Sterk stjórn eða veik? Svavar Gestsson skrifar 5. janúar 2011 06:00 Það er sagt að ríkisstjórnin sé veik. Hundrað sinnum hafa birst myndir af atkvæðaskjánum í þinginu sem sýnir þrjátíu og tvo og þrjátíu og einn. Þessar myndir líta út eins og fjárlögin hafi verið afgreidd með eins atkvæðis meirihluta. Og alls konar spóaleggir sem eru spurðir álits í fjölmiðlum tala eins og það sé kjarni málsins: Eins atkvæðis meirihluti. En þetta er rangt og aftur rangt: Fjárlögin voru afgreidd með þrjátíu og tveimur SAMHLJÓÐA atkvæðum. Þrjátíu og einn greiddi ekki atkvæði - þrjátíu og einn sat hjá. Þessi minnihluti nær ekki saman. Hann situr hjá um fjárlögin. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin hefur komið öllum sínum málum í gegnum þingið. Forsetinn breytti að vísu farvegi Icesave-málsins; um það mun undirritaður fjalla síðar. En ríkisstjórnin kom Icesave-málinu í gegnum þingið með venjulegum meirihluta. Það er kjarni þess máls. Hvað eftir annað hafa ríkisstjórnir staðið knappar en þessi ríkisstjórn sem nú situr. Stundum valt vantraust á einu atkvæði, stundum réð varaþingmaður úrslitum og tryggði stjórn meirihluta. Allar upphrópanirnar núna um tæpan þingmeirihluta eru ýktar og tilefnislausar. Ríkisstjórnin situr og það bendir ekkert til annars en hún sitji út kjörtímabilið; það eina sem gæti breytt því er stjórnarliðið sjálft. Að það gefist upp á lokasprettinum. Enginn stjórnarliði vill þó enn láta það um sig spyrjast að hann/hún hafi stytt líf þessarar ríkisstjórnar. Sá stjórnarliði sem gefst upp við verkefnin hefur enn ekki gefið sig fram. Verkefnin fram undan eru vissulega erfið, en léttari en áður. Það er styttra í land. Icesave-málið klárast. Matarbiðraðirnar verða að hverfa. Efnahagslífið þarf að rífa upp. Kjarasamningar þurfa að takast. Ríkisstjórn sem kemur öllum sínum málum í gegnum þingið á tveimur erfiðustu árum lýðveldisins er sterk ríkisstjórn. Hún verður hins vegar veik ef talsmenn hennar trúa því að stjórnin sé veik. Það er heldur ekki endilega til bóta að ráðherrarnir haldi áfram að líkja þingmönnum hins stjórnarflokksins við húsdýr. Annars lítur árið vel út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er sagt að ríkisstjórnin sé veik. Hundrað sinnum hafa birst myndir af atkvæðaskjánum í þinginu sem sýnir þrjátíu og tvo og þrjátíu og einn. Þessar myndir líta út eins og fjárlögin hafi verið afgreidd með eins atkvæðis meirihluta. Og alls konar spóaleggir sem eru spurðir álits í fjölmiðlum tala eins og það sé kjarni málsins: Eins atkvæðis meirihluti. En þetta er rangt og aftur rangt: Fjárlögin voru afgreidd með þrjátíu og tveimur SAMHLJÓÐA atkvæðum. Þrjátíu og einn greiddi ekki atkvæði - þrjátíu og einn sat hjá. Þessi minnihluti nær ekki saman. Hann situr hjá um fjárlögin. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin hefur komið öllum sínum málum í gegnum þingið. Forsetinn breytti að vísu farvegi Icesave-málsins; um það mun undirritaður fjalla síðar. En ríkisstjórnin kom Icesave-málinu í gegnum þingið með venjulegum meirihluta. Það er kjarni þess máls. Hvað eftir annað hafa ríkisstjórnir staðið knappar en þessi ríkisstjórn sem nú situr. Stundum valt vantraust á einu atkvæði, stundum réð varaþingmaður úrslitum og tryggði stjórn meirihluta. Allar upphrópanirnar núna um tæpan þingmeirihluta eru ýktar og tilefnislausar. Ríkisstjórnin situr og það bendir ekkert til annars en hún sitji út kjörtímabilið; það eina sem gæti breytt því er stjórnarliðið sjálft. Að það gefist upp á lokasprettinum. Enginn stjórnarliði vill þó enn láta það um sig spyrjast að hann/hún hafi stytt líf þessarar ríkisstjórnar. Sá stjórnarliði sem gefst upp við verkefnin hefur enn ekki gefið sig fram. Verkefnin fram undan eru vissulega erfið, en léttari en áður. Það er styttra í land. Icesave-málið klárast. Matarbiðraðirnar verða að hverfa. Efnahagslífið þarf að rífa upp. Kjarasamningar þurfa að takast. Ríkisstjórn sem kemur öllum sínum málum í gegnum þingið á tveimur erfiðustu árum lýðveldisins er sterk ríkisstjórn. Hún verður hins vegar veik ef talsmenn hennar trúa því að stjórnin sé veik. Það er heldur ekki endilega til bóta að ráðherrarnir haldi áfram að líkja þingmönnum hins stjórnarflokksins við húsdýr. Annars lítur árið vel út.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun