Hreggviður: Tekur tæknilega meiri tíma að taka skot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2011 22:26 Hreggviður Magnússon, leikmaður KR, setti stórt spurningamerki við sigurkörfu Grindvíkinga í viðureign liðanna í Vesturbænum í kvöld. „Í fyrsta lagi held ég að það taki tæknilega meiri tíma en þessi sekúndubrot til þess að taka skot. Það er mjög leiðinlegt að tapa þessu svona á óvissuatriði. Ég óska þeim til hamingju. Þeir börðust vel og eru með skemmtilegt lið,“ sagði Hreggviður. „Mér fannst þetta vera kaflaskiptur leikur. Annaðhvort voru þeir á nokkurra mínútna skriði eða við. Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur. Við náðum ekki að skila fjörutíu mínútum af góðir vörn og góðri sókn. Við höfum aðeins náð að æfa saman í tvær vikur með fullmannað lið.“ Hreggviður skoraði 20 stig í leiknum auk þess að taka sex fráköst. Hann var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna en tólf stiganna komu þaðan. Hann sagðist ánægður með að búið væri að færa þriggja stiga línuna utar. „Þetta skilur að alvöru skytturnar,“ sagði Hreggviður léttur. „Það skiptir engu máli. Þetta er breytt lið og skiptir engu máli hver skorar,“ bætti hann við. Hreggviður telur að það eigi eftir að taka tíma fyrir KR-liðið að smella saman. „Þetta verður svipað eins og í fyrra. Marcus Walker var frábær í lok tímabils. Hann byrjaði rólega, þurfti að finna sig. Við vorum með nýtt lið og það tók tíma að finna okkur. Þetta verður sama sagan í ár. Við erum með marga nýja leikmenn, tvo nýja útlendinga. Þetta verður lærdómskúrva að finna okkur og þessi leikur var dæmigerður fyrir það.“ Bandaríkjamennirnir David Tairu og Edward Horton Jr. spiluðu þokkalega í kvöld. Þeir virtust ná vel saman og Hreggviður hefur trú á þeim. „Þeir eiga eftir að smella inn í þetta. Þeir eru með toppstykkið í lagi, vilja vinna og vinna fyrir liðið. Þurfa ekki að gera þetta á eigin spýtur. Þeir vilja gera það sem þarf til að liðið vinni þó það gekk ekki í kvöld. Ég held að þeir eigi eftir að smella vel inní þetta,“ sagði Hreggviður. Dominos-deild karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Hreggviður Magnússon, leikmaður KR, setti stórt spurningamerki við sigurkörfu Grindvíkinga í viðureign liðanna í Vesturbænum í kvöld. „Í fyrsta lagi held ég að það taki tæknilega meiri tíma en þessi sekúndubrot til þess að taka skot. Það er mjög leiðinlegt að tapa þessu svona á óvissuatriði. Ég óska þeim til hamingju. Þeir börðust vel og eru með skemmtilegt lið,“ sagði Hreggviður. „Mér fannst þetta vera kaflaskiptur leikur. Annaðhvort voru þeir á nokkurra mínútna skriði eða við. Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur. Við náðum ekki að skila fjörutíu mínútum af góðir vörn og góðri sókn. Við höfum aðeins náð að æfa saman í tvær vikur með fullmannað lið.“ Hreggviður skoraði 20 stig í leiknum auk þess að taka sex fráköst. Hann var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna en tólf stiganna komu þaðan. Hann sagðist ánægður með að búið væri að færa þriggja stiga línuna utar. „Þetta skilur að alvöru skytturnar,“ sagði Hreggviður léttur. „Það skiptir engu máli. Þetta er breytt lið og skiptir engu máli hver skorar,“ bætti hann við. Hreggviður telur að það eigi eftir að taka tíma fyrir KR-liðið að smella saman. „Þetta verður svipað eins og í fyrra. Marcus Walker var frábær í lok tímabils. Hann byrjaði rólega, þurfti að finna sig. Við vorum með nýtt lið og það tók tíma að finna okkur. Þetta verður sama sagan í ár. Við erum með marga nýja leikmenn, tvo nýja útlendinga. Þetta verður lærdómskúrva að finna okkur og þessi leikur var dæmigerður fyrir það.“ Bandaríkjamennirnir David Tairu og Edward Horton Jr. spiluðu þokkalega í kvöld. Þeir virtust ná vel saman og Hreggviður hefur trú á þeim. „Þeir eiga eftir að smella inn í þetta. Þeir eru með toppstykkið í lagi, vilja vinna og vinna fyrir liðið. Þurfa ekki að gera þetta á eigin spýtur. Þeir vilja gera það sem þarf til að liðið vinni þó það gekk ekki í kvöld. Ég held að þeir eigi eftir að smella vel inní þetta,“ sagði Hreggviður.
Dominos-deild karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum