Kobe ósattur: Lamar Odom farinn til Dallas fyrir nánast ekki neitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2011 22:30 Lamar Odom og Kobe Bryant. Mynd/AFP Lamar Odom er ekki lengur leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni því félagið tók þá ákvörðun að skipta leikmanninum til meistaranna í Dallas Mavericks fyrir valrétt í fyrstu umferð og meira rými undir launaþakinu. Lamar Odom var fyrir helgi á leiðinni til New Orleans Hornets sem hluti af skiptunum fyrir Chris Paul en David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, ákvað síðan að loka á þau skipti. Odom var ekki sáttur með að vera notaður sem skiptimynt og bað um að fá að fara frá Lakers. Það leið ekki langur tími þar til að kappinn var kominn til liðs við Dirk Nowitzki og félaga í Dallas. „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég ekki hrifinn. Það er slæmt að missa Lamar en Pau (Gasol) er ennþá hjá okkur og við getum verið þakklátir fyrir það. Það er erfitt að sjá á eftir mönnum sem hafa farið með þér í svo margar orustur," sagði Kobe Bryant en það var ekki bara að horfa á eftir Odom heldur að sjá hann fara til höfuðandstæðingana í Dallas sem sópuðu þeim út úr úrslitakeppni í vor. „Það er sérstaklega slæmt að sjá hann fara til þeirra. Við ætlum að koma til baka og hefna fyrir síðasta tímabil. Er ég á því að við höfum fengið of lítið fyrir hann? Hvað fengum við eiginlega? Ég held að Mark Cuban muni ekki mótmæla þessum skiptum," sagði Bryant svekktur. Lamar Odom er 208 sm framherji sem varð NBA-meistari með Lakers 2009 og 2010. Hann var valinn besti sjötti maður deildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa komið með 14,6 stig, 8,9 fráköst og 4,0 stoðsendingar af bekknum. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Lamar Odom er ekki lengur leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni því félagið tók þá ákvörðun að skipta leikmanninum til meistaranna í Dallas Mavericks fyrir valrétt í fyrstu umferð og meira rými undir launaþakinu. Lamar Odom var fyrir helgi á leiðinni til New Orleans Hornets sem hluti af skiptunum fyrir Chris Paul en David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, ákvað síðan að loka á þau skipti. Odom var ekki sáttur með að vera notaður sem skiptimynt og bað um að fá að fara frá Lakers. Það leið ekki langur tími þar til að kappinn var kominn til liðs við Dirk Nowitzki og félaga í Dallas. „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég ekki hrifinn. Það er slæmt að missa Lamar en Pau (Gasol) er ennþá hjá okkur og við getum verið þakklátir fyrir það. Það er erfitt að sjá á eftir mönnum sem hafa farið með þér í svo margar orustur," sagði Kobe Bryant en það var ekki bara að horfa á eftir Odom heldur að sjá hann fara til höfuðandstæðingana í Dallas sem sópuðu þeim út úr úrslitakeppni í vor. „Það er sérstaklega slæmt að sjá hann fara til þeirra. Við ætlum að koma til baka og hefna fyrir síðasta tímabil. Er ég á því að við höfum fengið of lítið fyrir hann? Hvað fengum við eiginlega? Ég held að Mark Cuban muni ekki mótmæla þessum skiptum," sagði Bryant svekktur. Lamar Odom er 208 sm framherji sem varð NBA-meistari með Lakers 2009 og 2010. Hann var valinn besti sjötti maður deildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa komið með 14,6 stig, 8,9 fráköst og 4,0 stoðsendingar af bekknum.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira