Á rúmstokknum: Flugeldasýningar og raunveruleikinn Sigga Dögg skrifar 27. janúar 2011 09:00 Hæ, ég er með eina skrítna spurningu. Ég er búin að vera á föstu í næstum tvö ár og stunda reglulegt kynlíf. Ég er 21 árs og þó mér finnist gaman að vera með kærasta mínum þá hef ég aldrei fengið fullnægingu. Miðað við spjall sem ég hef átt við vinkonur mínar þá er ég farin að halda að það sé eitthvað að mér. Getur verið að sumar konur fái bara ekki fullnægingu? Svar: Þetta er alls ekki skrítin spurning, síður en svo. Í raun er spurningin heldur flókin og krefur þig um smá sjálfsskoðun. Það er afar umdeilt innan kynfræðinnar hvort til séu konur sem hreinlega geta ekki fengið fullnægingu, gefið að lífeðlislega sé allt fyrir hendi og í góðu lagi. Ég ætla því að ganga út frá því að þú getir fengið fullnægingu. Það er nokkuð algengt að ungar stúlkur hafi ekki lært á líkama sinn (staðsetning á sníp er mjög mikilvæg þekking) og kunni því ekki að fullnægja sjálfum sér. Það er því mjög mikilvægt að þú skoðir líkama þinn og kynfæri og prófir þig áfram í að finna út hvað vekur hjá þér unað. Þetta hljómar ef til vill klisjukennt, en svona er þetta bara, þú ein getur stýrt ferðinni og sjálfsfróun er svarið. Ekki láta það draga úr þér ef það tekur smá tíma að fá fullnægingu því ferðalagið er það sem skiptir máli til að komast á áfangastaðinn. Annað sem er mikilvægt að spá í er að ef heilinn er ekki með og þú ekki í stuði þá getur verið nánast ómögulegt að verða kynferðislega æst og fullnægð. Það er því fyrsta skrefið. Þá að sambandinu. Það er mjög algengt að konur geri sér upp fullnægingar með alls kyns stunum og öðru látbragði. Nú spyr ég mig hvernig það er í þínu sambandi? Veit kærasti þinn að þú ert ófullnægð eða gengur hann bara út frá því að allt sé sem skyldi? Hér reynir á samskipti ykkar. Þú þarft að vita hvað þér þykir gott og geta beðið um það. Svo er það annað. Fæstar konur geta fengið fullnægingu með beinum samförum. Flestar þurfa að láta örva snípinn með munnmökum fyrir eða samhliða samförum og svo með fingri eða titrara samhliða samförum. Sú umræða að til séu alls konar tegundir fullnæginga er oft á villigötum og hjálpar fáum. Snípurinn var hannaður fyrir það eitt að fullnægja og því þarf að örva hann. Það getur þú gert sjálf eða fengið kærastann með þér í lið. Að lokum langar mig að koma aðeins inn á samræður ykkar vinkvennanna. Oft hefur fullnægingum verið lýst á mjög dramatískan hátt og þeim líkt við sprengingu sem fer um líkamann og sé eitt það undursamlegasta í veröldinni. Ekki misskilja mig, fullnægingar geta verið svakalega góðar en þær endast aðeins í nokkrar sekúndur og geta verið miskröftugar og því misfrábærar. Sumar fullnægingar komast á Richter-skalann en aðrar eru bara eins og hnerri. Þá eru fullyrðingar um raðfullnægingar og kynlíf sem endist í margar klukkustundir eitthvað ýkt og má stundum deila í slíkar sögur með þremur. Þess háttar sögur ættu því alls ekki að vekja hjá þér minnimáttarkennd. Hættu nú að lesa og farðu að njóta alls þess sem kynlíf hefur upp á að bjóða! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sigga Dögg Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Hæ, ég er með eina skrítna spurningu. Ég er búin að vera á föstu í næstum tvö ár og stunda reglulegt kynlíf. Ég er 21 árs og þó mér finnist gaman að vera með kærasta mínum þá hef ég aldrei fengið fullnægingu. Miðað við spjall sem ég hef átt við vinkonur mínar þá er ég farin að halda að það sé eitthvað að mér. Getur verið að sumar konur fái bara ekki fullnægingu? Svar: Þetta er alls ekki skrítin spurning, síður en svo. Í raun er spurningin heldur flókin og krefur þig um smá sjálfsskoðun. Það er afar umdeilt innan kynfræðinnar hvort til séu konur sem hreinlega geta ekki fengið fullnægingu, gefið að lífeðlislega sé allt fyrir hendi og í góðu lagi. Ég ætla því að ganga út frá því að þú getir fengið fullnægingu. Það er nokkuð algengt að ungar stúlkur hafi ekki lært á líkama sinn (staðsetning á sníp er mjög mikilvæg þekking) og kunni því ekki að fullnægja sjálfum sér. Það er því mjög mikilvægt að þú skoðir líkama þinn og kynfæri og prófir þig áfram í að finna út hvað vekur hjá þér unað. Þetta hljómar ef til vill klisjukennt, en svona er þetta bara, þú ein getur stýrt ferðinni og sjálfsfróun er svarið. Ekki láta það draga úr þér ef það tekur smá tíma að fá fullnægingu því ferðalagið er það sem skiptir máli til að komast á áfangastaðinn. Annað sem er mikilvægt að spá í er að ef heilinn er ekki með og þú ekki í stuði þá getur verið nánast ómögulegt að verða kynferðislega æst og fullnægð. Það er því fyrsta skrefið. Þá að sambandinu. Það er mjög algengt að konur geri sér upp fullnægingar með alls kyns stunum og öðru látbragði. Nú spyr ég mig hvernig það er í þínu sambandi? Veit kærasti þinn að þú ert ófullnægð eða gengur hann bara út frá því að allt sé sem skyldi? Hér reynir á samskipti ykkar. Þú þarft að vita hvað þér þykir gott og geta beðið um það. Svo er það annað. Fæstar konur geta fengið fullnægingu með beinum samförum. Flestar þurfa að láta örva snípinn með munnmökum fyrir eða samhliða samförum og svo með fingri eða titrara samhliða samförum. Sú umræða að til séu alls konar tegundir fullnæginga er oft á villigötum og hjálpar fáum. Snípurinn var hannaður fyrir það eitt að fullnægja og því þarf að örva hann. Það getur þú gert sjálf eða fengið kærastann með þér í lið. Að lokum langar mig að koma aðeins inn á samræður ykkar vinkvennanna. Oft hefur fullnægingum verið lýst á mjög dramatískan hátt og þeim líkt við sprengingu sem fer um líkamann og sé eitt það undursamlegasta í veröldinni. Ekki misskilja mig, fullnægingar geta verið svakalega góðar en þær endast aðeins í nokkrar sekúndur og geta verið miskröftugar og því misfrábærar. Sumar fullnægingar komast á Richter-skalann en aðrar eru bara eins og hnerri. Þá eru fullyrðingar um raðfullnægingar og kynlíf sem endist í margar klukkustundir eitthvað ýkt og má stundum deila í slíkar sögur með þremur. Þess háttar sögur ættu því alls ekki að vekja hjá þér minnimáttarkennd. Hættu nú að lesa og farðu að njóta alls þess sem kynlíf hefur upp á að bjóða!
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun