Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 28-27 Stefán Árni Pálsson í Safamýri skrifar 11. desember 2011 13:20 Framarar unnu gríðarlega mikilvægan sigur, 28-27, gegn Val í Safamýrinni í dag, en leikurinn var nokkuð jafn allan tímann. Framarar eru því komnir með 14 stig í deildinni og því í öðru sæti. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir Fram í leiknum sem og Anton Rúnarsson í Val. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og mikil harka var í leiknum. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 9-7 fyrir Framara. Valsmenn voru samt aldrei langt frá og var Hlynur Morthens, markvörður liðsins, að verja eins og skepna í hálfleiknum. Gestirnir í Val köstuðu boltanum oft á tíðum bara í hendurnar á leikmönnum Fram og fengu þá mark strax í bakið, en þetta var þeim dýrkeypt. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 13-10 fyrir heimamenn. Valsmenn settu þá í fimmta gírinn og náðu að jafna 14-14. Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram, skoraði síðan síðasta mark hálfleiksins nokkrum sekúndum fyrir lok hans og því var staðan 15-14 í hálfleik. Fram var með ákveðið frumkvæði í síðari hálfleiknum og leiddu stóran hluta hálfleiksins. Valsmenn gáfust aldrei upp og voru alltaf við hælana á þeim. Þegar tvær mínútu voru eftir af leiknum var staðan 27-25 og þá skoruðu Framarar mikilvægt mark sem eiginlega kláraði leikinn. Valsmenn héldu samt áfram og náðu að minnka muninn í eitt mark, en lengra komust þeir ekki og því stóðu Framarar uppi sem sigurvegarar.Einar: Sýndum mikinn aga í sókninni, en það vantaði varnarlega„Þetta var geysilega mikilvægur sigur og frábært fyrir okkur að taka tvö stig,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við fínir sóknarlega svona stóran hluta af leiknum en varnarleikurinn hjá okkur var alls ekki nægilega góður. Ég er bara virkilega ósáttur með varnarleikinn hjá okkur“. „Við erum ekki nægilega góðir maður á mann í vörninni, menn voru að rjúka út úr stöðum og ekki nægilega gott skipulag á varnarleiknum hjá okkur í dag“. „Við vorum verulega agalausir varnarlega í dag á meðan mikill agi einkenndi sóknarleik okkar, en það er kannski öfugt við leik okkar venjulega“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Óskar: Við ætlum okkur í úrslitakeppnina„Við vorum að elta þá nánast allan síðari hálfleikinn og það var okkur erfitt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tapið í dag. „Þeir voru svona skrefinu á undan en ég hefði viljað fá boltann þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum en þeir fengu heldur ódýrt fríkast“. „Þeir voru bara klókari í leiknum og við þurftum að hafa meira fyrir hlutunum en þeir í leiknum. Við erum með 16 tæknifeila í þessum leik sem er auðvita allt of mikið“. „Mér fannst aftur á móti halla vel á okkur í dómgæslunni og boltinn oft dæmdur ranglega af okkur. Það er mikil stígandi í spilamennsku okkar og menn að koma til baka úr meiðslum. Við ætlum okkur í þessa úrslitakeppni og erum með liðið til þess“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Framarar unnu gríðarlega mikilvægan sigur, 28-27, gegn Val í Safamýrinni í dag, en leikurinn var nokkuð jafn allan tímann. Framarar eru því komnir með 14 stig í deildinni og því í öðru sæti. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir Fram í leiknum sem og Anton Rúnarsson í Val. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og mikil harka var í leiknum. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 9-7 fyrir Framara. Valsmenn voru samt aldrei langt frá og var Hlynur Morthens, markvörður liðsins, að verja eins og skepna í hálfleiknum. Gestirnir í Val köstuðu boltanum oft á tíðum bara í hendurnar á leikmönnum Fram og fengu þá mark strax í bakið, en þetta var þeim dýrkeypt. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 13-10 fyrir heimamenn. Valsmenn settu þá í fimmta gírinn og náðu að jafna 14-14. Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram, skoraði síðan síðasta mark hálfleiksins nokkrum sekúndum fyrir lok hans og því var staðan 15-14 í hálfleik. Fram var með ákveðið frumkvæði í síðari hálfleiknum og leiddu stóran hluta hálfleiksins. Valsmenn gáfust aldrei upp og voru alltaf við hælana á þeim. Þegar tvær mínútu voru eftir af leiknum var staðan 27-25 og þá skoruðu Framarar mikilvægt mark sem eiginlega kláraði leikinn. Valsmenn héldu samt áfram og náðu að minnka muninn í eitt mark, en lengra komust þeir ekki og því stóðu Framarar uppi sem sigurvegarar.Einar: Sýndum mikinn aga í sókninni, en það vantaði varnarlega„Þetta var geysilega mikilvægur sigur og frábært fyrir okkur að taka tvö stig,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við fínir sóknarlega svona stóran hluta af leiknum en varnarleikurinn hjá okkur var alls ekki nægilega góður. Ég er bara virkilega ósáttur með varnarleikinn hjá okkur“. „Við erum ekki nægilega góðir maður á mann í vörninni, menn voru að rjúka út úr stöðum og ekki nægilega gott skipulag á varnarleiknum hjá okkur í dag“. „Við vorum verulega agalausir varnarlega í dag á meðan mikill agi einkenndi sóknarleik okkar, en það er kannski öfugt við leik okkar venjulega“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Óskar: Við ætlum okkur í úrslitakeppnina„Við vorum að elta þá nánast allan síðari hálfleikinn og það var okkur erfitt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tapið í dag. „Þeir voru svona skrefinu á undan en ég hefði viljað fá boltann þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum en þeir fengu heldur ódýrt fríkast“. „Þeir voru bara klókari í leiknum og við þurftum að hafa meira fyrir hlutunum en þeir í leiknum. Við erum með 16 tæknifeila í þessum leik sem er auðvita allt of mikið“. „Mér fannst aftur á móti halla vel á okkur í dómgæslunni og boltinn oft dæmdur ranglega af okkur. Það er mikil stígandi í spilamennsku okkar og menn að koma til baka úr meiðslum. Við ætlum okkur í þessa úrslitakeppni og erum með liðið til þess“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira