Umfjöllun: Sanngjarnt jafntefli í Digranesi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. október 2011 20:54 Bjarki Már Elísson. Mynd/Stefán HK og FH buðu upp á hina bestu skemmtun í Digranesi í kvöld þegar liðin skildu jöfn 30-30 í frábærum handboltaleik. Bjarki Már Elísson tryggði HK stigið með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. HK hóf leikinn betur og skoraði tvö fyrstu mörkin. Arnór Freyr Stefánsson varði þrjú fyrstu skot FH en eftir að FH fann leiðin fram hjá honum tóku gestirnir öll völd á vellinum með Ólaf Gústafsson í sérflokki. FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik 14-16 og skoraði Ólafur alls sjö mörk í fyrri hálfleik en HK hélt sér inni í leiknum með góðum sóknarleik og fínni innkomu Björns Inga Friðþjófssonar í markið í fyrri hálfleik. FH skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og virtist ætla að stinga af en HK gefst aldrei upp og minnkaði muninn fljótt og var komið yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Ólafur Bjarki og Bjarki Már Elísson drógu vagninn og HK skyndilega komið í bílstjórasætið eftir að hafa elt lungan úr leiknum. FH komst aftur yfir þegar sex mínútur voru til leiksloka, 26-27, með þremur mörkum í röð og allt í járnum á lokamínútunum. HK komst aftur fyri var einu marki yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þá kom Ólafur Gústafsson aftur inn á eftir stutta hvíld og skoraði tvö síðustu mörk FH í leiknum sem virtust ætla að stela báðum stigunum. HK tók leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir og lögðu upp kerfi sem gekk upp. Ólafur Víðir fiskaði vítakast sem Bjarki Már skoraði úr af miklu öryggi. Bæði lið sýndu sínar bestu hliðar í sóknarleiknum í kvöld en að sama skapi geta bæði lið spilað betri vörn. Það kvartar þó enginn yfir því þar sem leikurinn var hin besta skemmtun og undirstrikar jafnræðið sem er á bestu liðum deildarinnar.HK – FH 30-30 (14-16)Mörk HK: Bjarki Már Elísson 11/5 (18/5), Atli Ævar Ingólfsson 7 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (7), Atli Karl Bachmann 3 (6), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (4), Leó Snær Pétursson 1 (3), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1)Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 3 (14) 21,4%, Björn Ingi Friðþjófsson 10/1 (29/1) 34,5%Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki 2, Atli Ævar, Ólafur Víðir, Vilhelm)Fiskuð víti: 5 (Ólafur Víðir 2, Atli Ævar 2, Leó)Utan vallar: 8 mínúturMörk FH: Ólafur Gústafsson 11 (16), Hjalti Þór Pálmason 6 (11), Baldvin Þorsteinsson 4/1 (5/1), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Halldór Guðjónsson 2 (4), Andri Berg Haraldsson 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3), Magnús Óli Magnússon (1)Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 19 (49) 38,8%Hraðaupphlaup: 6 (Ólafur 2, Halldór 2, Hjalti, Ari)Fiskuð víti: 1 (Ólafur)Utan vallar: 6 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Sjá meira
HK og FH buðu upp á hina bestu skemmtun í Digranesi í kvöld þegar liðin skildu jöfn 30-30 í frábærum handboltaleik. Bjarki Már Elísson tryggði HK stigið með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. HK hóf leikinn betur og skoraði tvö fyrstu mörkin. Arnór Freyr Stefánsson varði þrjú fyrstu skot FH en eftir að FH fann leiðin fram hjá honum tóku gestirnir öll völd á vellinum með Ólaf Gústafsson í sérflokki. FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik 14-16 og skoraði Ólafur alls sjö mörk í fyrri hálfleik en HK hélt sér inni í leiknum með góðum sóknarleik og fínni innkomu Björns Inga Friðþjófssonar í markið í fyrri hálfleik. FH skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og virtist ætla að stinga af en HK gefst aldrei upp og minnkaði muninn fljótt og var komið yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Ólafur Bjarki og Bjarki Már Elísson drógu vagninn og HK skyndilega komið í bílstjórasætið eftir að hafa elt lungan úr leiknum. FH komst aftur yfir þegar sex mínútur voru til leiksloka, 26-27, með þremur mörkum í röð og allt í járnum á lokamínútunum. HK komst aftur fyri var einu marki yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þá kom Ólafur Gústafsson aftur inn á eftir stutta hvíld og skoraði tvö síðustu mörk FH í leiknum sem virtust ætla að stela báðum stigunum. HK tók leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir og lögðu upp kerfi sem gekk upp. Ólafur Víðir fiskaði vítakast sem Bjarki Már skoraði úr af miklu öryggi. Bæði lið sýndu sínar bestu hliðar í sóknarleiknum í kvöld en að sama skapi geta bæði lið spilað betri vörn. Það kvartar þó enginn yfir því þar sem leikurinn var hin besta skemmtun og undirstrikar jafnræðið sem er á bestu liðum deildarinnar.HK – FH 30-30 (14-16)Mörk HK: Bjarki Már Elísson 11/5 (18/5), Atli Ævar Ingólfsson 7 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (7), Atli Karl Bachmann 3 (6), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (4), Leó Snær Pétursson 1 (3), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1)Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 3 (14) 21,4%, Björn Ingi Friðþjófsson 10/1 (29/1) 34,5%Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki 2, Atli Ævar, Ólafur Víðir, Vilhelm)Fiskuð víti: 5 (Ólafur Víðir 2, Atli Ævar 2, Leó)Utan vallar: 8 mínúturMörk FH: Ólafur Gústafsson 11 (16), Hjalti Þór Pálmason 6 (11), Baldvin Þorsteinsson 4/1 (5/1), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Halldór Guðjónsson 2 (4), Andri Berg Haraldsson 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3), Magnús Óli Magnússon (1)Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 19 (49) 38,8%Hraðaupphlaup: 6 (Ólafur 2, Halldór 2, Hjalti, Ari)Fiskuð víti: 1 (Ólafur)Utan vallar: 6 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Sjá meira