Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 26-26 Henry Birgir Gunnarsson í Vodafonehöllinni skrifar 1. desember 2011 14:41 Valsmenn fagna jöfnunarmarki Sturlu. mynd/valli FH-ingar voru öskureiðir út í dómaraparið Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson í kvöld. Þeir dæmdu þá umdeilt víti í lokin sem Valur skoraði úr og nældi sér í stig. Lokatölur 26-26 í Vodafonehöllinni. Flestum fannst, og þar á meðal mörgum Völsurum, að dæma hefði átt ruðning á Magnús Einarsson, leikmann Vals, er hann ruddist inn í vörn FH á lokasekúndunum og beint í fangið á Erni Inga Bjarkasyni. Ingvar og Jónas ákvaðu aftur á móti að dæma víti. Úr því skoraði Sturla Ásgeirsson með lausu snúningsskoti. Ískaldur Sturla. FH-ingar leiddu með þrem mörkum, 22-25, þegar aðeins fimm mínútur voru eftir og þeir geta einnig kennt sjálfum sér um hvernig fór. FH-ingar spiluðu afar illa úr sínum spilum í lok leiksins og lokasóknirnar lélegar. Þeir gáfu færi á sér og það nýttu Valsmenn þó svo þeir hafi þurft hjálp frá dómurunum eftir leikinn. FH var sterkari aðilinn nær allan leikinn og ef ekki hefði verið fyrir flottan leik Antons Rúnarssonar í fyrri hálfleik þá hefði FH slátrað leiknum í fyrri hálfleik. Anton var eini maðurinn með meðvitund hjá Val í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik steig Sturla upp sem og Hlynur markvörður. Varnarleikur Vals einnig fínn þar sem Sigfús Sigurðsson var afar öflugur. Ólafur Gústafsson var lengstum sá eini í FH-liðinu sem tók af skarið og Daníel Freyr var einnig fínn í markinu. Sigfús líklega puttabrotinnFH-ingar voru brjálaðir eftir leikinn.mynd/valliSigfús Sigurðsson stóð fyrir sínu í vörn Vals í kvöld. Fastur fyrir og varði nokkur skot. Hann fékk einnig boltann í puttann og óttast er að puttinn sé brotinn. "Þetta er ekkert til að tala um. Maður teipar þetta bara og málið er dautt," sagði Sigfús klettharður en hann virkar frískari með hverjum leik. "Þú sérð það. Kallinn er farinn að hlaupa völlinn endana á milli. Skrokkurinn er í fínu lagi og ég er ánægður með stöðuna." Sigfús sagði vissulega fínt að fá stigið en hann vildi meira. "Við ætluðum okkur sigur en gerum allt of mikið af tæknifeilum. Ef við hefðum fækkað mistökunum hefðum við unnið leikinn. Engu að síður gott að fá stig úr því sem komið var." Kristján: Þetta var ekki vítiIngvar og Jónas áttu ekki góðan dag.mynd/valli"Ég held að það hafi nánast allir séð að þetta var ekki víti undir lokin. Því erum við eðlilega svekktir að hafa ekki fengið bæði stigin í dag," sagði Kristján Arason, þjálfari FH. "Engu að síður hefðum við getað gert betur í lokasóknunum. Við fengum færin til þess að klára leikinn en gerðum það ekki. "Ég var samt ekki sáttur við dómgæsluna í heild sinni. Til að mynda fannst mér Valsmenn fá að spila lengri sóknir en við oft á köflum. Höndin fór oft upp eftir stuttan tíma hjá okkur á meðan þeir fengu að spila langar sóknir." Leikmenn og þjálfarar FH voru voru virkilega reiðir eftir leikinn og margir þeirra kusu að tjá sig ekki við blaðamann þar sem þeir höfðu ekkert nema neikvætt um að segja um dómarana. "Ég held það sé skynsamlegt að halda kjafti núna. Þetta var glórulaust," sagði einn leikmanna FH sem vildi ekki veita viðtal. Olís-deild karla Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
FH-ingar voru öskureiðir út í dómaraparið Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson í kvöld. Þeir dæmdu þá umdeilt víti í lokin sem Valur skoraði úr og nældi sér í stig. Lokatölur 26-26 í Vodafonehöllinni. Flestum fannst, og þar á meðal mörgum Völsurum, að dæma hefði átt ruðning á Magnús Einarsson, leikmann Vals, er hann ruddist inn í vörn FH á lokasekúndunum og beint í fangið á Erni Inga Bjarkasyni. Ingvar og Jónas ákvaðu aftur á móti að dæma víti. Úr því skoraði Sturla Ásgeirsson með lausu snúningsskoti. Ískaldur Sturla. FH-ingar leiddu með þrem mörkum, 22-25, þegar aðeins fimm mínútur voru eftir og þeir geta einnig kennt sjálfum sér um hvernig fór. FH-ingar spiluðu afar illa úr sínum spilum í lok leiksins og lokasóknirnar lélegar. Þeir gáfu færi á sér og það nýttu Valsmenn þó svo þeir hafi þurft hjálp frá dómurunum eftir leikinn. FH var sterkari aðilinn nær allan leikinn og ef ekki hefði verið fyrir flottan leik Antons Rúnarssonar í fyrri hálfleik þá hefði FH slátrað leiknum í fyrri hálfleik. Anton var eini maðurinn með meðvitund hjá Val í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik steig Sturla upp sem og Hlynur markvörður. Varnarleikur Vals einnig fínn þar sem Sigfús Sigurðsson var afar öflugur. Ólafur Gústafsson var lengstum sá eini í FH-liðinu sem tók af skarið og Daníel Freyr var einnig fínn í markinu. Sigfús líklega puttabrotinnFH-ingar voru brjálaðir eftir leikinn.mynd/valliSigfús Sigurðsson stóð fyrir sínu í vörn Vals í kvöld. Fastur fyrir og varði nokkur skot. Hann fékk einnig boltann í puttann og óttast er að puttinn sé brotinn. "Þetta er ekkert til að tala um. Maður teipar þetta bara og málið er dautt," sagði Sigfús klettharður en hann virkar frískari með hverjum leik. "Þú sérð það. Kallinn er farinn að hlaupa völlinn endana á milli. Skrokkurinn er í fínu lagi og ég er ánægður með stöðuna." Sigfús sagði vissulega fínt að fá stigið en hann vildi meira. "Við ætluðum okkur sigur en gerum allt of mikið af tæknifeilum. Ef við hefðum fækkað mistökunum hefðum við unnið leikinn. Engu að síður gott að fá stig úr því sem komið var." Kristján: Þetta var ekki vítiIngvar og Jónas áttu ekki góðan dag.mynd/valli"Ég held að það hafi nánast allir séð að þetta var ekki víti undir lokin. Því erum við eðlilega svekktir að hafa ekki fengið bæði stigin í dag," sagði Kristján Arason, þjálfari FH. "Engu að síður hefðum við getað gert betur í lokasóknunum. Við fengum færin til þess að klára leikinn en gerðum það ekki. "Ég var samt ekki sáttur við dómgæsluna í heild sinni. Til að mynda fannst mér Valsmenn fá að spila lengri sóknir en við oft á köflum. Höndin fór oft upp eftir stuttan tíma hjá okkur á meðan þeir fengu að spila langar sóknir." Leikmenn og þjálfarar FH voru voru virkilega reiðir eftir leikinn og margir þeirra kusu að tjá sig ekki við blaðamann þar sem þeir höfðu ekkert nema neikvætt um að segja um dómarana. "Ég held það sé skynsamlegt að halda kjafti núna. Þetta var glórulaust," sagði einn leikmanna FH sem vildi ekki veita viðtal.
Olís-deild karla Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira