Handbolti

Ólafur Víðir kominn heim til HK - þriggja ára samningur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Velkominn heim.
Velkominn heim. Mynd/HK.is
Handknattleikskappinn Ólafur Víðir Ólafsson er snúinn aftur heim í Kópavoginn og leikur með HK á næstu leiktíð. Ólafur Víðir, sem lék með Haugesund í norska handboltanum á síðustu leiktíð, skrifaði undir þriggja ára samning við HK.

Á heimasíðu HK er Ólafur Víðir boðinn velkominn heim. HK-ingar vænta mikils af Ólafi Víði og segja allt jafn gaman að fá HK-inga heim. Sjálfur á Ólafur að hafa sagt við undirskriftina í gær: „Ég kem alltaf aftur.“

Ólafur Víðir er uppalinn HK-ingur en spilaði síðar með Stjörnunni og ÍBV. Þar spilaði hann tímabilið 2009-2010 áður en hann hélt til Noregs. Ólafur hyggur á nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík næstu þrjú árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×