Nowitzki lét veikindin ekki stöðva sig - Dallas jafnaði metin Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. júní 2011 09:00 Dirk Nowitzki skorar hér gegn Joel Anthony í leiknum í gær. AP Dirk Nowitzki og félagar hans í Dallas Mavericks jöfnuðu metin gegn Miami Heat með 86-83-sigri í fjórða leiknum í úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Staðan er 2-2 en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður NBA meistari. Nowitzki skoraði gríðarlega mikilvæga körfu 15 sekúndum fyrir leikslok en hann lék vel þrátt fyrir að vera veikur. Jason Terry tryggði Dallas sigurinn með tveimur vítaskotum 7 sekúndum fyrir leikslok en athygli vekur að LeBron James skoraði aðeins 8 stig. Næsti leikur fer fram á fimmtudag eða réttara sagt aðfaranótt föstudags og hefst hann kl. 1 eftir miðnætti og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Stig Miami: LeBron James 8, Chris Bosh 24, Joel Anthony 4, Dwyane Wade 32, Mike Bibby 0, Mario Chalmers 5, Udonis Haslem 4, Mike Miller 6, Juwan Howard 0.Stig Dallas: Shawn Marion 16, Dirk Nowitzki 21, Tyson Chandler 13, Jose Barea 8, Jason Kidd 0, Jason Terry 17, Brian Cardinal 0, DeShawn Stevenson 11, Brendan Haywood 0. Rick Carlisle þjálfari Dallas hrósaði þýska landsliðsmanninum mikið í leikslok og sagði hann einn þann besta sem hefur leikið í NBA deildinni. „Nowitzki er einn sá besti sem hefur leikið í deildinni. Hann vill fá boltann þegar mest á reynir og hann vill axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka síðasta skotið. Við gerum allt sem við getum til þess að koma honum í þá stöðu," sagði Carlisle í leikslok en Nowitzki skoraði 21 stig og tók 11 fráköst en hann klikkaði á einu víti þriðja leikhluta eftir að hafa skorað úr 39 vítaskotum í röð. Nowitzki var með rúmlega 38 stiga hita fyrir leikinn í gær en þrátt fyrir það skoraði hann 10 stig af alls 21 í fjórða leikhluta. „Þetta eru úrslitin, maður gleymir öllu og lætur ekkert stöðva sig. Það er júní og á þeim árstíma þá fer maður út á völl og leggur sig fram fyrir liðið. Það var það eina sem ég gerði," sagði Nowitzki. Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami Heat en hann náði ekki að koma skoti á körfuna í síðustu sókn Miami. Jason Terry skoraði 17 stig fyrir Dallas og þar af 8 í fjórða leikhluta, Sahawn Marion skoraði 16, Tyson Chandler lét mikið að sér kveða en hann skoraði 13 stig og tók 16 fráköst að auki. Þar af 9 sóknarfráköst. Chris Bosh var góður í liði Miami með 24 stig en LeBron James vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst en hann hitti aðeins úr þremur af alls 11 skotum sínum utan af velli. James hafði skorað 10 stig eða meira í 434 leikjum í röð og Miami er 0-8 í úrslitakeppninni þegar James hefur skorað 15 stig eða minna. Bosh hitti úr 8 af alls 12 skotum sínum í fyrri hálfleik, Wade skoraði 19 stig í síðari hálfleik og hitti úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli. NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Dirk Nowitzki og félagar hans í Dallas Mavericks jöfnuðu metin gegn Miami Heat með 86-83-sigri í fjórða leiknum í úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Staðan er 2-2 en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður NBA meistari. Nowitzki skoraði gríðarlega mikilvæga körfu 15 sekúndum fyrir leikslok en hann lék vel þrátt fyrir að vera veikur. Jason Terry tryggði Dallas sigurinn með tveimur vítaskotum 7 sekúndum fyrir leikslok en athygli vekur að LeBron James skoraði aðeins 8 stig. Næsti leikur fer fram á fimmtudag eða réttara sagt aðfaranótt föstudags og hefst hann kl. 1 eftir miðnætti og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Stig Miami: LeBron James 8, Chris Bosh 24, Joel Anthony 4, Dwyane Wade 32, Mike Bibby 0, Mario Chalmers 5, Udonis Haslem 4, Mike Miller 6, Juwan Howard 0.Stig Dallas: Shawn Marion 16, Dirk Nowitzki 21, Tyson Chandler 13, Jose Barea 8, Jason Kidd 0, Jason Terry 17, Brian Cardinal 0, DeShawn Stevenson 11, Brendan Haywood 0. Rick Carlisle þjálfari Dallas hrósaði þýska landsliðsmanninum mikið í leikslok og sagði hann einn þann besta sem hefur leikið í NBA deildinni. „Nowitzki er einn sá besti sem hefur leikið í deildinni. Hann vill fá boltann þegar mest á reynir og hann vill axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka síðasta skotið. Við gerum allt sem við getum til þess að koma honum í þá stöðu," sagði Carlisle í leikslok en Nowitzki skoraði 21 stig og tók 11 fráköst en hann klikkaði á einu víti þriðja leikhluta eftir að hafa skorað úr 39 vítaskotum í röð. Nowitzki var með rúmlega 38 stiga hita fyrir leikinn í gær en þrátt fyrir það skoraði hann 10 stig af alls 21 í fjórða leikhluta. „Þetta eru úrslitin, maður gleymir öllu og lætur ekkert stöðva sig. Það er júní og á þeim árstíma þá fer maður út á völl og leggur sig fram fyrir liðið. Það var það eina sem ég gerði," sagði Nowitzki. Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami Heat en hann náði ekki að koma skoti á körfuna í síðustu sókn Miami. Jason Terry skoraði 17 stig fyrir Dallas og þar af 8 í fjórða leikhluta, Sahawn Marion skoraði 16, Tyson Chandler lét mikið að sér kveða en hann skoraði 13 stig og tók 16 fráköst að auki. Þar af 9 sóknarfráköst. Chris Bosh var góður í liði Miami með 24 stig en LeBron James vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst en hann hitti aðeins úr þremur af alls 11 skotum sínum utan af velli. James hafði skorað 10 stig eða meira í 434 leikjum í röð og Miami er 0-8 í úrslitakeppninni þegar James hefur skorað 15 stig eða minna. Bosh hitti úr 8 af alls 12 skotum sínum í fyrri hálfleik, Wade skoraði 19 stig í síðari hálfleik og hitti úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli.
NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira