Handbolti

Oddur: Verðum bara að halda áfram

Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar
Oddur í landsleik.
Oddur í landsleik. Fréttablaðið/Valli
Oddur Gretarsson sneri sig á ökkla í leiknum gegn FH í kvöld en það skyggði ekki á gleðina eftir eins marks sigur. Hann verður klár í næsta leik.

"Þetta var týpískur þreytuleikur. Það fór mikil orka í bikarleikinn og bæði lið gerðu mikið af mistökum. Við ætluðum ekkert að slaka á eftir bikarsigurinn og mættum bara ákveðnir til leiks, það var frábært að ná sex marka forystu."

"Þeir fundu svo loksins lausn á sókninni sinni en Sveinbjörn er gríðarlegur sigurvegari og það var frábært að sjá hann verja síðasta boltann. Þetta var leiðinlegt fyrir Óla auðvitað en svona er þetta," sagði Oddur.

"Við erum núna búnir að slíta okkur aðeins frá pakkanum en það þýðir ekkert að vera með kæruleysi núna, við verðum bara að halda áfram," sagði hornamaðurinn, eldhress.




Tengdar fréttir

Ásbjörn: Alltof lengi á hælunum

Ásbjörn Friðriksson var einn af mörgum svekktum FH-ingum eftir tap gegn Akureyri í kvöld. Akureyri vann FH einnig í bikarkeppninni fyrr í vikunni.


Umfjöllun: Sveinbjörn tryggði Akureyri sigur

Mögnuð markvarsla frá Sveinbirni Péturssyni tryggði Akureyri ótrúlegan eins marks sigur á FH í N1-deild karla í kvöld. Hann varði úr dauðafæri frá Ólafi Guðmundssyni á lokasekúndunni og sá til þess að Akureyri vann eins marks sigur, 25-24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×