Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Grótta 27-25 Kristinn Páll Teitsson í Mosfellsbæ skrifar 8. desember 2011 15:19 Mynd/Vilhelm Eftir tap kvöldsins er ljóst að róður Gróttu verður erfiður það sem eftir er en þeir sitja enn á botninum sigurlausir eftir 25-27 tap gegn Aftureldingu í kvöld. Bæði lið þurftu nauðsynlega á stigum í kvöld, Gróttumenn sátu á botninum með enga sigra og aðeins eitt stig á meðan Afturelding var sætinu fyrir ofan með fjögur stig. Í síðasta leik liðanna unnu Grótta 27-25 sigur í Eimsbikarnum og voru heimamenn með hefnd í huga fyrir leikinn í kvöld. Þeir komu mjög grimmir inn í fyrri hálfleikinn og náðu strax forystu. Varnarleikur þeirra var mjög sterkur og þeir náðu að spila vel upp á hraðaupphlaupin. Gróttumenn unnu sig þó inn í leikinn og var staðan 16-13 í hálfleik fyrir heimamönnum. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og voru með gott forskot þegar korter var eftir. Þá stigu heimamenn á lagið og unnu sig aftur inn í leikinn eftir slæman kafla þar sem Grótta náði þriggja stiga forskoti. Þeir náðu forystunni stuttu fyrir lok leiksins og með mikinn stuðning í stúkunni á bak við sig náðu þeir að tryggja sér tveggja marka sigur, 27-25. Þessi sigurleikur heimamanna kemur eftir 3 tapleiki í röð og fara þeir í sex stig eftir þennan leik á meðan Grótta situr enn á botninum með aðeins 1 stig. Þorgrímur: Erfitt að tapa svona mörgum leikjum„Við erum að spila fínan bolta en það var ekki nóg, þetta var gríðarlega svekkjandi tap," sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, leikmaður Gróttu eftir leikinn. „Við vorum staðráðnir að vinna þá í seinni umferðinni eftir að hafa tapað fyrir þeim heima og unnið hérna í bikarnum. Við vorum tveimur mörkum yfir þegar nokkrar mínútur eru eftir og þeir ná að stela þessu." „Við eigum það til að byrja ekki leikinn fyrr en tíu mínútur eru búnar af leiknum og það er allt of seint, við þurfum að fara að hífa okkur upp fyrr í leikjum." „Við erum ekki að fá stig og það er það sem telur. Mórallinn er mjög góður í hópnum en það er erfitt að tapa svona mörgum leikjum," sagði Þorgrímur. Þrándur: Þýðir ekki að setjast niður með skeifu„Þetta var erfið fæðing en þetta hafðist á lokasprettinum, við náðum aldrei að stækka bilið nóg í fyrri hálfleik og lentum í basli í seinni hálfleik," sagði Þrándur Gíslason, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn í kvöld. „Við hefðum átt að byggja upp á það og það þýðir ekki að gefa tommu eftir á móti liði eins og Gróttu, þeir sýndu okkur það í bikarnum. Við erum búnir að vera að rembast við andlega þáttinn og verið að reyna að bæta hann, það var sterkt að koma til baka hérna í kvöld." Það vakti athygli að þegar Þrándur fékk sína þriðju brottvísun var hann fljótur að snara sér upp í stúku og syngja með Rothögginu, stuðningsmannasveit Aftureldingar. „Rothöggið er allt fjölskylda,vinir og strákarnir sem eru að æfa í yngri flokkunum, það er toppstuðningur hérna í Mosfellsbænum og við skulduðum þeim sigur hérna á heimavelli. Maður verður að leggja sitt af mörkunum og það þýðir ekki að setjast niður með skeifu ef maður getur ekki haft áhrif, þá er bara að syngja, hrópa og kalla," sagði Þrándur. Reynir: Þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir„Þetta á eftir að gefa okkur mjög mikið, handboltinn er þannig að ef þú tapar niður svona forskoti þarftu að taka á því. Við lentum hérna í spennu leik og mér fannst við klára þetta bara heldur betur vel," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar eftir leikinn. „Við erum manni færri stóran kafla síðustu mínúturnar en vinnum þann kafla, það sýnir gríðarlegan styrk." „Markmiðið okkar er auðvitað að halda okkur uppi og þessi sigur mun gera mikið upp á sjálfstraustið og stemminguna í hópnum, núna verður framhaldið auðveldara." „Þessir strákar eru frábærir karakterar, Þrándur berst alltaf til síðasta blóðdropa og þrátt fyrir að hann hafi fengið brottvísun studdi hann liðið í stúkunni. Böðvar sem er aðeins sautján ára gutti stígur upp í restina og skorar gífurlega mikilvæg mörk eftir að hafa verið kaldur framaná. Það sýnir úr hverju menn eru gerðir og það gerði allt liðið mitt," sagði Reynir. Olís-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Eftir tap kvöldsins er ljóst að róður Gróttu verður erfiður það sem eftir er en þeir sitja enn á botninum sigurlausir eftir 25-27 tap gegn Aftureldingu í kvöld. Bæði lið þurftu nauðsynlega á stigum í kvöld, Gróttumenn sátu á botninum með enga sigra og aðeins eitt stig á meðan Afturelding var sætinu fyrir ofan með fjögur stig. Í síðasta leik liðanna unnu Grótta 27-25 sigur í Eimsbikarnum og voru heimamenn með hefnd í huga fyrir leikinn í kvöld. Þeir komu mjög grimmir inn í fyrri hálfleikinn og náðu strax forystu. Varnarleikur þeirra var mjög sterkur og þeir náðu að spila vel upp á hraðaupphlaupin. Gróttumenn unnu sig þó inn í leikinn og var staðan 16-13 í hálfleik fyrir heimamönnum. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og voru með gott forskot þegar korter var eftir. Þá stigu heimamenn á lagið og unnu sig aftur inn í leikinn eftir slæman kafla þar sem Grótta náði þriggja stiga forskoti. Þeir náðu forystunni stuttu fyrir lok leiksins og með mikinn stuðning í stúkunni á bak við sig náðu þeir að tryggja sér tveggja marka sigur, 27-25. Þessi sigurleikur heimamanna kemur eftir 3 tapleiki í röð og fara þeir í sex stig eftir þennan leik á meðan Grótta situr enn á botninum með aðeins 1 stig. Þorgrímur: Erfitt að tapa svona mörgum leikjum„Við erum að spila fínan bolta en það var ekki nóg, þetta var gríðarlega svekkjandi tap," sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, leikmaður Gróttu eftir leikinn. „Við vorum staðráðnir að vinna þá í seinni umferðinni eftir að hafa tapað fyrir þeim heima og unnið hérna í bikarnum. Við vorum tveimur mörkum yfir þegar nokkrar mínútur eru eftir og þeir ná að stela þessu." „Við eigum það til að byrja ekki leikinn fyrr en tíu mínútur eru búnar af leiknum og það er allt of seint, við þurfum að fara að hífa okkur upp fyrr í leikjum." „Við erum ekki að fá stig og það er það sem telur. Mórallinn er mjög góður í hópnum en það er erfitt að tapa svona mörgum leikjum," sagði Þorgrímur. Þrándur: Þýðir ekki að setjast niður með skeifu„Þetta var erfið fæðing en þetta hafðist á lokasprettinum, við náðum aldrei að stækka bilið nóg í fyrri hálfleik og lentum í basli í seinni hálfleik," sagði Þrándur Gíslason, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn í kvöld. „Við hefðum átt að byggja upp á það og það þýðir ekki að gefa tommu eftir á móti liði eins og Gróttu, þeir sýndu okkur það í bikarnum. Við erum búnir að vera að rembast við andlega þáttinn og verið að reyna að bæta hann, það var sterkt að koma til baka hérna í kvöld." Það vakti athygli að þegar Þrándur fékk sína þriðju brottvísun var hann fljótur að snara sér upp í stúku og syngja með Rothögginu, stuðningsmannasveit Aftureldingar. „Rothöggið er allt fjölskylda,vinir og strákarnir sem eru að æfa í yngri flokkunum, það er toppstuðningur hérna í Mosfellsbænum og við skulduðum þeim sigur hérna á heimavelli. Maður verður að leggja sitt af mörkunum og það þýðir ekki að setjast niður með skeifu ef maður getur ekki haft áhrif, þá er bara að syngja, hrópa og kalla," sagði Þrándur. Reynir: Þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir„Þetta á eftir að gefa okkur mjög mikið, handboltinn er þannig að ef þú tapar niður svona forskoti þarftu að taka á því. Við lentum hérna í spennu leik og mér fannst við klára þetta bara heldur betur vel," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar eftir leikinn. „Við erum manni færri stóran kafla síðustu mínúturnar en vinnum þann kafla, það sýnir gríðarlegan styrk." „Markmiðið okkar er auðvitað að halda okkur uppi og þessi sigur mun gera mikið upp á sjálfstraustið og stemminguna í hópnum, núna verður framhaldið auðveldara." „Þessir strákar eru frábærir karakterar, Þrándur berst alltaf til síðasta blóðdropa og þrátt fyrir að hann hafi fengið brottvísun studdi hann liðið í stúkunni. Böðvar sem er aðeins sautján ára gutti stígur upp í restina og skorar gífurlega mikilvæg mörk eftir að hafa verið kaldur framaná. Það sýnir úr hverju menn eru gerðir og það gerði allt liðið mitt," sagði Reynir.
Olís-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira