Fótbolti

Guðjón: Ég er að detta í gang

Ari Erlingsson skrifar
Guðjón skorar hér fyrsta mark leiksins. Það gerði hann með herkjum en inn fór boltinn.
Guðjón skorar hér fyrsta mark leiksins. Það gerði hann með herkjum en inn fór boltinn. mynd/daníel
Guðjón Baldvinsson, framherji KR, var afar kátur eftir öruggan 5-1 sigur Vesturbæinga á færeyska liðinu ÍF Fuglafjörður.

„Ég er meiriháttar ánægður með leikinn en ég hef reyndar aldrei verið jafn pirraður yfir því að skora bara tvö mörk. Ég átti svo sannarlega að skora þrennu í þessum leik miðað við færin sem ég fékk í leiknum.  Ég er að detta í gang og er að finna mig betur. Ég meiddist á undirbúningstímabilinu og mér finnst ég loks núna vera að komast í alvöru form," sagði Guðjón sem er ánægður með breiddina.

„Liðið virkar vel á mig og breiddin er að gera okkur gott núna þegar svo þétt er spilað. Björn og Gunnar eru góðir leikmenn og  þeir komu inn í kvöld og skiluðu sínu og gott betur en það.“

Fram undan hjá KR er leikur gegn sterku liði Zilina frá Slóvakíu.

„Slóvakískt lið sem ég veit reyndar ekkert um nema það að þeir voru með Chelsea í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Þetta er því væntanlega topplið og við þurfum að eiga okkar allra besta leik til að eiga möguleika gegn þeim," sagði Guðjón en var þetta munurinn á íslenskum og færeyskum fótbolta í kvöld?

„Það er greinilega svona mikill munur á íslenska og færeyska boltanum  og jú við erum á toppnum á Íslandi og þeir við botninn í Færeyjum svo það kannski segir eitthvað.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×