Körfubolti

Lárus og Þórunn bæði farin í Hamar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lárus Jónsson
Lárus Jónsson
Hamarsliðin í körfuboltanum hafa bæði fengið liðstyrk fyrir lokasprettinn á tímabilinu. Leikstjórnandinn Lárus Jónsson er gengið til liðs við karlaliðið frá Njarðvík og framherjinn Þórunn Bjarnadóttir kemur til liðs við kvennaliðið frá Haukum. Bæði hafa þau mikla reynslu úr boltanum.

Lárus Jónsson er 32 ára gamall leikstjórnandi og hefur leikið stærsta hluta síns ferils með Hamar enda er hann annar leikjahæsti leikmaður félagsins í úrvalsdeild, sá þriðji stigahæsti auk þess að enginn leikmaður Hamars hefur gefið fleiri stoðsendingar.

Lárus var með 3,1 stig og 2,6 stoðsendingar að meðaltali á 15,2 mínútum með Njarðvík í vetur.

Þórunn Bjarnadóttir er 30 ára framherji sem er einn af reyndustu leikmönnum sem er að spila í efstu deild kvenna. Þórunn hefur spilað í deildinni frá árinu 1996 með ÍR, ÍS, Val og nú síðast Haukum.

Þórunn var með 2,4 stig og 2,3 fráköst á 14,5 mínútum með Haukaliðinu í vetur en spilatími hennar hafði farið lækkandi úr 17,4 mínútum í leik í október í aðeins 10,5 mínútur í leik í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×