Haukar eru komnir á toppinn í N1 deild karla í handbolta eftir 27-25 sigur á Fram í toppslagnum í Safamýrinni í gærkvöldi. Haukar hafa nú tveimur stigum meira en Framarar.
Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn en Framarar voru á toppnum á betri árangri í innbyrðisviðureignum eftir 23-22 sigur í fyrri leiknum á Ásvöllum.
Haukar hafa nú unnið sex deildarleiki í röð eða alla leiki sína síðan að þeir töpuðu fyrir Fram 2. október síðastliðinn.
Framarar voru 19-16 yfir þegar 17 mínútur voru eftir af leiknum en Haukar skoruðu þá fjögur mörk í röð og tryggðu sér síðan sigur með því að skora tvö síðustu mörk leiksins.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Framhúsinu í gærkvöldi og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
