Eyjólfur: Svekkjandi að gefa þeim þessi mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2011 21:56 Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari. MyndAnton Það var alls ekki slæmt hljóðið í Eyjólfi Sverrissyni, þjálfara íslenska 21 árs landsliðsins eftir 0-3 tap á móti Englandi í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það er svekkjandi að gefa þeim þessi mörk og það var einbeitingaleysi og klaufaskapur hjá okkur. Ég er ánægður með marga kafla í leiknum, uppspilið var í fínu lagi hjá okkur og við vorum að spila boltanum vel. Okkur vantaði að fá þessi opnu færi og klára sóknirnar," sagði Eyjólfur. „Ég sé margt jákvætt í þessu og það er ekki neitt sem ég er í rauninni ósáttur við nema að fá þessi þrjú mörk á okkur. Ég var að heyra í strákunum áðan og þeim fannst þetta vera alltof auðveld mörk," sagði Eyjólfur. „Við verðum bara að taka það jákvæða út úr þessu. Við erum að reyna að bæta þetta lið og gera það betra. Við erum að spila við þá næst á útivelli og ekki verður það auðveldara. Þetta fer í reynsluboltann og liðið og einstaklingarnir læra mikið af þessum leik. Þeir sjá að þeir geta alveg spilað fótbolta á móti svona toppliði eins og við sjáum því þetta er gríðarlega öflugt lið. Ég vona að við bætum okkur sem lið og eigum þá eftir að eiga betri leiki í framtíðinni," sagði Eyjólfur og hann viðurkennir að vonin um að komast áfram sé veik. „Það er gríðarlega erfitt að komast í gegnum svona riðla hjá 21 árs liðunum og það er á brattann að sækja. Ég vona að við bætum okkur sem lið og það eru fullt af mikilvægum leikjum eftir. Það er fínt að hafa kröfur og við setjum þær á okkur sjálfir því við viljum ná langt. Við berjumst áfram þangað að það er tölfræðilega er ekki lengur hægt að komast áfram. Þetta snýst líka um það að þessi leikmenn séu að bæta sig og þetta séu framtíðarleikmenn fyrir íslenska A-landsliðið," sagði Eyjólfur og bætti við: „Það er partur af þessu og ég efast ekki um annað en að þeir hafi fengið mikið út úr þessum leik og átti sig á því að þeir geti alveg haldið út á móti svona liði. 21 árs liðið í fyrra óx gríðarlega hratt og liðið og leikmennirnir urðu alltaf betri og betri. Við erum lítið búnir að vera saman og við erum svolítið að þreifa okkur áfram," sagði Eyjólfur. „Mér fannst við vera góðir í þessum leik og vorum betri út á vellinum í þessum en leik en til dæmis á móti Belgum. Ég held að við séum á réttri leið og erum að bæta okkur. Við megum samt ekki fá svona klaufamörk á okkur," sagði Eyjólfur. Íslenski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Það var alls ekki slæmt hljóðið í Eyjólfi Sverrissyni, þjálfara íslenska 21 árs landsliðsins eftir 0-3 tap á móti Englandi í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það er svekkjandi að gefa þeim þessi mörk og það var einbeitingaleysi og klaufaskapur hjá okkur. Ég er ánægður með marga kafla í leiknum, uppspilið var í fínu lagi hjá okkur og við vorum að spila boltanum vel. Okkur vantaði að fá þessi opnu færi og klára sóknirnar," sagði Eyjólfur. „Ég sé margt jákvætt í þessu og það er ekki neitt sem ég er í rauninni ósáttur við nema að fá þessi þrjú mörk á okkur. Ég var að heyra í strákunum áðan og þeim fannst þetta vera alltof auðveld mörk," sagði Eyjólfur. „Við verðum bara að taka það jákvæða út úr þessu. Við erum að reyna að bæta þetta lið og gera það betra. Við erum að spila við þá næst á útivelli og ekki verður það auðveldara. Þetta fer í reynsluboltann og liðið og einstaklingarnir læra mikið af þessum leik. Þeir sjá að þeir geta alveg spilað fótbolta á móti svona toppliði eins og við sjáum því þetta er gríðarlega öflugt lið. Ég vona að við bætum okkur sem lið og eigum þá eftir að eiga betri leiki í framtíðinni," sagði Eyjólfur og hann viðurkennir að vonin um að komast áfram sé veik. „Það er gríðarlega erfitt að komast í gegnum svona riðla hjá 21 árs liðunum og það er á brattann að sækja. Ég vona að við bætum okkur sem lið og það eru fullt af mikilvægum leikjum eftir. Það er fínt að hafa kröfur og við setjum þær á okkur sjálfir því við viljum ná langt. Við berjumst áfram þangað að það er tölfræðilega er ekki lengur hægt að komast áfram. Þetta snýst líka um það að þessi leikmenn séu að bæta sig og þetta séu framtíðarleikmenn fyrir íslenska A-landsliðið," sagði Eyjólfur og bætti við: „Það er partur af þessu og ég efast ekki um annað en að þeir hafi fengið mikið út úr þessum leik og átti sig á því að þeir geti alveg haldið út á móti svona liði. 21 árs liðið í fyrra óx gríðarlega hratt og liðið og leikmennirnir urðu alltaf betri og betri. Við erum lítið búnir að vera saman og við erum svolítið að þreifa okkur áfram," sagði Eyjólfur. „Mér fannst við vera góðir í þessum leik og vorum betri út á vellinum í þessum en leik en til dæmis á móti Belgum. Ég held að við séum á réttri leið og erum að bæta okkur. Við megum samt ekki fá svona klaufamörk á okkur," sagði Eyjólfur.
Íslenski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira