Eyjólfur: Svekkjandi að gefa þeim þessi mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2011 21:56 Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari. MyndAnton Það var alls ekki slæmt hljóðið í Eyjólfi Sverrissyni, þjálfara íslenska 21 árs landsliðsins eftir 0-3 tap á móti Englandi í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það er svekkjandi að gefa þeim þessi mörk og það var einbeitingaleysi og klaufaskapur hjá okkur. Ég er ánægður með marga kafla í leiknum, uppspilið var í fínu lagi hjá okkur og við vorum að spila boltanum vel. Okkur vantaði að fá þessi opnu færi og klára sóknirnar," sagði Eyjólfur. „Ég sé margt jákvætt í þessu og það er ekki neitt sem ég er í rauninni ósáttur við nema að fá þessi þrjú mörk á okkur. Ég var að heyra í strákunum áðan og þeim fannst þetta vera alltof auðveld mörk," sagði Eyjólfur. „Við verðum bara að taka það jákvæða út úr þessu. Við erum að reyna að bæta þetta lið og gera það betra. Við erum að spila við þá næst á útivelli og ekki verður það auðveldara. Þetta fer í reynsluboltann og liðið og einstaklingarnir læra mikið af þessum leik. Þeir sjá að þeir geta alveg spilað fótbolta á móti svona toppliði eins og við sjáum því þetta er gríðarlega öflugt lið. Ég vona að við bætum okkur sem lið og eigum þá eftir að eiga betri leiki í framtíðinni," sagði Eyjólfur og hann viðurkennir að vonin um að komast áfram sé veik. „Það er gríðarlega erfitt að komast í gegnum svona riðla hjá 21 árs liðunum og það er á brattann að sækja. Ég vona að við bætum okkur sem lið og það eru fullt af mikilvægum leikjum eftir. Það er fínt að hafa kröfur og við setjum þær á okkur sjálfir því við viljum ná langt. Við berjumst áfram þangað að það er tölfræðilega er ekki lengur hægt að komast áfram. Þetta snýst líka um það að þessi leikmenn séu að bæta sig og þetta séu framtíðarleikmenn fyrir íslenska A-landsliðið," sagði Eyjólfur og bætti við: „Það er partur af þessu og ég efast ekki um annað en að þeir hafi fengið mikið út úr þessum leik og átti sig á því að þeir geti alveg haldið út á móti svona liði. 21 árs liðið í fyrra óx gríðarlega hratt og liðið og leikmennirnir urðu alltaf betri og betri. Við erum lítið búnir að vera saman og við erum svolítið að þreifa okkur áfram," sagði Eyjólfur. „Mér fannst við vera góðir í þessum leik og vorum betri út á vellinum í þessum en leik en til dæmis á móti Belgum. Ég held að við séum á réttri leið og erum að bæta okkur. Við megum samt ekki fá svona klaufamörk á okkur," sagði Eyjólfur. Íslenski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Sjá meira
Það var alls ekki slæmt hljóðið í Eyjólfi Sverrissyni, þjálfara íslenska 21 árs landsliðsins eftir 0-3 tap á móti Englandi í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það er svekkjandi að gefa þeim þessi mörk og það var einbeitingaleysi og klaufaskapur hjá okkur. Ég er ánægður með marga kafla í leiknum, uppspilið var í fínu lagi hjá okkur og við vorum að spila boltanum vel. Okkur vantaði að fá þessi opnu færi og klára sóknirnar," sagði Eyjólfur. „Ég sé margt jákvætt í þessu og það er ekki neitt sem ég er í rauninni ósáttur við nema að fá þessi þrjú mörk á okkur. Ég var að heyra í strákunum áðan og þeim fannst þetta vera alltof auðveld mörk," sagði Eyjólfur. „Við verðum bara að taka það jákvæða út úr þessu. Við erum að reyna að bæta þetta lið og gera það betra. Við erum að spila við þá næst á útivelli og ekki verður það auðveldara. Þetta fer í reynsluboltann og liðið og einstaklingarnir læra mikið af þessum leik. Þeir sjá að þeir geta alveg spilað fótbolta á móti svona toppliði eins og við sjáum því þetta er gríðarlega öflugt lið. Ég vona að við bætum okkur sem lið og eigum þá eftir að eiga betri leiki í framtíðinni," sagði Eyjólfur og hann viðurkennir að vonin um að komast áfram sé veik. „Það er gríðarlega erfitt að komast í gegnum svona riðla hjá 21 árs liðunum og það er á brattann að sækja. Ég vona að við bætum okkur sem lið og það eru fullt af mikilvægum leikjum eftir. Það er fínt að hafa kröfur og við setjum þær á okkur sjálfir því við viljum ná langt. Við berjumst áfram þangað að það er tölfræðilega er ekki lengur hægt að komast áfram. Þetta snýst líka um það að þessi leikmenn séu að bæta sig og þetta séu framtíðarleikmenn fyrir íslenska A-landsliðið," sagði Eyjólfur og bætti við: „Það er partur af þessu og ég efast ekki um annað en að þeir hafi fengið mikið út úr þessum leik og átti sig á því að þeir geti alveg haldið út á móti svona liði. 21 árs liðið í fyrra óx gríðarlega hratt og liðið og leikmennirnir urðu alltaf betri og betri. Við erum lítið búnir að vera saman og við erum svolítið að þreifa okkur áfram," sagði Eyjólfur. „Mér fannst við vera góðir í þessum leik og vorum betri út á vellinum í þessum en leik en til dæmis á móti Belgum. Ég held að við séum á réttri leið og erum að bæta okkur. Við megum samt ekki fá svona klaufamörk á okkur," sagði Eyjólfur.
Íslenski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Sjá meira