Íslenski boltinn

Fjórir nýliðar í 21 árs landsliðinu sem fer til Englands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmunsson er í liðinu af því að A-landsliðið er ekki að spila á sama tíma.
Jóhann Berg Guðmunsson er í liðinu af því að A-landsliðið er ekki að spila á sama tíma. Mynd/Anton
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn er mætir Englandi í undankeppni EM næstkomandi fimmtudag. Leikið verður í Colchester og hefur Eyjólfur valið 19 leikmenn í hópinn og þar af eru fjórir leikmenn sem hafa ekki leikið með U21 liðinu áður.

Leikmennirnir sem hafa ekki leikið 21 árs landsleik áður eru Árni Snær Ólafsson markvörður úr ÍA, Hlynur Atli Magnússon, varnarmaður úr Fram, Guðmundur Þórarinsson, miðjumaður úr ÍBV og Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður úr Selfoss.

Þetta er fjórði leikur Íslands í riðlinum til þessa og hefur Ísland 3 stig eftir þessa leiki.  Allir leikirnir hingað til hafa farið fram á heimavelli hjá íslenska liðinu, sigur gegn Belgíu en tap gegn Noregi og nú síðast Englandi.

Gestgjafarnir hafa byrjað riðilinn ákaflega vel og státa af fullu húsi, níu stig eftir þrjá leiki.

Landsliðshópurinn:

Markmenn

Arnar Darri Pétursson, Sönderjysk E

Ásgeir Þór Magnússon, Valur

Árni Snær Ólafsson, ÍA

Varnarmenn

Hólmar Örn Eyjólfsson, VFL Bochum

Finnur Orri Margeirsson, Breiðablik

Kristinn Jónsson, Breiðablik

Jóhann Laxdal, Stjarnan

Eiður Aron Sigurbjörnsson, Örebro

Dofri Snorrason, KR

Hlynur Atli Magnússon, Fram

Miðjumenn

Jóhann Berg Guðmunsson, AZ Alkmaar

Guðlaugur Victor Pálsson, Hibernian

Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV

Björn Daníel Sverrisson, FH

Rúnar Már S Sigurjónsson, Valur

Guðmundur Þórarinsson, ÍBV

Sóknarmenn

Kristinn Steindórsson, Breiðablik

Aron Jóhannsson, AGF

Jón Daði Böðvarsson, Selfoss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×