Umfjöllun: Afturelding vann botnslaginn á Nesinu Stefán Árni Pálsson á Seltjarnarnesi skrifar 16. október 2011 17:33 Grótta tapaði í dag. mynd/valli Afturelding sigraði í dag sinn fyrsta leik í N1-deild karla þegar þeir unnu Gróttu, 26-25, á Seltjarnarnesinu í hörkuleik sem var spennandi alveg fram á síðustu sekúndu. Afturelding hafði ákveðið frumkvæði nánast allan leikinn en Gróttumenn gáfust aldrei upp. Það mátti búast við hörkuleik á Seltjarnarnesinu í dag en þessi félög verða líklega í botnbaráttunni í vetur og því var þetta sannkallaður fjögra stiga leikur. Fyrri byrjaði heldur rólega og menn voru ískaldir. Leikmenn gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum og ekki fallegur handbolti sem sást á upphafsmínútunum. Afturelding var með frumkvæðið til að byrja með og komst í 6-3 þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum, ekki mikið skorar til að byrja með. Gróttumenn fóru í gang á næstu mínútum og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 7-6 fyrir heimamenn. Afturelding tók þá leikhlé og komu í kjölfarið virkilega sterkir til baka. Gestirnir skoruðu fimm mörk í röð og allt í einu var staðan 12-8 fyrir Aftureldingu. Staðan var 13-9 í hálfleik eftir heldur daprar 30 mínútur. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og náðu fljótlega að minnka muninn í eitt mark þegar staðan var 15-14 fyrir Aftureldingu, en gestirnir tóku þá strax leikhlé eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Grótta vann boltann strax eftir leikhléið og jafnaði metinn, skelfilegur kafli hjá Aftureldingu. En eins og saga leiksins þá komu Aftureldingarmenn til baka og skoruðu fjögur mörk í röð og staðan orðin 19-15 fyrir gestina. Afturelding hafði frumkvæði út leikinn en Gróttumenn reyndu hvað þeir gátu að jafna metinn. Leiknum lauk með sigri gestanna 26-25, en Grótta fékk aukakast á miðjum vellinum þegar leiktíminn var úti en skotið fór langt yfir. Fyrsti sigur Aftureldingar í höfn á mótinu og fín kveðjugjöf frá Gunnari Andréssyni sem lætur af störfum eftir leikinn. Afturelding er því með tvö stig í deildinni en Grótta er á botninum með aðeins eitt.Grótta - Afturelding 25-26 (9-13) Mörk Gróttu (skot): Benedikt Reynir Kristinsson 6 (11/1), Árni Benedikt Árnason 6 (13), Friðgeir Elí Jónasson 4/2 (6/2), Þorgrímur Smári Ólafsson 3 (11/1), Kristján Orri Jóhannsson 2 (2), Jóhann Gísli Jóhannsson 1 (3/1), Þorgrímur Þórarinsson 1(3), Ágúst Birgisson 1 (1), Hjálmar Þór Arnarsson 1 (2).Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 8/1 (21/2 , 38%.),Magnús Sigmundsson 7 (20/2, 35%.).Hraðaupphlaup: 2 (Benedikt)Fiskuð víti: 4 (Þorgrímur Smári 3, Hjálmar Þór).Utan vallar: 8 mínMörk Aftureldingar (skot): Sverrir Hermannsson 7 (12), Hilmar Stefánsson 6/3 (9/4), Jón Andri Helgason 5 (6), Daníel Jónsson 4 (5), Þrándur Gíslason 2 (5), Helgi Héðinsson 1 (2), Einar Héðinsson 1 (1), Böðvar Páll Ásgeirsson 0 (3).Varin skot: Hafþór Einarsson 20/3 (45/5, 44%).Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Jón Andri 3, Þrándur, Sverrir og Daníel).Fiskuð víti: 6 (Jón Andri 2, Hilmar, Þrándur, Helgi og Sverrir).Utan vallar: 12 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Afturelding sigraði í dag sinn fyrsta leik í N1-deild karla þegar þeir unnu Gróttu, 26-25, á Seltjarnarnesinu í hörkuleik sem var spennandi alveg fram á síðustu sekúndu. Afturelding hafði ákveðið frumkvæði nánast allan leikinn en Gróttumenn gáfust aldrei upp. Það mátti búast við hörkuleik á Seltjarnarnesinu í dag en þessi félög verða líklega í botnbaráttunni í vetur og því var þetta sannkallaður fjögra stiga leikur. Fyrri byrjaði heldur rólega og menn voru ískaldir. Leikmenn gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum og ekki fallegur handbolti sem sást á upphafsmínútunum. Afturelding var með frumkvæðið til að byrja með og komst í 6-3 þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum, ekki mikið skorar til að byrja með. Gróttumenn fóru í gang á næstu mínútum og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 7-6 fyrir heimamenn. Afturelding tók þá leikhlé og komu í kjölfarið virkilega sterkir til baka. Gestirnir skoruðu fimm mörk í röð og allt í einu var staðan 12-8 fyrir Aftureldingu. Staðan var 13-9 í hálfleik eftir heldur daprar 30 mínútur. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og náðu fljótlega að minnka muninn í eitt mark þegar staðan var 15-14 fyrir Aftureldingu, en gestirnir tóku þá strax leikhlé eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Grótta vann boltann strax eftir leikhléið og jafnaði metinn, skelfilegur kafli hjá Aftureldingu. En eins og saga leiksins þá komu Aftureldingarmenn til baka og skoruðu fjögur mörk í röð og staðan orðin 19-15 fyrir gestina. Afturelding hafði frumkvæði út leikinn en Gróttumenn reyndu hvað þeir gátu að jafna metinn. Leiknum lauk með sigri gestanna 26-25, en Grótta fékk aukakast á miðjum vellinum þegar leiktíminn var úti en skotið fór langt yfir. Fyrsti sigur Aftureldingar í höfn á mótinu og fín kveðjugjöf frá Gunnari Andréssyni sem lætur af störfum eftir leikinn. Afturelding er því með tvö stig í deildinni en Grótta er á botninum með aðeins eitt.Grótta - Afturelding 25-26 (9-13) Mörk Gróttu (skot): Benedikt Reynir Kristinsson 6 (11/1), Árni Benedikt Árnason 6 (13), Friðgeir Elí Jónasson 4/2 (6/2), Þorgrímur Smári Ólafsson 3 (11/1), Kristján Orri Jóhannsson 2 (2), Jóhann Gísli Jóhannsson 1 (3/1), Þorgrímur Þórarinsson 1(3), Ágúst Birgisson 1 (1), Hjálmar Þór Arnarsson 1 (2).Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 8/1 (21/2 , 38%.),Magnús Sigmundsson 7 (20/2, 35%.).Hraðaupphlaup: 2 (Benedikt)Fiskuð víti: 4 (Þorgrímur Smári 3, Hjálmar Þór).Utan vallar: 8 mínMörk Aftureldingar (skot): Sverrir Hermannsson 7 (12), Hilmar Stefánsson 6/3 (9/4), Jón Andri Helgason 5 (6), Daníel Jónsson 4 (5), Þrándur Gíslason 2 (5), Helgi Héðinsson 1 (2), Einar Héðinsson 1 (1), Böðvar Páll Ásgeirsson 0 (3).Varin skot: Hafþór Einarsson 20/3 (45/5, 44%).Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Jón Andri 3, Þrándur, Sverrir og Daníel).Fiskuð víti: 6 (Jón Andri 2, Hilmar, Þrándur, Helgi og Sverrir).Utan vallar: 12 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira