Bifreiðin á Hringbrautinni tengist ekki ráninu - mennirnir enn ófundnir 17. október 2011 13:04 Mennirnir ógnuðu starfsfólki með leikfangabyssum og komust á brott með töluvert magn af dýrum úrum og armböndum. mynd/Bl Mennirnir þrír sem voru handteknir á Hringbrautinni um klukkan ellefu í morgun tengjast vopnuðu ráni á Laugavegi ekki. Þetta segir varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um ofsakstur á bifreiðinni á Hringbrautinni og voru þrír menn sem voru í bílnum handteknir. Talið var í fyrstu að þeir myndu tengjast ráninu á Laugavegi en svo er ekki. Ræningjarnir eru enn ófundnir og leitar lögregla þeirra. Um klukkan hálf ellefu í morgun réðust þrír menn inn í úraverslunina Michelsen á Laugavegi 15. Þar ógnuðu þeir starfsfólki með byssum og brutu þar skápa og rændu fjölmörgum dýrum úrum og armböndum. Lögregla var kölluð á staðinn og skoðaði meðal annars öryggismyndavélar úr versluninni. Lögreglumenn fundu svo skömmu síðar mannlausa bifreið, sem mennirnir notuðu við ránið, í Þingholtunum í Reykjavík. Í henni voru tvær leikfangabyssur en samkvæmt heimildum fréttastofu lá önnur eftirlíking af byssu á á gólfi í versluninni þegar lögreglumenn komu á vettvang. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að mennirnir hafi hugsanlega haft alvöru skotvopn undir höndum en rannsókn stendur enn yfir á málinu. Bifreiðin sem mennirnir notuðu í ránið er af gerðinni Audi og er dökkblá á litin. Henni var stolið í Gnoðarvoginum í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn voru að rannsaka vettvang inni í versluninni hlupu nokkrir þeirra skyndilega út og fóru upp í lögreglubíla og brunuðu af stað. Stuttu síðar bárust fréttir af því að þrír menn hafi verið handteknir á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. En samkvæmt frystu fréttum var talið að þeir myndu tengjast ráninu en svo er ekki við frekari rannsókn. Lögregla rannsakaði einnig íbúðarhús í Vesturbæ Reykjavíkur í tengslum við ránið. Mennirnir, og þýfið sömuleiðis, eru ófundnir og er rannsókn enn í fullum gangi. Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Mennirnir þrír sem voru handteknir á Hringbrautinni um klukkan ellefu í morgun tengjast vopnuðu ráni á Laugavegi ekki. Þetta segir varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um ofsakstur á bifreiðinni á Hringbrautinni og voru þrír menn sem voru í bílnum handteknir. Talið var í fyrstu að þeir myndu tengjast ráninu á Laugavegi en svo er ekki. Ræningjarnir eru enn ófundnir og leitar lögregla þeirra. Um klukkan hálf ellefu í morgun réðust þrír menn inn í úraverslunina Michelsen á Laugavegi 15. Þar ógnuðu þeir starfsfólki með byssum og brutu þar skápa og rændu fjölmörgum dýrum úrum og armböndum. Lögregla var kölluð á staðinn og skoðaði meðal annars öryggismyndavélar úr versluninni. Lögreglumenn fundu svo skömmu síðar mannlausa bifreið, sem mennirnir notuðu við ránið, í Þingholtunum í Reykjavík. Í henni voru tvær leikfangabyssur en samkvæmt heimildum fréttastofu lá önnur eftirlíking af byssu á á gólfi í versluninni þegar lögreglumenn komu á vettvang. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að mennirnir hafi hugsanlega haft alvöru skotvopn undir höndum en rannsókn stendur enn yfir á málinu. Bifreiðin sem mennirnir notuðu í ránið er af gerðinni Audi og er dökkblá á litin. Henni var stolið í Gnoðarvoginum í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn voru að rannsaka vettvang inni í versluninni hlupu nokkrir þeirra skyndilega út og fóru upp í lögreglubíla og brunuðu af stað. Stuttu síðar bárust fréttir af því að þrír menn hafi verið handteknir á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. En samkvæmt frystu fréttum var talið að þeir myndu tengjast ráninu en svo er ekki við frekari rannsókn. Lögregla rannsakaði einnig íbúðarhús í Vesturbæ Reykjavíkur í tengslum við ránið. Mennirnir, og þýfið sömuleiðis, eru ófundnir og er rannsókn enn í fullum gangi.
Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira