Íslenski boltinn

Brynjar Gauti: BÍ/Bolungarvík einn mesti skítaklúbbur landsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Anton
Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV kallar BÍ/Bolungarvík skítaklúbb. Í gær fjallaði Vísir um ásakanir Vestfirðinga um að stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík hefðu sýnt leikmönnum BÍ/Bolungarvík kynþáttafordóma.

Á Twitter-síðu sinni segir Brynjar Gauti:

„BÍ/Bolungarvík að sanna enn einu sinni að þetta er einn mesti skítaklúbbur landsins! #ekkikastasteinumúrglerhúsi"

Brynjar Gauti er uppalinn Víkingur en gekk til liðs við Eyjamenn fyrir þetta tímabil. Hann er greinilega ósáttur við ásakanir Vestfirðinga.

Hann er ekki eini knattspyrnumaðurinn sem hefur tjáð sig um málið á Twitter. Skagamaðurinn Gary Martin lýsti yfir mikilli óánægju með Ólafsvíkinga á Twitter í gærkvöldi.

„vikingur olafsvik fans been racist ur central defender is also coloured and your team is full of europeans ...YOU HORRIBLE PEOPLE"

Martin fjarlægði textann af síðunni síðar um kvöldið. Hann hafði þá bætt því við að fullyrðing hans gengi út frá því að fréttir af kynþáttafordómum Ólafsvíkinga væru á rökum reistar.


Tengdar fréttir

BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur.

BÍ/Bolungarvík ósátt við kynþáttafordóma í Ólafsvík

Víkingur í Ólafsvík vann mikilvægan 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í viðureign liðanna á Snæfellsnesi í gær. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur segir að leikmenn liðsins hafi orðið fyrir niðrandi hrópum frá heimamönnum meðan á leik stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×