Umfjöllun og viðtöl: HK - Akureyri 30-27 Stefán Árni Pálsson í Digranesi skrifar 30. október 2011 00:01 HK vann fínan sigur gegn Akureyri, 30-27, í Digranesinu í dag, en leikurinn var sá síðasti í sjöttu umferð N1-deildar karla. Jafn var á með liðinum í fyrri hálfleiknum og staðan var 16-15 fyrir heimamenn í hálfleik. HK-ingar komu grimmir út í þann síðari og náðu fljótlega sex marka forystu, 26-20, en á þessum kafla gerðu Akureyringar sig seka um gríðarlega marga tæknifeila sem reyndust þeim dýrkeypt. Akureyri náði aðeins að klóra í bakkann undir lokin en það var ekki nóg og því vann HK fínan sigur. Bjarki Már Elísson átti stórleik í liði HK og skoraði tíu mörk. Bjarni Fritzson og Bergvin Gíslason gerðu 6 mörk fyrir Akureyri. Björn Ingi Friðþjófsson varði 22 skot í marki HK. Bjarki Már: Erum með lið til að fara alla leið„Þetta var frábær sigur hjá okkur í dag," sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður HK, eftir sigurinn í dag. „Við gerum fullt af mistökum í þessum leik, en það er mjög svo sterkt að ná samt sem áður að vinna Akureyri". „Við náðum fínu forskoti í síðari hálfleiknum en hleyptum óþarfa spennu inn í leikinn rétt undir lokin. Mér fannst samt sigurinn aldrei vera í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Heimir Örn: Ég á langt í landHeimir Örn Árnason.Mynd/ValliHeimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar, átti óvænta innkomu í lið norðanmanna í gær, en hann meiddist illa fyrir stuttu og átti jafnvel að vera frá fram í janúar á næsta ári. „Ég ákveð að reyna hjálpa strákunum og koma inn í leikstjórnandastöðuna, en þetta var í raun verra en ég bjóst við," sagði Heimir. „Ég var allt of hægur og stirður, á þó nokkuð langt í land. Ég var samt ánægður með margt í okkar leik. Menn voru margir að leika vel í dag, en á móti svona sterku liði eins og HK þá verðum við allir að spila betur". „Menn eru hægt og bítandi að koma til baka úr meiðslum en það mun taka þá alla nokkrar vikur að komast í gott spilform. Við verðum ekki orðnir fullmannaðir fyrir eftir áramót. Mér finnst samt að við ættum að vera komnir með fleiri stig". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Heimi með því að ýta hér. Kristinn: Kannski ekki fallegasti boltinn en samt sem áður fínn sigurErlingur Richardsson og Kristinn Guðmundsson.Mynd/Valli„Þetta var frábær sigur því lið Akureyrar berst alltaf eins og ljón allan leikinn," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir sigurinn í dag. „Við erum kannski ekki að spila fallegan handbolta í kvöld, en náum upp fínu forskoti með því að berja okkur dálítið saman". „Við dreifðum álaginu mikið í kvöld og ég held að það hafi skilað okkur sigrinum. Bjarki (Már Elísson) nýtur góðs af því hversu góða vörn við erum að spila, en hann er að leika frábærlega og að mínu mati er hann einn af bestu tveim bestu hornamönnum deildarinnar". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Leiknum var lýst á Boltavaktinni hér fyrir neðan. Olís-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
HK vann fínan sigur gegn Akureyri, 30-27, í Digranesinu í dag, en leikurinn var sá síðasti í sjöttu umferð N1-deildar karla. Jafn var á með liðinum í fyrri hálfleiknum og staðan var 16-15 fyrir heimamenn í hálfleik. HK-ingar komu grimmir út í þann síðari og náðu fljótlega sex marka forystu, 26-20, en á þessum kafla gerðu Akureyringar sig seka um gríðarlega marga tæknifeila sem reyndust þeim dýrkeypt. Akureyri náði aðeins að klóra í bakkann undir lokin en það var ekki nóg og því vann HK fínan sigur. Bjarki Már Elísson átti stórleik í liði HK og skoraði tíu mörk. Bjarni Fritzson og Bergvin Gíslason gerðu 6 mörk fyrir Akureyri. Björn Ingi Friðþjófsson varði 22 skot í marki HK. Bjarki Már: Erum með lið til að fara alla leið„Þetta var frábær sigur hjá okkur í dag," sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður HK, eftir sigurinn í dag. „Við gerum fullt af mistökum í þessum leik, en það er mjög svo sterkt að ná samt sem áður að vinna Akureyri". „Við náðum fínu forskoti í síðari hálfleiknum en hleyptum óþarfa spennu inn í leikinn rétt undir lokin. Mér fannst samt sigurinn aldrei vera í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Heimir Örn: Ég á langt í landHeimir Örn Árnason.Mynd/ValliHeimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar, átti óvænta innkomu í lið norðanmanna í gær, en hann meiddist illa fyrir stuttu og átti jafnvel að vera frá fram í janúar á næsta ári. „Ég ákveð að reyna hjálpa strákunum og koma inn í leikstjórnandastöðuna, en þetta var í raun verra en ég bjóst við," sagði Heimir. „Ég var allt of hægur og stirður, á þó nokkuð langt í land. Ég var samt ánægður með margt í okkar leik. Menn voru margir að leika vel í dag, en á móti svona sterku liði eins og HK þá verðum við allir að spila betur". „Menn eru hægt og bítandi að koma til baka úr meiðslum en það mun taka þá alla nokkrar vikur að komast í gott spilform. Við verðum ekki orðnir fullmannaðir fyrir eftir áramót. Mér finnst samt að við ættum að vera komnir með fleiri stig". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Heimi með því að ýta hér. Kristinn: Kannski ekki fallegasti boltinn en samt sem áður fínn sigurErlingur Richardsson og Kristinn Guðmundsson.Mynd/Valli„Þetta var frábær sigur því lið Akureyrar berst alltaf eins og ljón allan leikinn," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir sigurinn í dag. „Við erum kannski ekki að spila fallegan handbolta í kvöld, en náum upp fínu forskoti með því að berja okkur dálítið saman". „Við dreifðum álaginu mikið í kvöld og ég held að það hafi skilað okkur sigrinum. Bjarki (Már Elísson) nýtur góðs af því hversu góða vörn við erum að spila, en hann er að leika frábærlega og að mínu mati er hann einn af bestu tveim bestu hornamönnum deildarinnar". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Leiknum var lýst á Boltavaktinni hér fyrir neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira