Foreldrar Sturlu færðu gjörgæsludeildinni gjöf 29. júlí 2011 16:48 Kristín Dýrfjörð og Friðrik Þór Guðmundsson, foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lét lífið eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000, hafa fært gjörgæsludeildinni í Fossvogi að gjöf sjónvarp, DVD tæki og nokkra mynddiska til minningar um hann. Við lok verslunarmannahelgar fyrir 11 árum urðu nokkur alvarleg slys þar sem fjöldi ungs fólks á leið heim af útihátíðum slasaðist og sumt af því lét lífið. Eitt þessara ungmenna var sonur þeirra, Sturla Þór Friðriksson, sem var á leið heim með vini sínum, Jóni Berki Jónssyni, í flugi frá Vestmannaeyjum. „Vikur og mánuði eftir slysið áttum við samastað á gjörgæsludeildinni í Fossvogi en samanlagt var Sturla þar í rúma þrjá mánuði. Við kynntumst því frábæra starfi og starfsfólki sem þar er. Fagmennsku þess og alúð við bæði sjúklinga og aðstandendur. Sturla Þór lést á gjörgæslunni þann 1. janúar 2001," segir í tilkynningu sem þau Kristín og Friðrik sendu frá sér. Eftir allan þann tíma sem við vorum aðstandendur á gjörgæslunni vitum við að sjúkrahúsið sér um að þar starfi fagfólk sem er fremst í sínum fræðum og að þar sé góður tækjakostur. Við vitum líka að þegar valið stendur á milli nýs tækis fyrir sjúkling eða þess að búa að aðstandendum hlýtur lækningabúnaðurinn að verða oftar fyrir valinu. Eftir fremsta megni er þó reynt að hafa aðstæður aðstandenda sem bestar. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar hafa til dæmis með sér félagsskapinn VON sem hefur það markmið að búa vel að aðstandendum gjörgæsludeildarinnar, eins og aðstandendaherbergið ber fagurt vitni um. Eitt af því sem slys og ótímabærir dauðdagar kenna okkur er að fagna hverjum áfanga, nýta tækifærið til að færa vini og ættingja sama. Skapa minningar. Í lok júní varð ég (Kristín) fimmtug og hélt upp á það. Í stað afmælisgjafa bað ég gesti um að leggja í söfnunarbauk. Í samráði við deildarstjóra gjörgæslunnar, Kristínu Gunnarsdóttur, ákváðum við að nota peningana til að kaupa sjónvarp og DVD spilara í einangrunarherbergið á gjörgæslunni. Herbergi sem við þekkjum vel, við dvöldum þar í margar vikur og í því lést Sturla okkar. Við vitum að það reynir á að sitja svo dögum og vikum skipti yfir veiku fólki og þá getur verið gott að horfa á aðra skjái en þá sem tilheyra tækjakosti hátæknisjúkrahúss. Það er ósköp lítið sem við sem einstaklingar getum gert en þetta getum við og með því heiðrum við minningu sonar, bróður, barnabarns, frænda og vinar. Flugslys í Skerjafirði 2000 Landspítalinn Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
Kristín Dýrfjörð og Friðrik Þór Guðmundsson, foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lét lífið eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000, hafa fært gjörgæsludeildinni í Fossvogi að gjöf sjónvarp, DVD tæki og nokkra mynddiska til minningar um hann. Við lok verslunarmannahelgar fyrir 11 árum urðu nokkur alvarleg slys þar sem fjöldi ungs fólks á leið heim af útihátíðum slasaðist og sumt af því lét lífið. Eitt þessara ungmenna var sonur þeirra, Sturla Þór Friðriksson, sem var á leið heim með vini sínum, Jóni Berki Jónssyni, í flugi frá Vestmannaeyjum. „Vikur og mánuði eftir slysið áttum við samastað á gjörgæsludeildinni í Fossvogi en samanlagt var Sturla þar í rúma þrjá mánuði. Við kynntumst því frábæra starfi og starfsfólki sem þar er. Fagmennsku þess og alúð við bæði sjúklinga og aðstandendur. Sturla Þór lést á gjörgæslunni þann 1. janúar 2001," segir í tilkynningu sem þau Kristín og Friðrik sendu frá sér. Eftir allan þann tíma sem við vorum aðstandendur á gjörgæslunni vitum við að sjúkrahúsið sér um að þar starfi fagfólk sem er fremst í sínum fræðum og að þar sé góður tækjakostur. Við vitum líka að þegar valið stendur á milli nýs tækis fyrir sjúkling eða þess að búa að aðstandendum hlýtur lækningabúnaðurinn að verða oftar fyrir valinu. Eftir fremsta megni er þó reynt að hafa aðstæður aðstandenda sem bestar. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar hafa til dæmis með sér félagsskapinn VON sem hefur það markmið að búa vel að aðstandendum gjörgæsludeildarinnar, eins og aðstandendaherbergið ber fagurt vitni um. Eitt af því sem slys og ótímabærir dauðdagar kenna okkur er að fagna hverjum áfanga, nýta tækifærið til að færa vini og ættingja sama. Skapa minningar. Í lok júní varð ég (Kristín) fimmtug og hélt upp á það. Í stað afmælisgjafa bað ég gesti um að leggja í söfnunarbauk. Í samráði við deildarstjóra gjörgæslunnar, Kristínu Gunnarsdóttur, ákváðum við að nota peningana til að kaupa sjónvarp og DVD spilara í einangrunarherbergið á gjörgæslunni. Herbergi sem við þekkjum vel, við dvöldum þar í margar vikur og í því lést Sturla okkar. Við vitum að það reynir á að sitja svo dögum og vikum skipti yfir veiku fólki og þá getur verið gott að horfa á aðra skjái en þá sem tilheyra tækjakosti hátæknisjúkrahúss. Það er ósköp lítið sem við sem einstaklingar getum gert en þetta getum við og með því heiðrum við minningu sonar, bróður, barnabarns, frænda og vinar.
Flugslys í Skerjafirði 2000 Landspítalinn Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira