Framarar unnu á Hlíðarenda og eru áfram með fullt hús Elvar Geir Magnússon skrifar 13. október 2011 21:06 Mynd/Valli Framarar eru með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir fjórar umferðir en í kvöld unnu þeir sterkan útsigur á Val á Hlíðarenda 21-20. Í upphafi seinni hálfleiks hélt blaðamaður að þessi leikur myndi ekki bjóða upp á neina spennu en sú varð ekki raunin. Þetta var langþráður sigur Framliðsins í Vodafonehöllinni en Fram var búið að tapa öllum átta leikjum sínum í húsinu frá því í lok ársins 2007. Jafnræði var með liðunum í byrjun og báðir markverðir að finna sig ágætlega. Sóknarleikur Vals var þó ekki upp á marga fiska og var borinn uppi af Antoni Rúnarssyni sem setti fimm mörk snemma. Fram sótti vítin grimmt og komst í 8-5 þar sem helmingur marka liðsins kom af vítalínunni. Með því að skora fjögur mörk í röð náðu Framarar ákveðnu forskoti og nýttu sér hversu hugmyndasnauðir heimamenn voru í sóknaraðgerðum sínum. Safamýrarpiltar voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik og var ekkert sem benti til þess að þeir myndu hleypa heimamönnum nálægt sér. Valsmenn héldu þó áfram, spiluðu öfluga vörn og náðu að minnka muninn í aðeins tvö mörk þegar um tíu mínútur voru eftir svo vonin lifði. Áhorfendur á bandi Vals lifnuðu heldur betur til lífsins þegar Sturla Ásgeirsson minnkaði muninn í 19-20 þegar það voru rúmar fimm eftir. Í kjölfarið varði Hlynur Morthens svo vítakast. Spennan í lokin var mikil og Valsmenn fengu tækifæri til að jafna sem þeir nýttu ekki og Fram vann langþráðan sigur í spennandi leik á Hlíðarenda.Valur - Fram 20-21 (10-14)Mörk Vals (skot): Anton Rúnarsson 7 (12), Sturla Ásgeirsson 5/2 (9/2), Gunnar Harðarson 2 (2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (4), Aron Sveinsson 1 (1), Valdimar Fannar Þórsson 1 (6), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Atli Már Báruson 1 (1), Sigfúr Sigurðsson 0 (1), Magnús Einarsson 0 (6).Varin skot: Hlynur Morthens 21/1Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Sturla. Anton, Gunnar)Fiskuð víti: 2 (Finnur Ingi, Orri)Utan vallar: 4 mínúturMörk Fram (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 5 (8), Róbert Aron Hostert 4 (7), Einar Rafn Eiðsson 4/4 (6/5), Ingimundur Ingimundarson 3 (4), Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2), Sigurður Eggertsson 2 (5), Matthías Bernhöj Daðason 0 (1), Sigfús Páll Sigfússon 0 (2), Stefán Stefánsson 0 (2).Varin skot: Magnús Erlendsson 18Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Ingimundur 2)Fiskuð víti: 5 (Ægir 3, Jóhann, Stefán)Utan vallar: 2 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Sjá meira
Framarar eru með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir fjórar umferðir en í kvöld unnu þeir sterkan útsigur á Val á Hlíðarenda 21-20. Í upphafi seinni hálfleiks hélt blaðamaður að þessi leikur myndi ekki bjóða upp á neina spennu en sú varð ekki raunin. Þetta var langþráður sigur Framliðsins í Vodafonehöllinni en Fram var búið að tapa öllum átta leikjum sínum í húsinu frá því í lok ársins 2007. Jafnræði var með liðunum í byrjun og báðir markverðir að finna sig ágætlega. Sóknarleikur Vals var þó ekki upp á marga fiska og var borinn uppi af Antoni Rúnarssyni sem setti fimm mörk snemma. Fram sótti vítin grimmt og komst í 8-5 þar sem helmingur marka liðsins kom af vítalínunni. Með því að skora fjögur mörk í röð náðu Framarar ákveðnu forskoti og nýttu sér hversu hugmyndasnauðir heimamenn voru í sóknaraðgerðum sínum. Safamýrarpiltar voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik og var ekkert sem benti til þess að þeir myndu hleypa heimamönnum nálægt sér. Valsmenn héldu þó áfram, spiluðu öfluga vörn og náðu að minnka muninn í aðeins tvö mörk þegar um tíu mínútur voru eftir svo vonin lifði. Áhorfendur á bandi Vals lifnuðu heldur betur til lífsins þegar Sturla Ásgeirsson minnkaði muninn í 19-20 þegar það voru rúmar fimm eftir. Í kjölfarið varði Hlynur Morthens svo vítakast. Spennan í lokin var mikil og Valsmenn fengu tækifæri til að jafna sem þeir nýttu ekki og Fram vann langþráðan sigur í spennandi leik á Hlíðarenda.Valur - Fram 20-21 (10-14)Mörk Vals (skot): Anton Rúnarsson 7 (12), Sturla Ásgeirsson 5/2 (9/2), Gunnar Harðarson 2 (2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (4), Aron Sveinsson 1 (1), Valdimar Fannar Þórsson 1 (6), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Atli Már Báruson 1 (1), Sigfúr Sigurðsson 0 (1), Magnús Einarsson 0 (6).Varin skot: Hlynur Morthens 21/1Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Sturla. Anton, Gunnar)Fiskuð víti: 2 (Finnur Ingi, Orri)Utan vallar: 4 mínúturMörk Fram (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 5 (8), Róbert Aron Hostert 4 (7), Einar Rafn Eiðsson 4/4 (6/5), Ingimundur Ingimundarson 3 (4), Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2), Sigurður Eggertsson 2 (5), Matthías Bernhöj Daðason 0 (1), Sigfús Páll Sigfússon 0 (2), Stefán Stefánsson 0 (2).Varin skot: Magnús Erlendsson 18Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Ingimundur 2)Fiskuð víti: 5 (Ægir 3, Jóhann, Stefán)Utan vallar: 2 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Sjá meira