Hreggviður: Tekur tæknilega meiri tíma að taka skot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2011 22:26 Hreggviður Magnússon, leikmaður KR, setti stórt spurningamerki við sigurkörfu Grindvíkinga í viðureign liðanna í Vesturbænum í kvöld. „Í fyrsta lagi held ég að það taki tæknilega meiri tíma en þessi sekúndubrot til þess að taka skot. Það er mjög leiðinlegt að tapa þessu svona á óvissuatriði. Ég óska þeim til hamingju. Þeir börðust vel og eru með skemmtilegt lið,“ sagði Hreggviður. „Mér fannst þetta vera kaflaskiptur leikur. Annaðhvort voru þeir á nokkurra mínútna skriði eða við. Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur. Við náðum ekki að skila fjörutíu mínútum af góðir vörn og góðri sókn. Við höfum aðeins náð að æfa saman í tvær vikur með fullmannað lið.“ Hreggviður skoraði 20 stig í leiknum auk þess að taka sex fráköst. Hann var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna en tólf stiganna komu þaðan. Hann sagðist ánægður með að búið væri að færa þriggja stiga línuna utar. „Þetta skilur að alvöru skytturnar,“ sagði Hreggviður léttur. „Það skiptir engu máli. Þetta er breytt lið og skiptir engu máli hver skorar,“ bætti hann við. Hreggviður telur að það eigi eftir að taka tíma fyrir KR-liðið að smella saman. „Þetta verður svipað eins og í fyrra. Marcus Walker var frábær í lok tímabils. Hann byrjaði rólega, þurfti að finna sig. Við vorum með nýtt lið og það tók tíma að finna okkur. Þetta verður sama sagan í ár. Við erum með marga nýja leikmenn, tvo nýja útlendinga. Þetta verður lærdómskúrva að finna okkur og þessi leikur var dæmigerður fyrir það.“ Bandaríkjamennirnir David Tairu og Edward Horton Jr. spiluðu þokkalega í kvöld. Þeir virtust ná vel saman og Hreggviður hefur trú á þeim. „Þeir eiga eftir að smella inn í þetta. Þeir eru með toppstykkið í lagi, vilja vinna og vinna fyrir liðið. Þurfa ekki að gera þetta á eigin spýtur. Þeir vilja gera það sem þarf til að liðið vinni þó það gekk ekki í kvöld. Ég held að þeir eigi eftir að smella vel inní þetta,“ sagði Hreggviður. Dominos-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Sjá meira
Hreggviður Magnússon, leikmaður KR, setti stórt spurningamerki við sigurkörfu Grindvíkinga í viðureign liðanna í Vesturbænum í kvöld. „Í fyrsta lagi held ég að það taki tæknilega meiri tíma en þessi sekúndubrot til þess að taka skot. Það er mjög leiðinlegt að tapa þessu svona á óvissuatriði. Ég óska þeim til hamingju. Þeir börðust vel og eru með skemmtilegt lið,“ sagði Hreggviður. „Mér fannst þetta vera kaflaskiptur leikur. Annaðhvort voru þeir á nokkurra mínútna skriði eða við. Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur. Við náðum ekki að skila fjörutíu mínútum af góðir vörn og góðri sókn. Við höfum aðeins náð að æfa saman í tvær vikur með fullmannað lið.“ Hreggviður skoraði 20 stig í leiknum auk þess að taka sex fráköst. Hann var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna en tólf stiganna komu þaðan. Hann sagðist ánægður með að búið væri að færa þriggja stiga línuna utar. „Þetta skilur að alvöru skytturnar,“ sagði Hreggviður léttur. „Það skiptir engu máli. Þetta er breytt lið og skiptir engu máli hver skorar,“ bætti hann við. Hreggviður telur að það eigi eftir að taka tíma fyrir KR-liðið að smella saman. „Þetta verður svipað eins og í fyrra. Marcus Walker var frábær í lok tímabils. Hann byrjaði rólega, þurfti að finna sig. Við vorum með nýtt lið og það tók tíma að finna okkur. Þetta verður sama sagan í ár. Við erum með marga nýja leikmenn, tvo nýja útlendinga. Þetta verður lærdómskúrva að finna okkur og þessi leikur var dæmigerður fyrir það.“ Bandaríkjamennirnir David Tairu og Edward Horton Jr. spiluðu þokkalega í kvöld. Þeir virtust ná vel saman og Hreggviður hefur trú á þeim. „Þeir eiga eftir að smella inn í þetta. Þeir eru með toppstykkið í lagi, vilja vinna og vinna fyrir liðið. Þurfa ekki að gera þetta á eigin spýtur. Þeir vilja gera það sem þarf til að liðið vinni þó það gekk ekki í kvöld. Ég held að þeir eigi eftir að smella vel inní þetta,“ sagði Hreggviður.
Dominos-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Sjá meira