Bifreiðin á Hringbrautinni tengist ekki ráninu - mennirnir enn ófundnir 17. október 2011 13:04 Mennirnir ógnuðu starfsfólki með leikfangabyssum og komust á brott með töluvert magn af dýrum úrum og armböndum. mynd/Bl Mennirnir þrír sem voru handteknir á Hringbrautinni um klukkan ellefu í morgun tengjast vopnuðu ráni á Laugavegi ekki. Þetta segir varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um ofsakstur á bifreiðinni á Hringbrautinni og voru þrír menn sem voru í bílnum handteknir. Talið var í fyrstu að þeir myndu tengjast ráninu á Laugavegi en svo er ekki. Ræningjarnir eru enn ófundnir og leitar lögregla þeirra. Um klukkan hálf ellefu í morgun réðust þrír menn inn í úraverslunina Michelsen á Laugavegi 15. Þar ógnuðu þeir starfsfólki með byssum og brutu þar skápa og rændu fjölmörgum dýrum úrum og armböndum. Lögregla var kölluð á staðinn og skoðaði meðal annars öryggismyndavélar úr versluninni. Lögreglumenn fundu svo skömmu síðar mannlausa bifreið, sem mennirnir notuðu við ránið, í Þingholtunum í Reykjavík. Í henni voru tvær leikfangabyssur en samkvæmt heimildum fréttastofu lá önnur eftirlíking af byssu á á gólfi í versluninni þegar lögreglumenn komu á vettvang. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að mennirnir hafi hugsanlega haft alvöru skotvopn undir höndum en rannsókn stendur enn yfir á málinu. Bifreiðin sem mennirnir notuðu í ránið er af gerðinni Audi og er dökkblá á litin. Henni var stolið í Gnoðarvoginum í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn voru að rannsaka vettvang inni í versluninni hlupu nokkrir þeirra skyndilega út og fóru upp í lögreglubíla og brunuðu af stað. Stuttu síðar bárust fréttir af því að þrír menn hafi verið handteknir á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. En samkvæmt frystu fréttum var talið að þeir myndu tengjast ráninu en svo er ekki við frekari rannsókn. Lögregla rannsakaði einnig íbúðarhús í Vesturbæ Reykjavíkur í tengslum við ránið. Mennirnir, og þýfið sömuleiðis, eru ófundnir og er rannsókn enn í fullum gangi. Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Mennirnir þrír sem voru handteknir á Hringbrautinni um klukkan ellefu í morgun tengjast vopnuðu ráni á Laugavegi ekki. Þetta segir varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um ofsakstur á bifreiðinni á Hringbrautinni og voru þrír menn sem voru í bílnum handteknir. Talið var í fyrstu að þeir myndu tengjast ráninu á Laugavegi en svo er ekki. Ræningjarnir eru enn ófundnir og leitar lögregla þeirra. Um klukkan hálf ellefu í morgun réðust þrír menn inn í úraverslunina Michelsen á Laugavegi 15. Þar ógnuðu þeir starfsfólki með byssum og brutu þar skápa og rændu fjölmörgum dýrum úrum og armböndum. Lögregla var kölluð á staðinn og skoðaði meðal annars öryggismyndavélar úr versluninni. Lögreglumenn fundu svo skömmu síðar mannlausa bifreið, sem mennirnir notuðu við ránið, í Þingholtunum í Reykjavík. Í henni voru tvær leikfangabyssur en samkvæmt heimildum fréttastofu lá önnur eftirlíking af byssu á á gólfi í versluninni þegar lögreglumenn komu á vettvang. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að mennirnir hafi hugsanlega haft alvöru skotvopn undir höndum en rannsókn stendur enn yfir á málinu. Bifreiðin sem mennirnir notuðu í ránið er af gerðinni Audi og er dökkblá á litin. Henni var stolið í Gnoðarvoginum í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn voru að rannsaka vettvang inni í versluninni hlupu nokkrir þeirra skyndilega út og fóru upp í lögreglubíla og brunuðu af stað. Stuttu síðar bárust fréttir af því að þrír menn hafi verið handteknir á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. En samkvæmt frystu fréttum var talið að þeir myndu tengjast ráninu en svo er ekki við frekari rannsókn. Lögregla rannsakaði einnig íbúðarhús í Vesturbæ Reykjavíkur í tengslum við ránið. Mennirnir, og þýfið sömuleiðis, eru ófundnir og er rannsókn enn í fullum gangi.
Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira