Íslenski boltinn

Ódýrast að klára UEFA-þjálfaragráðurnar á Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Benediktsson kláraði UEFA þjálfaragráðuna á dögunum.
Guðmundur Benediktsson kláraði UEFA þjálfaragráðuna á dögunum. Mynd/Anton
Knattspyrnusamband Íslands hefur tekið saman á heimasíðu sinni kostnað þjálfara á Norðurlöndum að sækja sér UEFA-þjálfaragráðurnar. Þar kom í ljós að það er ódýrast að taka þessar gráður hér á Íslandi. KSÍ útskrifaði á dögunum 35 þjálfara með KSÍ A gráðu.

Það kostar mest á öllum Norðurlöndunum að klára UEFA-þjálfaragráðurnar í Danmörku eða tæplega eina og hálfa milljón íslenskra króna. Það kostar hinsvegar bara 437 þúsund krónur að sækja sér þessa samskonar þjálfaramenntun á Íslandi.

KSÍ er í samvinnu við enska sambandið með UEFA Pro gráðuna og þar kostar það þjálfara rúma 1,1 milljón að sækja sér hana en í Danmörku kostar sú gráða 1,9 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir samantektina á heimasíðu KSÍ.

Hvað kosta UEFA B, UEFA A og UEFA Pro gráðurnar á Norðurlöndum? Upphæðir eru allar umreiknaðar yfir í íslenskar krónur (des 2010)

Danmörk

UEFA B: 325.600

UEFA A: 1.160.000

UEFA B + A: 1.485.600

UEFA Pro: 1.900.000

Finnland

UEFA B: 228.000

UEFA A: 501.600

UEFA B + A: 729.600

UEFA Pro: 1.064.000 (fræðsluferð erlendis ekki innifalin)

Færeyjar

UEFA B: 174.165

UEFA A: 553.230

UEFA B + A: 727.395

UEFA Pro: 1.900.000 (í samvinnu við Danmörk)

Svíþjóð

UEFA B: 335.540

UEFA A: 469.756

UEFA B + A: 805.296

UEFA Pro: 1.677.700

Noregur

UEFA B: 304.000

UEFA A: 684.000

UEFA B + A: 988.000

UEFA Pro: 1.520.000

Ísland

UEFA B: 75.000

UEFA A: 362.000

UEFA B + A: 437.000

UEFA Pro: 1.171.178 (í samvinnu við England)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×