Rúnar Kristins: Vonandi getum við strítt þeim 28. júlí 2011 12:00 Rúnar Kristinsson þjálfari KR leiðir lið sitt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Andstæðingurinn er Dinamo Tbilisi frá Georgíu sem fyrirfram er talið töluvert sterkara liðið. „Leikirnir leggjast vel í mig. Það er virkilega gaman að taka þátt í Evrópukeppni. Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila. Vonandi fáum við góð úrslit á heimavelli og getum tekið með okkur hagstæð úrslit út." Andstæðingurinn er reynslumikill í Evrópukeppni. Tbilisi hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið undanfarin tuttugu ár. Þá vann liðið Evrópukeppni bikarhafa vorið 1981. Rúnar segir ekki hægt að gera þá kröfu að KR komist áfram. „Ég held það sé ekki raunhæft að ætlast til þess að við förum áfram úr þessu. Þetta lið er mun hærra skrifað en við en Zilina var það reyndar líka og þeir voru mun hærra skrifaðir en Georgíumennirnir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni. Þetta er öðruvísi lið, spila allt öðruvísi fótbolta og spurning hvort það henti okkur betur eða verr á eftir að koma í ljós. Ef við náum hagstæðum úrslitum heima getum við gert góða hluti. Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókndjarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika." Dinamo-menn biðu lægri hlut í fyrri leik sínum gegn liði frá Wales í síðustu umferð. Í síðari leiknum var þó allt annað upp á teningnum, 5-0 stórsigur Georgíumanna. Rúnar er sammála því að með tapinu í Wales séu Dinamo-menn búnir að taka út vanmat á minni andstæðingum í keppninni. „Ég hugsa það. Þetta var mjög snemmt á þeirra tímabili. Þeir eru bara að byrja. Nýr þjálfari sem hefur ekki verið lengi við stjórnvölinn. Væntanlega nýjar áherslur á leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrsta leiknum. Liðið var töluvert breytt frá fyrri leiknum í Wales og síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni og vonandi getum við strítt þeim eitthvað." Leikur KR og Dinamo Tbilisi hefst á KR-velli í kvöld klukkan 19:15. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Rúnar Kristinsson þjálfari KR leiðir lið sitt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Andstæðingurinn er Dinamo Tbilisi frá Georgíu sem fyrirfram er talið töluvert sterkara liðið. „Leikirnir leggjast vel í mig. Það er virkilega gaman að taka þátt í Evrópukeppni. Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila. Vonandi fáum við góð úrslit á heimavelli og getum tekið með okkur hagstæð úrslit út." Andstæðingurinn er reynslumikill í Evrópukeppni. Tbilisi hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið undanfarin tuttugu ár. Þá vann liðið Evrópukeppni bikarhafa vorið 1981. Rúnar segir ekki hægt að gera þá kröfu að KR komist áfram. „Ég held það sé ekki raunhæft að ætlast til þess að við förum áfram úr þessu. Þetta lið er mun hærra skrifað en við en Zilina var það reyndar líka og þeir voru mun hærra skrifaðir en Georgíumennirnir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni. Þetta er öðruvísi lið, spila allt öðruvísi fótbolta og spurning hvort það henti okkur betur eða verr á eftir að koma í ljós. Ef við náum hagstæðum úrslitum heima getum við gert góða hluti. Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókndjarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika." Dinamo-menn biðu lægri hlut í fyrri leik sínum gegn liði frá Wales í síðustu umferð. Í síðari leiknum var þó allt annað upp á teningnum, 5-0 stórsigur Georgíumanna. Rúnar er sammála því að með tapinu í Wales séu Dinamo-menn búnir að taka út vanmat á minni andstæðingum í keppninni. „Ég hugsa það. Þetta var mjög snemmt á þeirra tímabili. Þeir eru bara að byrja. Nýr þjálfari sem hefur ekki verið lengi við stjórnvölinn. Væntanlega nýjar áherslur á leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrsta leiknum. Liðið var töluvert breytt frá fyrri leiknum í Wales og síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni og vonandi getum við strítt þeim eitthvað." Leikur KR og Dinamo Tbilisi hefst á KR-velli í kvöld klukkan 19:15.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira