svona degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2011 22:00 Stjörnumenn töpuðu með 19 stigum á heimavelli á móti KR í Iceland Express deild karla í kvöld. Liðið lenti 22 stigum undir í upphafi leiksins, vann sig inn í leikinn aftur en hafði síðan ekki orku í lokasprettinn og missti því KR-inga aftur frá sér sem unnu 95-76. „Byrjunin gerði okkur hræðilega erfitt fyrir en ég vil meina að munurinn í byrjun hafi verið óeðlilegur. Þeir voru að hitta úr rosalegum skotum á meðan við vorum að brenna úr galopnum skotum. Munurinn fór upp í 21-22 sitg sem sló okkur dálítið. Það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp en við náðum þessu niður í 4 stig en þetta hafðist ekki því miður," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. Teitur telfdi fram Eistanum Renato Lindmets sem skoraði 16 stig og tók 10 fráköst í sínum fyrsta leik. „Ég var mjög sáttur með nýja strákinn. Hann er agressívur og kemur sér á vítalínuna. Hann á örugglega eftir að hjálpa okkur. Hann kom bara seinni partinn í gær og er því ekki inni í neinum hlutum hjá okkur," sagði Teitur. Hann hafði skýringar á því af hverju Jovan Zdravevski var stigalaus á 29 mínútum. „Jovan er veikur. Hann var að spila sárlasinn og kemur bara sterkari inn í næsta leik," sagði Teitur. „Það jákvæða er það sem þessi nýi maður sýndi og mér sýnist það deginum ljósara að hann verði hérna hjá okkur og klári þetta tímabil. Núna taka við vika-tíu dagar þar sem við fáum tíma til að slípa þetta hjá okkur og koma honum inn í þetta. Það er alveg greinilegt að við verðum sterkari," sagði Teitur. „Það var erfitt að lenda á móti KR-ingunum á svona degi. Pavel var frábær og Marcus var líka frábær þrátt fyrir villuvandræðin. Brynjar var mjög góður og skynsamur auk þess að skora þessi stig í fjórða leikhluta sem naglarnir sjá um. Það var því erfitt að hitta á þá á svona degi og við áttum þannig lagað ekkert meira skilið," sagði Teitur en hans menn gerðu þó vel í að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa lent 28-6 undir í upphafi. „Það fór svo ofboðslega mikil orka í að vinna upp svona mun en ég var ánægður með að við reyndum það og gáfum okkur með því möguleika í þessum leik. Svo gerum við hörmuleg mistök á einmitt þeim tímapunkti þegar við hefðum getað náð þessu niður í tvö til þrjústig. Við áttum þá möguleika og hefðum getað sett á þá meiri pressu," sagði Teitur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Stjörnumenn töpuðu með 19 stigum á heimavelli á móti KR í Iceland Express deild karla í kvöld. Liðið lenti 22 stigum undir í upphafi leiksins, vann sig inn í leikinn aftur en hafði síðan ekki orku í lokasprettinn og missti því KR-inga aftur frá sér sem unnu 95-76. „Byrjunin gerði okkur hræðilega erfitt fyrir en ég vil meina að munurinn í byrjun hafi verið óeðlilegur. Þeir voru að hitta úr rosalegum skotum á meðan við vorum að brenna úr galopnum skotum. Munurinn fór upp í 21-22 sitg sem sló okkur dálítið. Það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp en við náðum þessu niður í 4 stig en þetta hafðist ekki því miður," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. Teitur telfdi fram Eistanum Renato Lindmets sem skoraði 16 stig og tók 10 fráköst í sínum fyrsta leik. „Ég var mjög sáttur með nýja strákinn. Hann er agressívur og kemur sér á vítalínuna. Hann á örugglega eftir að hjálpa okkur. Hann kom bara seinni partinn í gær og er því ekki inni í neinum hlutum hjá okkur," sagði Teitur. Hann hafði skýringar á því af hverju Jovan Zdravevski var stigalaus á 29 mínútum. „Jovan er veikur. Hann var að spila sárlasinn og kemur bara sterkari inn í næsta leik," sagði Teitur. „Það jákvæða er það sem þessi nýi maður sýndi og mér sýnist það deginum ljósara að hann verði hérna hjá okkur og klári þetta tímabil. Núna taka við vika-tíu dagar þar sem við fáum tíma til að slípa þetta hjá okkur og koma honum inn í þetta. Það er alveg greinilegt að við verðum sterkari," sagði Teitur. „Það var erfitt að lenda á móti KR-ingunum á svona degi. Pavel var frábær og Marcus var líka frábær þrátt fyrir villuvandræðin. Brynjar var mjög góður og skynsamur auk þess að skora þessi stig í fjórða leikhluta sem naglarnir sjá um. Það var því erfitt að hitta á þá á svona degi og við áttum þannig lagað ekkert meira skilið," sagði Teitur en hans menn gerðu þó vel í að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa lent 28-6 undir í upphafi. „Það fór svo ofboðslega mikil orka í að vinna upp svona mun en ég var ánægður með að við reyndum það og gáfum okkur með því möguleika í þessum leik. Svo gerum við hörmuleg mistök á einmitt þeim tímapunkti þegar við hefðum getað náð þessu niður í tvö til þrjústig. Við áttum þá möguleika og hefðum getað sett á þá meiri pressu," sagði Teitur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum