Menntun hent út með baðvatninu Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 3. febrúar 2011 06:00 Íslendingar hafa lengi búið við grunnskólakerfi þar sem jafnræði nemenda til náms, óháð efnahag og menntun foreldra, er tryggt með lögum. Sterk hefð er fyrir hverfisskólanum og það hefur sýnt sig að þrátt fyrir að foreldrar í Reykjavík eigi þann kost að velja barni sínu skóla óháð hverfi hafa þeir ekki nýtt sér þann kost að neinu marki. Eftir að sveitarfélög tóku við rekstri grunnskóla hafa skólar smám saman markað sér hver sína sérstöðu eins og kemur skýrt fram í mikilli grósku í skólastarfi. Skólastefna hvers skóla hefur orðið sýnilegri og er sett fram af metnaði. Þetta eykur gæði þeirrar menntunar sem börn fá á tíu ára grunnskólagöngu. Reykjavíkurborg lagði upp með að í hverju hverfi borgarinnar væri grunnskóli og útkoman hefur orðið sú að til urðu litlir skólar á mælikvarða borgar, skólar með nemendafjölda frá 150 til 600. Þessi mismunur gerir það að verkum að niðurskurður á kennslumagni bitnar mismikið á skólum. Sá niðurskurður sem nú er að fara í framkvæmd boðar stærri nemendahópa, fábreytt námsval og aukna samkennslu árganga. Hann mun leiða til ójafnræðis milli skóla. Það gefur til dæmis auga leið að nemandi í þrjátíu nemenda námshópi fær ekki sambærilega kennslu og sá sem er í sautján nemenda hópi. Íslenski grunnskólinn hefur skapað sér sérstöðu með öflugri kennslu í list- og verkgreinum og víða hlotið hrós fyrir; sú sérstaða er nú einnig í mikilli hættu. Verði nemendahópar stækkaðir í þessum greinum eins og allt útlit er fyrir er ljóst að börn munu fá verri kennslu. Samfélagssáttmálinn sem felst í grunnskólalögunum og sameiginlegur skilningur þjóðarinnar um að jafnræði skuli ríkja um menntun fyrir alla, óháð efnahag, búsetu og menntun foreldra, er í mikilli hættu. Foreldrar, kennarar og aðrir Íslendingar: Stöðvum þessa árás á menntun barnanna okkar. Strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa lengi búið við grunnskólakerfi þar sem jafnræði nemenda til náms, óháð efnahag og menntun foreldra, er tryggt með lögum. Sterk hefð er fyrir hverfisskólanum og það hefur sýnt sig að þrátt fyrir að foreldrar í Reykjavík eigi þann kost að velja barni sínu skóla óháð hverfi hafa þeir ekki nýtt sér þann kost að neinu marki. Eftir að sveitarfélög tóku við rekstri grunnskóla hafa skólar smám saman markað sér hver sína sérstöðu eins og kemur skýrt fram í mikilli grósku í skólastarfi. Skólastefna hvers skóla hefur orðið sýnilegri og er sett fram af metnaði. Þetta eykur gæði þeirrar menntunar sem börn fá á tíu ára grunnskólagöngu. Reykjavíkurborg lagði upp með að í hverju hverfi borgarinnar væri grunnskóli og útkoman hefur orðið sú að til urðu litlir skólar á mælikvarða borgar, skólar með nemendafjölda frá 150 til 600. Þessi mismunur gerir það að verkum að niðurskurður á kennslumagni bitnar mismikið á skólum. Sá niðurskurður sem nú er að fara í framkvæmd boðar stærri nemendahópa, fábreytt námsval og aukna samkennslu árganga. Hann mun leiða til ójafnræðis milli skóla. Það gefur til dæmis auga leið að nemandi í þrjátíu nemenda námshópi fær ekki sambærilega kennslu og sá sem er í sautján nemenda hópi. Íslenski grunnskólinn hefur skapað sér sérstöðu með öflugri kennslu í list- og verkgreinum og víða hlotið hrós fyrir; sú sérstaða er nú einnig í mikilli hættu. Verði nemendahópar stækkaðir í þessum greinum eins og allt útlit er fyrir er ljóst að börn munu fá verri kennslu. Samfélagssáttmálinn sem felst í grunnskólalögunum og sameiginlegur skilningur þjóðarinnar um að jafnræði skuli ríkja um menntun fyrir alla, óháð efnahag, búsetu og menntun foreldra, er í mikilli hættu. Foreldrar, kennarar og aðrir Íslendingar: Stöðvum þessa árás á menntun barnanna okkar. Strax.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar