Sigursteinn: Var aldrei beðinn um að stíga til hliðar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2011 15:30 Sigursteinn Gíslason. Sigursteinn Gíslason, fráfarandi þjálfari Leiknis, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann leiðréttir ákveðna hluti í málflutningi stjórnar Leiknis sem sagði honum upp störfum á dögunum. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.Reykjavík 13.júlí 2011 Af gefnu tilefni er ég knúinn til að tjá mig opinberlega um samskipti mín við hluta stjórnarmanna Leiknis síðustu daga. Eins og flestir vita greindist ég með krabbamein sunnudaginn 15.maí og tilkynnti ég stjórn Leiknis um ástand mitt samdægurs. Stjórnin var fljót til og réð Garðar Gunnar til að taka við starfi mínu tímbundið, sem þjálfari meistaraflokks Leiknis á meðan ég væri frá vegna veikinda minna. Fljótlega eftir greiningu var ákveðið að ég færi í aðgerð þar sem fjarlægt yrði annað nýrað úr mér, sú aðgerð var gerð 25. maí. Læknar sögðu að ég yrði 4-6 vikur að jafna mig eftir hana og eftir hana tæki við lyfjagjöf. Lyfjagjöfin er í töfluformi og er í 4 vikur í einu og svo tvær vikur í fríi frá lyfjum, svo aftur fjórar vikur og eftir það yrðu sennilega teknar myndir og staðan skoðuð. Strax vikunni eftir að ég greinist er ég ásamt eiginkonu minni í Leiknisheimilinu ásamt nánast allri stjórn Leiknis og framkvæmdarstjóra. Þar segja þeir okkur það að Ég Sigursteinn Gíslason verði þjálfari liðsins alveg þar til ég ákveð annað sjálfur. Gengi Leiknisliðsins hefur ekki verið eins og menn vonuðust til og stjórn Leiknis kallar mig á fund með sér 24.júní til að fara yfir stöðuna á liðinu. Á fundinum var ég spurður hvernig staðan á mér væri og ég sagði þeim þá að ég væri á degi 3 í lyfjagjöfinni og ég gæti ekki sagt til um það hvenær ég gæti komið 100% til baka, þar sem læknar voru búinir að segja mér að aukaverkanir af lyfjunum kæmu ekki fyrr en á annari og jafnvel þriðja og fjórða vikan gætu orðið erfiðastar. Á þessum fundi sem stjórn Leiknis vísar til í sinni yfirlýsingu var ég ALDREI beðinn um að stíga til hliðar sem þjálfari liðsins. Eins og áður sagði þá sagðist ég ekki vita hvernig lyfin færu í mig og sagði að stjórnin yrði bara að gera það sem hún taldi rétt fyrir klúbbinn. Aukaverkanir af lyfjunum voru þónokkarar í viku tvö (28/6-4/7) en eftir það hef ég verið verkjalaus og vegna þess hafði ég ákveðið að koma á fullu aftur í sem þjálfari Leiknis mánudaginn 11. Júlí. Laugardaginn 9.júlí fæ ég hringingu frá formanni Leiknis fyrir hádegi og ég spurður hvort ég gæti hitt hann og gjaldkera félagsins í Leiknisheimilinu. Ég var staddur í Húsafelli með fjölskyldunni minni og sagðist ekki komast til að hitta þá fyrr en seinnipart sunnudags og var það ákveðið. Innan við klukkustund eftir þetta símtal hringir formaðurinn aftur og tilkynnir mér að stjórn Leiknis (þegar ég tala um stjórn Leiknis skal það koma fram að það er ekki öll stjórnin sem tekur þessa ákvörðun) hafi tekið þá ákvörðun að leita sér að framtíðarþjálfara og það sé ekki ég. Ég mætti í Leiknisheimilið á sunnudeginum 10. Júlí kl: 16 og er þá stjórn Leiknis að tilkynna leikmönnum að búið sé að reka mig og Garðar Gunnar sem þjálfara liðsins og ráða Zoran til starfa (ekki til framtíðar heldur bara fram á haust). Ég tala svo við leikmennina og sagði þeim hvernig stjórnin stóð að uppsögn minni og þakkaði ég strákunum fyrir frábæran tíma saman í tæp þrjú ár. Svo óskaði ég þeim góðs gengis það sem eftir væri af mótinu. Eftir fundinn með strákunum settist ég niður með stjórn Leiknis, framkvæmdarstjóra og Gunnari Einarssyni. Þar kom fram að þeir töldu að ég væri ekki tilbúinn til að taka við liðinu aftur og snúa gengi liðsins við vegna veikinda minna (enginn úr stjórn Leiknis spurði mig hvernig staðan á mínum veikindum væri frá því á fundinum í 24. Júní þar til að þeir ákváðu að reka mig 9.júlí.) Þannig að þeir álykta þetta miðað við stöðuna 15 dögum áður. Einnig kom fram á fundinum að stjórn Leiknis réð Zoran til starfa föstudaginn 8.júlí þ.e. daginn áður en þeir sögðu mér upp sem þjálfara liðsins. Á fundinum lét ég stjórnina vita að ég myndi ekki gefa út sameiginlega yfirlýsingu með þeim þar sem þetta hafi verið einhliða þeirra ákvörðun að reka mig. Leiknismenn senda síðan frá sér yfirýsingu á mánudaginn 11. júlí og segir þar orðrétt: „Á fundi með stjórn knattspyrnudeildar var Sigursteinn inntur eftir því hvort hann vildi stíga til hliðar og einbeita sér að veikindum sínum“ Til að fyrirbyggja allan misskilning þá skal rétt vera rétt og það er eftirfarandi. Ég Sigursteinn hef ALDREI verið beðinn um að stíga til hliðar sem þjálfari Leiknis og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga vísvitandi. Eftir að ég las yfirlýsingu frá Leikni á mánudag hringdi ég í stjórnarmann Leiknis og bað hann um að þeir myndu leiðrétta þessa yfirlýsingu samdægurs þar sem kæmi fram að ég hefði aldrei verið beðinn um að stíga til hliðar annars yrði ég sjáfur senda yfirlýsingu sem ég hér með hef gert. Varðandi Gunnar Einarsson sem hefur verið minn aðstoðarmaður og leikmaður í rúm 2 ár þá ákvað hann að hætta hjá Leikni um leið og mér var sagt upp enda leit Gunnar á okkur saman sem teymi sem brotið hafi verið upp með brottrekstri mínum. Ég reyndi að telja Gunnar af því að hætta sem leikmaður Leiknis því liðið þyrfti á honum að halda. En hann tók sína eigin ákvörðun og hún stendur. Að lokum kæru Leiknismenn vil ég þakka ykkur fyrir þann tíma sem ég hef verið með ykkur. Þessi tæp þrjú ár hafa gefið mér mikið og sé ég ekki eftir einni mínútu með ykkur enda frábær félagskapur og góður vinskapur sem ég hef myndað með svo mörgum ykkar. Takk fyrir allan stuðninginn frá ykkur á mínum þjálfaratíma hjá Leikni. Og það er mér og fjölskyldu minni mjög sárt að yfirgefa ykkur á þennan hátt eins og raun ber vitni. Og að þurfa að skrifa þessa yfirlýsingu og setja í fjölmiðla var ekki það sem ég vildi en stjórn Leiknis sá til þess að það var ekki umflúið þar sem þeir vildu ekki senda frá sér nýja yfirlýsingu og leiðrétta staðreyndarvillu sína. Með þökk fyrir frábæran tíma Sigursteinn Gíslason Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Sigursteinn Gíslason, fráfarandi þjálfari Leiknis, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann leiðréttir ákveðna hluti í málflutningi stjórnar Leiknis sem sagði honum upp störfum á dögunum. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.Reykjavík 13.júlí 2011 Af gefnu tilefni er ég knúinn til að tjá mig opinberlega um samskipti mín við hluta stjórnarmanna Leiknis síðustu daga. Eins og flestir vita greindist ég með krabbamein sunnudaginn 15.maí og tilkynnti ég stjórn Leiknis um ástand mitt samdægurs. Stjórnin var fljót til og réð Garðar Gunnar til að taka við starfi mínu tímbundið, sem þjálfari meistaraflokks Leiknis á meðan ég væri frá vegna veikinda minna. Fljótlega eftir greiningu var ákveðið að ég færi í aðgerð þar sem fjarlægt yrði annað nýrað úr mér, sú aðgerð var gerð 25. maí. Læknar sögðu að ég yrði 4-6 vikur að jafna mig eftir hana og eftir hana tæki við lyfjagjöf. Lyfjagjöfin er í töfluformi og er í 4 vikur í einu og svo tvær vikur í fríi frá lyfjum, svo aftur fjórar vikur og eftir það yrðu sennilega teknar myndir og staðan skoðuð. Strax vikunni eftir að ég greinist er ég ásamt eiginkonu minni í Leiknisheimilinu ásamt nánast allri stjórn Leiknis og framkvæmdarstjóra. Þar segja þeir okkur það að Ég Sigursteinn Gíslason verði þjálfari liðsins alveg þar til ég ákveð annað sjálfur. Gengi Leiknisliðsins hefur ekki verið eins og menn vonuðust til og stjórn Leiknis kallar mig á fund með sér 24.júní til að fara yfir stöðuna á liðinu. Á fundinum var ég spurður hvernig staðan á mér væri og ég sagði þeim þá að ég væri á degi 3 í lyfjagjöfinni og ég gæti ekki sagt til um það hvenær ég gæti komið 100% til baka, þar sem læknar voru búinir að segja mér að aukaverkanir af lyfjunum kæmu ekki fyrr en á annari og jafnvel þriðja og fjórða vikan gætu orðið erfiðastar. Á þessum fundi sem stjórn Leiknis vísar til í sinni yfirlýsingu var ég ALDREI beðinn um að stíga til hliðar sem þjálfari liðsins. Eins og áður sagði þá sagðist ég ekki vita hvernig lyfin færu í mig og sagði að stjórnin yrði bara að gera það sem hún taldi rétt fyrir klúbbinn. Aukaverkanir af lyfjunum voru þónokkarar í viku tvö (28/6-4/7) en eftir það hef ég verið verkjalaus og vegna þess hafði ég ákveðið að koma á fullu aftur í sem þjálfari Leiknis mánudaginn 11. Júlí. Laugardaginn 9.júlí fæ ég hringingu frá formanni Leiknis fyrir hádegi og ég spurður hvort ég gæti hitt hann og gjaldkera félagsins í Leiknisheimilinu. Ég var staddur í Húsafelli með fjölskyldunni minni og sagðist ekki komast til að hitta þá fyrr en seinnipart sunnudags og var það ákveðið. Innan við klukkustund eftir þetta símtal hringir formaðurinn aftur og tilkynnir mér að stjórn Leiknis (þegar ég tala um stjórn Leiknis skal það koma fram að það er ekki öll stjórnin sem tekur þessa ákvörðun) hafi tekið þá ákvörðun að leita sér að framtíðarþjálfara og það sé ekki ég. Ég mætti í Leiknisheimilið á sunnudeginum 10. Júlí kl: 16 og er þá stjórn Leiknis að tilkynna leikmönnum að búið sé að reka mig og Garðar Gunnar sem þjálfara liðsins og ráða Zoran til starfa (ekki til framtíðar heldur bara fram á haust). Ég tala svo við leikmennina og sagði þeim hvernig stjórnin stóð að uppsögn minni og þakkaði ég strákunum fyrir frábæran tíma saman í tæp þrjú ár. Svo óskaði ég þeim góðs gengis það sem eftir væri af mótinu. Eftir fundinn með strákunum settist ég niður með stjórn Leiknis, framkvæmdarstjóra og Gunnari Einarssyni. Þar kom fram að þeir töldu að ég væri ekki tilbúinn til að taka við liðinu aftur og snúa gengi liðsins við vegna veikinda minna (enginn úr stjórn Leiknis spurði mig hvernig staðan á mínum veikindum væri frá því á fundinum í 24. Júní þar til að þeir ákváðu að reka mig 9.júlí.) Þannig að þeir álykta þetta miðað við stöðuna 15 dögum áður. Einnig kom fram á fundinum að stjórn Leiknis réð Zoran til starfa föstudaginn 8.júlí þ.e. daginn áður en þeir sögðu mér upp sem þjálfara liðsins. Á fundinum lét ég stjórnina vita að ég myndi ekki gefa út sameiginlega yfirlýsingu með þeim þar sem þetta hafi verið einhliða þeirra ákvörðun að reka mig. Leiknismenn senda síðan frá sér yfirýsingu á mánudaginn 11. júlí og segir þar orðrétt: „Á fundi með stjórn knattspyrnudeildar var Sigursteinn inntur eftir því hvort hann vildi stíga til hliðar og einbeita sér að veikindum sínum“ Til að fyrirbyggja allan misskilning þá skal rétt vera rétt og það er eftirfarandi. Ég Sigursteinn hef ALDREI verið beðinn um að stíga til hliðar sem þjálfari Leiknis og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga vísvitandi. Eftir að ég las yfirlýsingu frá Leikni á mánudag hringdi ég í stjórnarmann Leiknis og bað hann um að þeir myndu leiðrétta þessa yfirlýsingu samdægurs þar sem kæmi fram að ég hefði aldrei verið beðinn um að stíga til hliðar annars yrði ég sjáfur senda yfirlýsingu sem ég hér með hef gert. Varðandi Gunnar Einarsson sem hefur verið minn aðstoðarmaður og leikmaður í rúm 2 ár þá ákvað hann að hætta hjá Leikni um leið og mér var sagt upp enda leit Gunnar á okkur saman sem teymi sem brotið hafi verið upp með brottrekstri mínum. Ég reyndi að telja Gunnar af því að hætta sem leikmaður Leiknis því liðið þyrfti á honum að halda. En hann tók sína eigin ákvörðun og hún stendur. Að lokum kæru Leiknismenn vil ég þakka ykkur fyrir þann tíma sem ég hef verið með ykkur. Þessi tæp þrjú ár hafa gefið mér mikið og sé ég ekki eftir einni mínútu með ykkur enda frábær félagskapur og góður vinskapur sem ég hef myndað með svo mörgum ykkar. Takk fyrir allan stuðninginn frá ykkur á mínum þjálfaratíma hjá Leikni. Og það er mér og fjölskyldu minni mjög sárt að yfirgefa ykkur á þennan hátt eins og raun ber vitni. Og að þurfa að skrifa þessa yfirlýsingu og setja í fjölmiðla var ekki það sem ég vildi en stjórn Leiknis sá til þess að það var ekki umflúið þar sem þeir vildu ekki senda frá sér nýja yfirlýsingu og leiðrétta staðreyndarvillu sína. Með þökk fyrir frábæran tíma Sigursteinn Gíslason
Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira