Viðskipti erlent

Atvinnuleysi í Danmörku vantalið um 100.000 manns

Í ljós hefur komið að atvinnuleysi í Danmörku er vantalið um rúmlega 100.000 manns í opinberum gögnum þar í landi.

Þetta kemur fram í blaðinu Politiken í dag. Þar segir að stærstur hluti þessa hóps eða um 40.000 manns sé fólk sem dottið er út úr félagslega kerfinu og tilheyrir ekki verkalýðsfélagi. Þar með er það ekki skráð atvinnulaust. Síðan kemur stór hópur sem er í ýmissi atvinnubótavinnu og þeir sem eru í endurmenntun.

Mette Frederiksen atvinnumálaráðherra Dana segir að þessar tölur veki þungar áhyggjur enda sýni þær að atvinnuleysið í landinu sé mun meira en opinberar tölur gefa til kynna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×