Umfjöllun: Kennslustund í knattspyrnu á Akureyri Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 28. september 2011 15:31 Rakel Hönnudóttr. Mynd/Stefán Eitt besta félagslið heims sýndi hvernig á að spila fótbolta þegar það vann öruggan sigur á Þór/KA í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Akureyri í dag. Lokatölur voru 0-6 fyrir Potsdam. Turbine Potsdam er með eitt allra besta félagslið heims. Það vann þýska meistaratitilinn þriðja árið í röð í vor og hefur alls orðið þýskur meistari fimm sinnum frá og með árinu 2004. Það varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en tapaði í úrslitaleiknum í fyrra. Liðið vann Val samtals 19-2 í Evrópukeppninni árið 2005. Þrátt fyrir að vera töluvert lakari á pappírunum margfrægu létu Akureyrarstelpur vel fyrir sér finna. Þær tækluðu strax um allan völl og létu gestina finna fyrir íslenskri gestrisni. Potsdam náðu þó fljótlega undirtökunum og komst yfir með slysalegu sjálfsmarki. Arna Sif Ásgrímsdóttir sparkaði þá boltanum í eigið mark eftir fyrirgjöf. Skömmu síðar skoraði heimsmeistarinn Yuki Nagasato eftir stungusendingu og staðan orðin 2-0 eftir 14 mínútur. Þrátt fyrir það opnaðist ekki fyrir neinar flóðgáttir en Helena Jónsdóttir varði nokkrum sinnum frábærlega í markinu. Helena er aðeins 18 ára en var örugg í öllum sínum aðgerðum og varði oft mjög vel, við erfiðar aðstæður. Völlurinn var rennandi blautur og erfitt að fóta sig. Þór/KA fékk tvö ágæt færi, Mateja Zver og Sandra María Jessen skutu báðar yfir úr svipuðu færi, aðþrengdar. Staðan í hálfleik var 0-2 fyrir Potsdam, verðskulduð staða. Seinni hálfleikur var ekki gamall þegar leikmenn Potsdam fengu alltof mikinn tíma í teignum og eftir einfalda sendingu skoraði Yuki aftur, nú af stuttu færi. Yuki innsiglaði svo þrennu sína en þá var farið að draga verulega af Þór/KA. Þær eru ekki vanar að spila svona hraðan leik og Potsdam keyrði yfir þær á lokakaflanum. Fimmta markið var einfalt, það skoraði Peter Babett af stuttu færi eftir fyrirgjöf og Anonma Genoveva potaði svo boltanum í markið þegar hún komst ein gegn Helenu. Staðan orðin 0-6. Leikurinn fjaraði svo út án frekari marka, en Potsdam fékk fleiri færi til að bæta við mörkum. Lið Potsdam spilaði virkilega vel á milli sín, hreyfingar án bolta voru frábærar og leikskilningurinn mikill. Þór/KA barðist virkilega vel en eðlilega dró af liðinu þegar leið á. Það á litla möguleika á að komast áfram en seinni leikurinn er ytra í næstu viku.Þór/KA 0-6 Turbine Potsdam 0-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir - Sjálfsmark(11.) 0-2 Yuki Nagasato (14.) 0-3 Yuki Nagasato (50.) 0-4 Yuki Nagasato (56.) 0-5 Peter Babett (74.) 0-6 Anonma Genoveva (76.)Skot (á mark): 7-22 (3-13)Varin skot: Helena 7 – 0 Berger/Maher 3Horn: 0-10Aukaspyrnur fengnar: 8-8Rangstöður: 0-1Áhorfendur: 530 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins sem og leikmannahópa liðanna. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Sjá meira
Eitt besta félagslið heims sýndi hvernig á að spila fótbolta þegar það vann öruggan sigur á Þór/KA í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Akureyri í dag. Lokatölur voru 0-6 fyrir Potsdam. Turbine Potsdam er með eitt allra besta félagslið heims. Það vann þýska meistaratitilinn þriðja árið í röð í vor og hefur alls orðið þýskur meistari fimm sinnum frá og með árinu 2004. Það varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en tapaði í úrslitaleiknum í fyrra. Liðið vann Val samtals 19-2 í Evrópukeppninni árið 2005. Þrátt fyrir að vera töluvert lakari á pappírunum margfrægu létu Akureyrarstelpur vel fyrir sér finna. Þær tækluðu strax um allan völl og létu gestina finna fyrir íslenskri gestrisni. Potsdam náðu þó fljótlega undirtökunum og komst yfir með slysalegu sjálfsmarki. Arna Sif Ásgrímsdóttir sparkaði þá boltanum í eigið mark eftir fyrirgjöf. Skömmu síðar skoraði heimsmeistarinn Yuki Nagasato eftir stungusendingu og staðan orðin 2-0 eftir 14 mínútur. Þrátt fyrir það opnaðist ekki fyrir neinar flóðgáttir en Helena Jónsdóttir varði nokkrum sinnum frábærlega í markinu. Helena er aðeins 18 ára en var örugg í öllum sínum aðgerðum og varði oft mjög vel, við erfiðar aðstæður. Völlurinn var rennandi blautur og erfitt að fóta sig. Þór/KA fékk tvö ágæt færi, Mateja Zver og Sandra María Jessen skutu báðar yfir úr svipuðu færi, aðþrengdar. Staðan í hálfleik var 0-2 fyrir Potsdam, verðskulduð staða. Seinni hálfleikur var ekki gamall þegar leikmenn Potsdam fengu alltof mikinn tíma í teignum og eftir einfalda sendingu skoraði Yuki aftur, nú af stuttu færi. Yuki innsiglaði svo þrennu sína en þá var farið að draga verulega af Þór/KA. Þær eru ekki vanar að spila svona hraðan leik og Potsdam keyrði yfir þær á lokakaflanum. Fimmta markið var einfalt, það skoraði Peter Babett af stuttu færi eftir fyrirgjöf og Anonma Genoveva potaði svo boltanum í markið þegar hún komst ein gegn Helenu. Staðan orðin 0-6. Leikurinn fjaraði svo út án frekari marka, en Potsdam fékk fleiri færi til að bæta við mörkum. Lið Potsdam spilaði virkilega vel á milli sín, hreyfingar án bolta voru frábærar og leikskilningurinn mikill. Þór/KA barðist virkilega vel en eðlilega dró af liðinu þegar leið á. Það á litla möguleika á að komast áfram en seinni leikurinn er ytra í næstu viku.Þór/KA 0-6 Turbine Potsdam 0-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir - Sjálfsmark(11.) 0-2 Yuki Nagasato (14.) 0-3 Yuki Nagasato (50.) 0-4 Yuki Nagasato (56.) 0-5 Peter Babett (74.) 0-6 Anonma Genoveva (76.)Skot (á mark): 7-22 (3-13)Varin skot: Helena 7 – 0 Berger/Maher 3Horn: 0-10Aukaspyrnur fengnar: 8-8Rangstöður: 0-1Áhorfendur: 530 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins sem og leikmannahópa liðanna.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Sjá meira