Handbolti

Bjarki Már og Aron bestir í fyrsta hluta N1 deildar karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. Mynd/Valli
Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður HK og Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, voru verðlaunaðir þegar HSÍ gerði upp fyrstu sjö umferðirnar í N1 deild karla. Bjarki Már var valinn besti leikmaðurinn en Aron þótti vera besti þjálfarinn.

Bjarki Már hefur verið lykilmaður í sóknarleik HK og er frábær hraðaupphlaupsmaður. Hann vann sig inn í landsliðshópinn í fyrsta sinn með frammistöðu sinni. Ægir Hrafn Jónsson fékk einnig tvö verðlaun eins og Bjarki en Ægir var kosinn besti varnarmaðurinn auk þess að vera í úrvalsliðinu.

Aron Kristjánsson hefur rifið Haukaliðið upp á nokkrum mánuðum og liðið er í efsta sæti N1 deildar karla eftir sjö sigra í röð. Hann hefur náð miklu út úr mannskapnum og liðið hans fer langt á skipulögðum sóknarleik og frábærum varnarleik.

Verðlaun fyrir 1. til 7. umferð í N1 deild karla:

Markvörður: Hlynur Morthens, Val

Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, HK

Vinstri skytta: Ólafur Gústafsson, FH

Miðjumaður: Tjörvi Þorgeirsson, Haukum

Hægri skytta: Bjarni Fritzson, Akureyri

Hægra horn: Gylfi Gylfason, Haukum

Línumaður: Ægir Hrafn Jónsson, Fram

Besti leikmaður: Bjarki Már Elísson, HK

Besti þjálfari: Aron Kristjánsson, Haukum

Besti varnarmaður: Ægir Hrafn Jónsson, Fram

Bestu dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson

Besta umgjörð: Akureyri






Fleiri fréttir

Sjá meira


×