Móður Ríkharðs dreymdi að hann myndi skora fimm mörk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2011 19:00 Ríkharður Jónsson var 21 árs, fyrirliði og þjálfari ÍA þegar leikurinn fór fram Mynd/Myndasafn KSÍ Í dag eru liðin 60 ár frá því að íslenska landsliðið í knattspyrnu bar sigurorð af Svíum 4-3 á Melavellinum. Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson skoraði öll mörk Íslendinga en sigursins er minnst sem eins þess merkilegasta í íslenskri knattspyrnusögu. Í bókinni Rikki Fótboltakappi eftir Jón Birgi Pétursson rifjar Ríkharður upp leikinn. „Þessi leikur er mér í fersku minni þótt langt sé síðan að hann var leikinn. Ég man líka aðdragandann og allan þennan dag. Um morguninn var ég mættur til vinnu, var að mála skip í slippnum. Í hádeginu laumaðist ég til mömmu til að sníkja mér bita. Þá segir hún mér frá draumi sem hana dreymdi þá nóttina. Hún sagði að ég myndi skora fimm mörk gegn Svíum um kvöldið, alla vega eiga stóran þátt í öllum þessum mörkum. Þetta þótti mér nú heldur ótrúlegt, kyssti mömmu fyrir matinn og góð orð í minn garð. Síðan hélt ég áfram að vinna, allt þar til tími var kominn til að keyra suður til Reykjavíkur í landsleikinn. Svona var þetta í gamla daga, menn slógu ekkert af í vinnu þótt stórleikir væru framundan, jafnvel landsleikir." Í bókinni segir einnig frá því að Baldur Jónsson vallarstjóri Melavallarins hafa flutt áhorfendum góð tíðindi á meðan á leiknum stóð. Íslendingar hefðu sigrað Dani og Norðmenn í landskeppni í frjálsum íþróttum í Osló. Áhorfendur fögnuðu tíðindunum vel og ekki síður mörkunum fjórum sem Ríkharður átti eftir að skora. Reyndar skoraði Ríkharður fimm mörk í leiknum en dómari leiksins Guðjón Einarsson dæmdi eitt af. Í bókinni segir: „Ég held að Guðjóni hafi verið farið að líða illa, íslenskur dómari að dæma leik Íslands, og hans menn að vinna. Þennan leik neyddist hann til að dæma þar eð erlendu dómararnir komust ekki til landsins. Ég reikna með að ef þarna hefði verið erlendur dómari, þá hefðu mörkin mín orðið fimm, alveg eins og draumur mömmu sagði hann þennan morgun." Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Sjá meira
Í dag eru liðin 60 ár frá því að íslenska landsliðið í knattspyrnu bar sigurorð af Svíum 4-3 á Melavellinum. Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson skoraði öll mörk Íslendinga en sigursins er minnst sem eins þess merkilegasta í íslenskri knattspyrnusögu. Í bókinni Rikki Fótboltakappi eftir Jón Birgi Pétursson rifjar Ríkharður upp leikinn. „Þessi leikur er mér í fersku minni þótt langt sé síðan að hann var leikinn. Ég man líka aðdragandann og allan þennan dag. Um morguninn var ég mættur til vinnu, var að mála skip í slippnum. Í hádeginu laumaðist ég til mömmu til að sníkja mér bita. Þá segir hún mér frá draumi sem hana dreymdi þá nóttina. Hún sagði að ég myndi skora fimm mörk gegn Svíum um kvöldið, alla vega eiga stóran þátt í öllum þessum mörkum. Þetta þótti mér nú heldur ótrúlegt, kyssti mömmu fyrir matinn og góð orð í minn garð. Síðan hélt ég áfram að vinna, allt þar til tími var kominn til að keyra suður til Reykjavíkur í landsleikinn. Svona var þetta í gamla daga, menn slógu ekkert af í vinnu þótt stórleikir væru framundan, jafnvel landsleikir." Í bókinni segir einnig frá því að Baldur Jónsson vallarstjóri Melavallarins hafa flutt áhorfendum góð tíðindi á meðan á leiknum stóð. Íslendingar hefðu sigrað Dani og Norðmenn í landskeppni í frjálsum íþróttum í Osló. Áhorfendur fögnuðu tíðindunum vel og ekki síður mörkunum fjórum sem Ríkharður átti eftir að skora. Reyndar skoraði Ríkharður fimm mörk í leiknum en dómari leiksins Guðjón Einarsson dæmdi eitt af. Í bókinni segir: „Ég held að Guðjóni hafi verið farið að líða illa, íslenskur dómari að dæma leik Íslands, og hans menn að vinna. Þennan leik neyddist hann til að dæma þar eð erlendu dómararnir komust ekki til landsins. Ég reikna með að ef þarna hefði verið erlendur dómari, þá hefðu mörkin mín orðið fimm, alveg eins og draumur mömmu sagði hann þennan morgun."
Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Sjá meira