Viðskipti erlent

Fitch lækkar mat sitt á Ítalíu og Spáni

Fitch segir skuldavanda evruríkjanna vera helstu ástæðu lækkanna.
Fitch segir skuldavanda evruríkjanna vera helstu ástæðu lækkanna. mynd/AFP
Lánshæfismat Ítalíu og Spánar var lækkað í dag af matsfyrirtækinu Fitch.

Fyrr í vikunni lækkaði Moody's lánhæfismat sitt á Ítalíu og fylgir Fitch nú í kjölfarið. Ítalía er nú flokki A+ en var áður í AA flokki. Talsmenn Fitch segja að ástæða lækkunarinnar liggji í miklum skuldavanda evruríkjanna. Matsfyrirtækið telur að óvíst sé hvort að bankar Ítalíu hafi bolmagn til að takast á við vandamálið. Fitch færði svipuð rök fyrir endurmatinu á lánshæfismati Spánar.

Fitch telur að minnkandi traust á Ítölskum fjármálastofnunum geti grafið undan trú á ríkisstjórn Ítalíu. Þannig geti alvarlegur vítahringur myndast sem myndi á endanum hafa enn verri áhrif á fjármálastarfsemi á Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×