Umfjöllun: Sveinbjörn tryggði Akureyri sigur Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 17. febrúar 2011 19:47 Akureyringar eru enn efstir í deildinni. Fréttablaðið Mögnuð markvarsla frá Sveinbirni Péturssyni tryggði Akureyri ótrúlegan eins marks sigur á FH í N1-deild karla í kvöld. Hann varði úr dauðafæri frá Ólafi Guðmundssyni á lokasekúndunni og sá til þess að Akureyri vann eins marks sigur, 25-24. Akureyringar hefðu getað leitt með meira en fjórum mörkum í hálfleik. Þeir spiluðu frábæra vörn og Sveinbjörn varði þrettán skot í fyrri hálfleik. Liðið fór nokkrum sinnum mjög illa með boltann í sókninni. Vörnin var aftur á móti aðalsmerki liðsins eins og svo oft áður. Guðlaugur Arnarsson fór þar fremstur í flokki, ásamt Heimi, sem var töluvert betri í vörn en sókn í fyrri hálfleiknum. Á meðan vantaði allt hugmyndaflug í sókn FH og flæðið var lítið sem ekkert. Akureyri var 10-5 yfir eftir 20 mínútur og leiddi svo 13-9 í hálfleik. Akureyringar virtust ætla að keyra yfir FH í upphafi seinni hálfleiks og náðu sex marka forskoti, 16-10. En FH gafst ekki upp og minnkaði muninn meðal annars í þrjú mörk, 19-16. Þá var síðari hálfleikur hálfnaður. FH minnkaði muninn niður í eitt mark þegar fimm mínútur lifðu leiks. Kæruleysi Akureyringa var algjört og sóknin þeirra hrundi. Að sama skapi datt vörnin líka niðurog þrátt fyrir fína innkomu Stefáns Guðnasonar skoraði FH grimmt. Liðin skiptust á að skora en Akureyri var alltaf á undan. Þegar tvær mínútur lifðu leiks var Akureyri tveimur mörkum yfir, tapaði boltanum og FH skoraði. Ein og half mínúta eftir og Akureyri í sókn, einu marki yfir. Pálmar varði eftir langa sókn, hálf mínúta eftir og FH með boltann, marki undir. Ólafur Guðmundsson spólaði sig í gegn en Sveinbjörn varði hreint fáránlega og tryggði Akureyri magnaðan eins marks sigur. Lokatölur 25-24. Sveinbjörn er hetjan í dag en karakter Akureyringa var aðalsmerki liðsins. FH var aftur á móti lengi í gang og hlýtur þetta að vera áhyggjuefni fyrir Kristján Arason þjálfara. Liðið spilaði af eðlilegri getur í um 20 mínútur, ekki meira en það.Akureyri - FH 25-24 (13-9)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/3 (16), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (12), Oddur Gretarsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (6), Daníel Einarsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20 (37) 54%, Stefán U. Guðnason 4 (10) 40%.Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Guðmundur 2, Guðlaugur, Bjarni).Fiskuð víti: 3 (Oddur, Daníel, Guðmundur).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 7/4 (9), Ólafur Guðmundsson 5 (15), Örn Ingi Bjarkason 4 (14), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Atli Steinþórsson 2 (5), Ólafur Gústafsson 2 (8), Ari Þorgeirsson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 16 (40) 40%, Daníel Andrésson 0 (1) %. Hraðaupphlaup: 3 (Ólafur Guðmundsson 3)Fiskuð víti: 4 (Baldvin, Örn, Atli, Ásbjörn).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Sæmilegir. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira
Mögnuð markvarsla frá Sveinbirni Péturssyni tryggði Akureyri ótrúlegan eins marks sigur á FH í N1-deild karla í kvöld. Hann varði úr dauðafæri frá Ólafi Guðmundssyni á lokasekúndunni og sá til þess að Akureyri vann eins marks sigur, 25-24. Akureyringar hefðu getað leitt með meira en fjórum mörkum í hálfleik. Þeir spiluðu frábæra vörn og Sveinbjörn varði þrettán skot í fyrri hálfleik. Liðið fór nokkrum sinnum mjög illa með boltann í sókninni. Vörnin var aftur á móti aðalsmerki liðsins eins og svo oft áður. Guðlaugur Arnarsson fór þar fremstur í flokki, ásamt Heimi, sem var töluvert betri í vörn en sókn í fyrri hálfleiknum. Á meðan vantaði allt hugmyndaflug í sókn FH og flæðið var lítið sem ekkert. Akureyri var 10-5 yfir eftir 20 mínútur og leiddi svo 13-9 í hálfleik. Akureyringar virtust ætla að keyra yfir FH í upphafi seinni hálfleiks og náðu sex marka forskoti, 16-10. En FH gafst ekki upp og minnkaði muninn meðal annars í þrjú mörk, 19-16. Þá var síðari hálfleikur hálfnaður. FH minnkaði muninn niður í eitt mark þegar fimm mínútur lifðu leiks. Kæruleysi Akureyringa var algjört og sóknin þeirra hrundi. Að sama skapi datt vörnin líka niðurog þrátt fyrir fína innkomu Stefáns Guðnasonar skoraði FH grimmt. Liðin skiptust á að skora en Akureyri var alltaf á undan. Þegar tvær mínútur lifðu leiks var Akureyri tveimur mörkum yfir, tapaði boltanum og FH skoraði. Ein og half mínúta eftir og Akureyri í sókn, einu marki yfir. Pálmar varði eftir langa sókn, hálf mínúta eftir og FH með boltann, marki undir. Ólafur Guðmundsson spólaði sig í gegn en Sveinbjörn varði hreint fáránlega og tryggði Akureyri magnaðan eins marks sigur. Lokatölur 25-24. Sveinbjörn er hetjan í dag en karakter Akureyringa var aðalsmerki liðsins. FH var aftur á móti lengi í gang og hlýtur þetta að vera áhyggjuefni fyrir Kristján Arason þjálfara. Liðið spilaði af eðlilegri getur í um 20 mínútur, ekki meira en það.Akureyri - FH 25-24 (13-9)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/3 (16), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (12), Oddur Gretarsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (6), Daníel Einarsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20 (37) 54%, Stefán U. Guðnason 4 (10) 40%.Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Guðmundur 2, Guðlaugur, Bjarni).Fiskuð víti: 3 (Oddur, Daníel, Guðmundur).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 7/4 (9), Ólafur Guðmundsson 5 (15), Örn Ingi Bjarkason 4 (14), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Atli Steinþórsson 2 (5), Ólafur Gústafsson 2 (8), Ari Þorgeirsson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 16 (40) 40%, Daníel Andrésson 0 (1) %. Hraðaupphlaup: 3 (Ólafur Guðmundsson 3)Fiskuð víti: 4 (Baldvin, Örn, Atli, Ásbjörn).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Sæmilegir.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira