Íslenski boltinn

BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það hefur gengið illa hjá Vestfirðingum í deildinni upp á síðkastið
Það hefur gengið illa hjá Vestfirðingum í deildinni upp á síðkastið Nordic Photos/Getty
Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur.

Fyrir leikinn voru Vestfirðingar í sjöunda sæti deildarinnar en Ólafsvíkingar í því áttunda. Sigurinn fleytti Víkingum upp í fjórða sætið fyrir ofan Fjölni á markamun.

BÍ/Bolungarvík sem hefur fatast flugið í deildinni að undanförnu. Liðið hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum. Hins vegar gengur allt í sögu í Valitor-bikarnum þar sem Vestfirðingar mæta KR í undanúrslitum keppninnar þann 28. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×