Stuðningsmenn Geirs borga salinn í Hörpu - fá engan afslátt Erla Hlynsdóttir skrifar 7. júní 2011 11:46 Geir Haarde hittir stuðningsmenn sína í Hörpu klukkan fimm Pétur J. Eiríksson, einn þriggja ábyrgðarmanna fjársöfnunar fyrir málsvörn Geirs H. Haarde, er stjórnarformaður Portusar sem rekur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Fundur Geirs með stuðningsmönnum hans síðar í dag verður haldinn í Hörpu, nánar tiltekið í Norðurljósasalnum. „Vegna veru minnar hér munum við ekki óska eftir neinum afslætti," segir Pétur og því verði greitt listaverð, ríflega 270 þúsund krónur, fyrir salinn. Pétur segir ennfremur að það séu stuðningsmenn Geirs sem borgi leiguna. „Við vorum búin að panta á Hótel Loftleiðum," segir Pétur. Þar stóð til að Geir hitti stuðningsmenn sína eftir að ákæra á hendur honum verður þingfest fyrir landsdómi síðdegis. Pétur segir að þar hafi verið búið að panta 110 manna sal. Fjársöfnun fyrir Geir fer fram á síðunni Malsvorn.is , en megintilgangurinn „er að safna fé til að standa straum af kostnaði við málsvörnina og tryggja að hann standi sem næst jafnfætis ríkisvaldinu í málsvörn sinni," eins og það er orðað á síðunni. Síðan var stofnuð um helgina og í gær, mánudag, tók undirskriftasöfnunin stóran kipp og um miðjan dag höfðu yfir þúsund manns skráð sig sem stuðningsmenn Geirs. Pétur segir að í gær hafi forsvarsmenn stuðningsmannahópsins því metið stöðuna þannig að salurinn á Hótel Loftleiðum væru of lítill. „Ég fékk Önnu Kristínu Traustadóttur til að annast pöntunina hér," segir Pétur, og á þar við salinn í Hörpu. Norðurljósasalurinn rúmar 400 manns. Spurður hvort greitt hafi verið staðfestingargjald fyrir salinn, og hvort hann verði að fullu greiddur fyrir fundinn segist Pétur ekki vera með reglur um pantanir fundarsala á hreinu. „Ég er samt viss um að þetta er allt eftir bókinni," segir hann. Þegar þessar línur eru skrifaðar hafa tæplega 3000 manns skráð sig á stuðningsmannasíðu Geirs. Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Pétur J. Eiríksson, einn þriggja ábyrgðarmanna fjársöfnunar fyrir málsvörn Geirs H. Haarde, er stjórnarformaður Portusar sem rekur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Fundur Geirs með stuðningsmönnum hans síðar í dag verður haldinn í Hörpu, nánar tiltekið í Norðurljósasalnum. „Vegna veru minnar hér munum við ekki óska eftir neinum afslætti," segir Pétur og því verði greitt listaverð, ríflega 270 þúsund krónur, fyrir salinn. Pétur segir ennfremur að það séu stuðningsmenn Geirs sem borgi leiguna. „Við vorum búin að panta á Hótel Loftleiðum," segir Pétur. Þar stóð til að Geir hitti stuðningsmenn sína eftir að ákæra á hendur honum verður þingfest fyrir landsdómi síðdegis. Pétur segir að þar hafi verið búið að panta 110 manna sal. Fjársöfnun fyrir Geir fer fram á síðunni Malsvorn.is , en megintilgangurinn „er að safna fé til að standa straum af kostnaði við málsvörnina og tryggja að hann standi sem næst jafnfætis ríkisvaldinu í málsvörn sinni," eins og það er orðað á síðunni. Síðan var stofnuð um helgina og í gær, mánudag, tók undirskriftasöfnunin stóran kipp og um miðjan dag höfðu yfir þúsund manns skráð sig sem stuðningsmenn Geirs. Pétur segir að í gær hafi forsvarsmenn stuðningsmannahópsins því metið stöðuna þannig að salurinn á Hótel Loftleiðum væru of lítill. „Ég fékk Önnu Kristínu Traustadóttur til að annast pöntunina hér," segir Pétur, og á þar við salinn í Hörpu. Norðurljósasalurinn rúmar 400 manns. Spurður hvort greitt hafi verið staðfestingargjald fyrir salinn, og hvort hann verði að fullu greiddur fyrir fundinn segist Pétur ekki vera með reglur um pantanir fundarsala á hreinu. „Ég er samt viss um að þetta er allt eftir bókinni," segir hann. Þegar þessar línur eru skrifaðar hafa tæplega 3000 manns skráð sig á stuðningsmannasíðu Geirs.
Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira